Innlent Boða til samstöðufundar með Yazan Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn hafa boðað til samstöðufundar með Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm sem vísa á úr landi. Innlent 29.6.2024 10:25 Tíu ára stúlku vísað úr strætó Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Innlent 29.6.2024 09:27 Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. Innlent 29.6.2024 07:14 Séra Sigfús Jón Árnason látinn Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri. Innlent 29.6.2024 07:01 Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. Innlent 28.6.2024 23:12 Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Innlent 28.6.2024 21:48 Landsvirkjun með hundraðasta frisbígolfvöll landsins Svo virðist sem frísbílgolfæði hafi runnið á landsmenn því nú var Landsvirkjun að opna hundraðasta völl landsins við Ljósafossstöð í Grímsnes og Grafningshreppi. Völlurinn er sagður vera sá allra flottasti í landinu. Innlent 28.6.2024 21:05 Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Innlent 28.6.2024 21:00 „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Innlent 28.6.2024 19:31 Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Innlent 28.6.2024 19:19 Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Innlent 28.6.2024 18:47 „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Innlent 28.6.2024 18:46 Birta viðkvæmar upplýsingar um lögreglumenn á netinu Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum, sem grafi undan trausti milli lögreglu og borgara. Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 28.6.2024 18:00 „Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Innlent 28.6.2024 17:31 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Innlent 28.6.2024 16:00 Flug frá Keflavík til Köben taki styttri tíma en meðaltími nauðgunar Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist sitja upp með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum þegar hún varð fyrir grófu kynferðisbroti í eigin afmælisveislu. Hún segir meðaltíma sem kynferðisofbeldi standi yfir um fjórar og hálf klukkustund. Innlent 28.6.2024 15:47 Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Innlent 28.6.2024 15:38 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28.6.2024 14:36 Dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson standsettur Svo virðist sem Hafn Jökulsson sé hvergi nærri hættur að láta til sín taka við að hreinsa fjörur landsins – þó hann sé nú allur. Það er dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson hins vegar ekki, hann er nú í slipp og verið að gera hann kláran í verkið. Innlent 28.6.2024 14:34 Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Innlent 28.6.2024 14:31 Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Innlent 28.6.2024 14:21 Þórkatla tekið við 400 eignum Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum. Innlent 28.6.2024 14:03 Banaslys á byggingarsvæði á Akranesi Banaslys varð á byggingarsvæði á Akranesi þann tólfta júní síðastliðinn. Karlmaður á sextugsaldri var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 23. júní síðastliðinn. Innlent 28.6.2024 13:34 Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. Innlent 28.6.2024 13:22 Nýtt eldgos líklegt Gera má ráð fyrir nýju kvikuinnskoti og/eða eldgosi á næstu vikum á Sundhnjúkasvæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Innlent 28.6.2024 12:13 Um 220 einstaklingar verið flaggaðir vegna ógnandi hegðunar á spítalanum Frá árinu 2005 hafa kennitölur 220 einstaklinga verið flaggaðar á Landspítalanum vegna ógnandi hegðunar við komu á bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og Hjartagátt. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir fyrirkomulagið nauðsynlegt til að tryggja öryggi starfsfólks og sjúklinga. Innlent 28.6.2024 12:01 Ísklumpur féll á ferðamann Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu. Innlent 28.6.2024 12:00 Kappræður í Bandaríkjunum og stýrivextir lækka ekki strax Í hádegisfréttum fjöllum við um kappræður forsetaefnanna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt en almennt er Joe Biden sagður hafa komið afar illa út úr þeim. Innlent 28.6.2024 11:37 „Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Innlent 28.6.2024 11:35 Agnes segist niðurlægð og vill leita til dómstóla Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum. Innlent 28.6.2024 11:07 « ‹ 129 130 131 132 133 134 135 136 137 … 334 ›
Boða til samstöðufundar með Yazan Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn hafa boðað til samstöðufundar með Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm sem vísa á úr landi. Innlent 29.6.2024 10:25
Tíu ára stúlku vísað úr strætó Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Innlent 29.6.2024 09:27
Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. Innlent 29.6.2024 07:14
Séra Sigfús Jón Árnason látinn Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri. Innlent 29.6.2024 07:01
Kolólöglegt og hættulegt brúnkulyf í tísku á samfélagsmiðlum Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á húðlæknastöðinni, segir að ólöglegur brúnku-nefúði sem nú gengur kaupum og sölum á netinu og er mikið auglýstur á samfélagsmiðlum, sé hættulegur. Til að virkja lyfið þarf að fara í ljósabekk eða útsetja húðina fyrir sól. Ragna segir ljósabekki með eindæmum krabbameinsvaldandi og þykir miður að þeir séu nú í tísku. Innlent 28.6.2024 23:12
Verðlagning landsbyggðarstrætó „glórulaus“ Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að landsbyggðarstrætó sé ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem lifir bíllausum lífsstíl. Fólk nýti sér frekar önnur úrræði eins og deilibíla. Rætt var við Sindra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar umfjöllunar um að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar kosti 17 þúsund krónur. Innlent 28.6.2024 21:48
Landsvirkjun með hundraðasta frisbígolfvöll landsins Svo virðist sem frísbílgolfæði hafi runnið á landsmenn því nú var Landsvirkjun að opna hundraðasta völl landsins við Ljósafossstöð í Grímsnes og Grafningshreppi. Völlurinn er sagður vera sá allra flottasti í landinu. Innlent 28.6.2024 21:05
Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Innlent 28.6.2024 21:00
„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Innlent 28.6.2024 19:31
Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Innlent 28.6.2024 19:19
Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Innlent 28.6.2024 18:47
„Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Innlent 28.6.2024 18:46
Birta viðkvæmar upplýsingar um lögreglumenn á netinu Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum, sem grafi undan trausti milli lögreglu og borgara. Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 28.6.2024 18:00
„Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Innlent 28.6.2024 17:31
Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Innlent 28.6.2024 16:00
Flug frá Keflavík til Köben taki styttri tíma en meðaltími nauðgunar Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist sitja upp með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum þegar hún varð fyrir grófu kynferðisbroti í eigin afmælisveislu. Hún segir meðaltíma sem kynferðisofbeldi standi yfir um fjórar og hálf klukkustund. Innlent 28.6.2024 15:47
Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Innlent 28.6.2024 15:38
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28.6.2024 14:36
Dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson standsettur Svo virðist sem Hafn Jökulsson sé hvergi nærri hættur að láta til sín taka við að hreinsa fjörur landsins – þó hann sé nú allur. Það er dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson hins vegar ekki, hann er nú í slipp og verið að gera hann kláran í verkið. Innlent 28.6.2024 14:34
Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Innlent 28.6.2024 14:31
Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Innlent 28.6.2024 14:21
Þórkatla tekið við 400 eignum Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum. Innlent 28.6.2024 14:03
Banaslys á byggingarsvæði á Akranesi Banaslys varð á byggingarsvæði á Akranesi þann tólfta júní síðastliðinn. Karlmaður á sextugsaldri var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 23. júní síðastliðinn. Innlent 28.6.2024 13:34
Geðlæknar ósammála um ástand Dagbjartar Geðlæknir sem tók að sér að meta Dagbjörtu Rúnarsdóttur árið 2021 og geðlæknir sem sá um að meta Dagbjörtu vegna Bátavogsmálsins svokallaða eru í stórum dráttum ósammála um ástand og geðrænt mat hennar. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið sextugum karlmanni að bana í september á síðasta ári á heimili þeirra í Bátavogi. Innlent 28.6.2024 13:22
Nýtt eldgos líklegt Gera má ráð fyrir nýju kvikuinnskoti og/eða eldgosi á næstu vikum á Sundhnjúkasvæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Innlent 28.6.2024 12:13
Um 220 einstaklingar verið flaggaðir vegna ógnandi hegðunar á spítalanum Frá árinu 2005 hafa kennitölur 220 einstaklinga verið flaggaðar á Landspítalanum vegna ógnandi hegðunar við komu á bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og Hjartagátt. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir fyrirkomulagið nauðsynlegt til að tryggja öryggi starfsfólks og sjúklinga. Innlent 28.6.2024 12:01
Ísklumpur féll á ferðamann Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu. Innlent 28.6.2024 12:00
Kappræður í Bandaríkjunum og stýrivextir lækka ekki strax Í hádegisfréttum fjöllum við um kappræður forsetaefnanna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt en almennt er Joe Biden sagður hafa komið afar illa út úr þeim. Innlent 28.6.2024 11:37
„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Innlent 28.6.2024 11:35
Agnes segist niðurlægð og vill leita til dómstóla Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum. Innlent 28.6.2024 11:07