Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Níu hand­teknir fyrir að safna pening fyrir Hamas

Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Kynnti drög að nýrri friðar­á­ætlun

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Blússandi hag­vöxtur í Banda­ríkjunum

Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar á­kærur á hendur Rus­sell Brand

Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum.

Erlent
Fréttamynd

Saka AfD um að ganga erinda Kreml­verja

Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda.

Erlent