Innlent

Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið

Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld.

Innlent

Sérsveitin sat um hús í Mos­fells­bæ í þrjá tíma

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall í Flugumýri í Mosfellsbæ í gærkvöldi vegna tilkynningar um skothvelli sem barst á tíunda tímanum. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru á vettvangi ásamt samningamanni á vegum ríkislögreglustjóra í langan tíma og lokað var fyrir umferð um Skarhólabraut til um eitt í nótt.

Innlent

Lög­regla lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka.

Innlent

Kom úr sundi að brotnu tjaldinu

„Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt.

Innlent

Kajakræðarar í hættu hífðir upp

Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti fyrir skömmu útkalli við Skildinganes þar sem tveir kajakræðarar ráku frá landi. Heppileg staðsetning þyrlunnar skipti sköpum. 

Innlent

Fanga­verðir slasaðir eftir á­tök við fanga á Litla-Hrauni

Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu. Rætt verður við fangelsismálastjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segir að fjölga hafi þurft öryggisgöngum. 

Innlent

Bíll al­elda á Hellis­heiði

Bíll er alelda á Suðurlandsvegi við Kambana á Hellisheiði. Þrír voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði en þeir komust allir út af sjálfsdáðum. Lögregla er á leið á vettvang.

Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn í „meiri­háttar vand­ræðum“

Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni.

Innlent

Fimm í fanga­klefa þegar mest lét í Eyjum

Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag.

Innlent

Ís­lendingar öllu veðri vanir

Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er.

Innlent

Kjós­endur VG leiti nú til Sósíal­ista

Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans.

Innlent

„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“

Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum.

Innlent

Nauðgunar­brandari Pat­riks féll í grýttan jarð­veg

Ummæli sem tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, lét falla í Veislunni, útvarpsþætti á Fm957, hafa vakið upp nokkur viðbrögð í netheimum. Patrik spurði strák sem hringdi inn í þáttinn hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.

Innlent