Innlent

Ekki ljóst hvort skýringar Sjálf­stæðis­manna haldi vatni

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi.

Innlent

Um­ferð um brautina gangi hægt

Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. 

Innlent

Leggur fram innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma.

Innlent

Plottað um heims­yfir­ráð eða dauða

Blásið verður til Kvennaárs með dansveislu í Iðnó í kvöld. Í ár eru fimmtíu ár liðin frá Kvennafrídeginum og í tilefni þess verður allt árið verður lagt undir jafnréttisbaráttu að sögn formanns BSRB. Tugir samtaka standa að viðburðinum.

Innlent

Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum á­sökunum

Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rangar sakargiftir. Hann tilkynnti lögreglu að bróðir hans hefði framið svívirðileg kynferðisbrot gegn eigin dætrum. Vitni sem lögregla ræddi við í tengslum við hin meintu brot bentu strax á manninn sem líklegasta tilkynnandann. Maðurinn sagði hins vegar að dularfullur maður hefði fengið síma hans lánaðan og hringt á lögreglu.

Innlent

Segir Sjálf­stæðis­menn hyggja á setu­verk­fall verði þeim vísað á dyr

Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent

Segja for­mann fræðslu­nefndar hafa brotið siða­reglur

Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 

Innlent

Eld­gosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin

Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga.

Innlent

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í há­loftunum

Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna.

Innlent

Undrandi for­eldrar og barnið sem fæddist í flug­vél

Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldri sem undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll.

Innlent

Býst við því að boða til fundar í kjara­deilu kennara

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku.

Innlent

Sam­þykktu nýjar siða­reglur kjörinna full­trúa

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglurnar eru unnar af forsætisnefnd en komið var að endurskoðun þeirra siðareglna sem gilt hafa um kjörna fulltrúa og voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogi árið 2015.

Innlent

Hæsti­réttur klofnaði í nauðgunar­máli Inga Vals

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Val Davíðssyni, Ólafsfirðingi á fertugsaldri. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Hæstiréttur klofnaði í málinu og tveir dómarar réttarins töldu að ómerkja ætti dóm Landsréttar

Innlent

Leita vitna að á­rás hunds á konu

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árás hunds á konu á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku. Konan var flutt særð á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir árásina.

Innlent