Innlent

Sektaður um 240 þúsund fyrir að halda sauð­fé í Grinda­vík

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að sekta sauðfjárbónda í Grindavík um 240 þúsund krónur fyrir að hafa haldið sauðfé í bænum og brotið gegn reglugerðum um velferð dýra. Kindurnar gengu lausar um sprungusvæði og fóru um tún sem almannavarnir höfðu flokkað hættulegt vegna stórrar sprungu.

Innlent

42 pró­sent fanga er­lendir ríkis­borgarar

Erlendum ríkisborgurum sem afplána í fangelsum landsins hefur fjölgað á síðustu árum en á síðasta ári var hlutfallið 42 prósent. Árið 2019 var hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins 21 prósent og árið 2014 var hlutfallið 14 prósent.

Innlent

Sé til­raun til að þagga niður í gagn­rýni

Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp.

Innlent

Ísraelar sam­þykkja vopna­hlé Trumps

Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum.

Innlent

Ís­land muni ekki verja fimm pró­sentum til varnar­mála

Utanríkisráðherra segir fullan skilning á því innan Atlantshafsbandalagsins að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem okkur er gert að fjárfesta í.

Innlent

„Við erum auð­vitað ekki komin þangað“

Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok.

Innlent

Fleiri hand­teknir í Borgar­nesi

Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar.

Innlent

Sex­tán ár fyrir að bana dóttur sinni

Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot.

Innlent

Lúsmý um allt land en bit­mýið einnig á­rásar­gjarnt

Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er.

Innlent

Kona féll í Svöðufoss

Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til um klukkan 13 í dag til að sækja konu sem hafði fallið ofan í Svöðufoss á Snæfelssnesi. Konan hefur verið flutt á Fossvogsspítala en hún var við með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að henni.

Innlent

Flaug í einkaflugi með Støre

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. 

Innlent

Lætur reyna á hvort sam­ræði við þrettán ára sé nauðgun

Karlmaður á þrítugsaldri sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti, meðal annars fyrir að nauðga þrettán ára stúlku, hefur áfrýjað dómnum. Hann byggir áfrýjun sína meðal annars á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði.

Innlent

Biðla til for­eldra: Barn einungis þrjá­tíu sekúndur að drukkna

Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur.

Innlent

Neita öll sök í Gufunessmálinu

Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni.

Innlent