Erlent

X snýr aftur í Brasilíu

Hæstiréttur Brasilíu hefur tilkynnt að núgildandi banni gegn X verði aflétt eftir að fyrirtækið samþykkti að greiða fimm milljónir dala í sekt og loka á ákveðna aðganga.

Erlent

Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu

Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum.

Erlent

Milton safnar aftur krafti

Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir.

Erlent

Afhöfðaður sex dögum eftir em­bættis­töku

Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug.

Erlent

Segja Hezbollah höfuð­laus eftir dauða arf­taka Nasrallah

Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku.

Erlent

Trump sendi Pútín kóvid­próf á laun

Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri.

Erlent

Koma sér í skjól undan felli­bylnum Milton

Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar.

Erlent

Hlutu Nóbelinn fyrir fram­lag til vél­ræns náms

Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind.

Erlent

„Þú hugsar bara: Hver var skotinn?”

Leandro Mulinari afbrotafræðingur frá Svíþjóð segir hlutverk borgaralegra samtaka vanmetið þegar kemur að ofbeldi í litlum samfélögum. Það verði að styrkja hlutverk þeirra. Það sé ekki nóg að skoða hvar og hvenær ofbeldið eigi sér stað heldur líka hvaða áhrif það hefur og hver gæti verið ástæðan. 

Erlent

„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum.

Erlent

Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu

Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum.

Erlent

„Sölu­maður dauðans“ aftur í vopna­sölu

Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum.

Erlent

Úr ó­veðri í kröftugasta felli­byl ársins á sólar­hring

Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða.

Erlent

Deila Nóbelnum fyrir upp­götvun á miRNA

Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar.

Erlent

Lýsa nóttinni sem skelfi­legri

Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.

Erlent

Minnkandi virðing fyrir heil­brigðis­starfs­fólki á Gasa

Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. 

Erlent