Erlent

Fréttamynd

„Eftir þetta getur enginn treyst honum“

Útlit er fyrir að ákveðinn vendipunktur hafi orðið á sambandi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogar og embættismenn í Evrópu eru sagðir líta á tilraunir Trumps til að kúga Evrópu með tollum og hótunum til að eignast Grænland marka tímamót.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tug­þúsundir mót­mæltu ICE

Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar, Úkraínu­menn og Banda­ríkja­menn funda í fyrsta sinn við sama borð

Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Við getum gert það sem við viljum“

Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa

Franskir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningaskip sem talið er tilheyra Skuggaflota Rússlands. Skipið var undan ströndum Spánar á Miðjarðarhafinu þegar hermennirnir fóru um borð en það var vegna gruns um að skipið væri ekki skráð löglega og mun sá grunur hafa reynst réttur.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lagið sem ekkert sam­komu­lag er um

Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð.

Erlent
Fréttamynd

Drógu mann út á nær­buxunum sem hafði ekkert til saka unnið

Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump kynnti friðarráðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi.

Erlent
Fréttamynd

Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungs­ríkisins

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas

Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lagið veiti Banda­ríkjunum að­gang að auð­lindum Græn­lands

Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti.

Erlent
Fréttamynd

X fyllist af gríni um Ísland/Grænland

Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina.

Erlent
Fréttamynd

Verði að eignast þetta „stóra fal­lega stykki af ís“

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands.

Erlent