Innlent

Borgar­stjóri biðlaði til at­vinnu­lífsins vegna leikskólavandans

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni.

Innlent

Aug­ljósir hags­munaá­rekstrar að lyf­sali skrifi upp á lyf

Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna.

Innlent

Á­fall fyrir and­stæðinga sjókvíaeldis í Seyðis­firði

Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum.

Innlent

Bannaði full­trúa að bóka og fékk bágt fyrir

Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. 

Innlent

Telja Seyðis­fjörð þola tíu þúsund tonn af eldis­laxi

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði.

Innlent

Skip­stjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnar­kant

Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Innlent

„Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki á­huga“

Afleiðingar vændis eru miklu alvarlegri en afleiðingar annars kynferðisofbeldis og lengur að koma fram. Vændi er falið vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri herferð Stígamóta þar sem bæði er vakin athygli á algengi vændis og afleiðingum þess.

Innlent

Raunir ársins 2024

Árið 2024 var árið sem við slóum ýmis met sem enginn vill slá. Fjöldi banaslysa í umferðinni á fyrsta mánuði ársins hefur ekki sést áður og manndrápsmál aldrei verið fleiri á einu ári. 

Innlent

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent

„Þetta er bara komið til að vera“

Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. 

Innlent

Bið eftir að­gerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins

Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. 

Innlent

Grautfúl að tapa for­seta­kosningunum

Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Innlent

Dynjandisheiði boðin út með verk­lokum haustið 2026

Lokaáfanginn í uppbyggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði verður boðinn út á morgun, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Til stóð að bjóða verkið út mun fyrr og sökuðu talsmenn Vestfirðinga stjórnvöld um svik fyrr á árinu þegar því var slegið á frest.

Innlent

Segir fréttir af pólitísku and­láti sínu stór­lega ýktar

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gefur lítið fyrir orðróm um að hann ætli að segja skilið við stjórnmálin. Jafnframt segist hann ekki ætla að fara að starfa hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Innlent

Grautfúl eftir að hafa tapað for­seta­kosningum

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni, sem varð sambýliskonu sinni að bana, mikil vonbrigði. Hún veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki hefði verið um heimilisofbeldi að ræða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Öllum starfs­mönnum sagt upp og verk­efnum út­hýst til einka­fyrir­tækis

Allir réttindagæslumenn og annað starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks missa vinnuna um áramótin þegar störf þeirra verða lögð niður. Hluta starfseminnar á að færa til nýrrar Mannréttindastofnunar sem ekki tekur til starfa fyrr en í vor en þangað til hefur starfsfólk einkafyrirtækis verið fengið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar sem ekki flytjast til sýslumanns. Yfirmaður réttindagæslunnar óttast að rof verði á þjónustu við fatlað fólk á meðan kerfisbreytingarnar ganga í gegn.

Innlent

Máli Sigur­línar á hendur Ríkis­út­varpinu vísað frá

Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna.

Innlent