Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sprenging eftir að gestir opnuðu út

Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér.

Erlent
Fréttamynd

Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“

Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið.

Erlent
Fréttamynd

Vinna með yfir­völdum í níu löndum að bera kennsl á látna

Svisslendingar vinna nú með yfirvöldum í níu löndum að því að bera kennsl á þá sem fórust í eldsvoðanum að skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. Upptök eldsins eru rakin til notkunar blysa í kjallara staðarins. Vitað er að fjörutíu manns týndu lífi í eldsvoðanum og 119 manns eru enn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta fórnar­lambið nafn­greint

Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum.

Erlent
Fréttamynd

Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð

Vaxandi ólga er nú á götum úti í Íran en fimmta daginn í röð hefur komið til átaka á milli lögreglu og almennings. Átökin blossuðu upp meðal annars vegna mikillar dýrtíðar sem nú er í landinu eftir að íranski gjaldmiðillinn Rial hrundi  gagnvart Bandaríkjadal.

Erlent
Fréttamynd

Fimm daga þjóðar­sorg lýst yfir í Sviss

Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu.

Erlent
Fréttamynd

Kirkja í Amsterdam al­elda

Mikill eldur kom upp í hinni 154 ára Vondelkerk í Amsterdam í Hollandi í nótt. Eldurinn blossaði upp um miðnætti og var fljótur að dreifa sér um kirkjuna.

Erlent
Fréttamynd

Dóttur­dóttir JFK er látin

Tatiana Schlossberg, barnabarn Johns F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin 35 ára að aldri. Hún lést úr hvítblæði.

Erlent
Fréttamynd

„Sannur Finni“ fær hæli í Rúss­landi

Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Sí­fellt fleiri her­menn falla á ári hverju

Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024.

Erlent
Fréttamynd

Þrí­tugasta á­rásin á bát meintra smyglara

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gærkvöldi þrítugustu árásina á bát sem sagður er hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásin var gerð á Kyrrahafinu undan vesturströndum Suður-Ameríku og munu tveir menn hafa verið um borð í bátnum þegar hann var sprengdur.

Erlent
Fréttamynd

Blóð­baðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“

Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur.

Erlent