Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fjölga þeim ríkjum sem sæta ferðabanni til Bandaríkjanna í yfir 30. Þetta staðfestir heimavarnaráðherrann Kristi Noem. Erlent 5.12.2025 12:08
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Erlent 5.12.2025 11:38
Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5.12.2025 11:02
Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Vladimir Pútín Rússlandsforseti ítrekaði hótanir sínar gagnvart Úkraínu í viðtali við India Today í gær og sagði að annað hvort myndu Úkraínumenn hörfa frá Donbas eða verða hraktir þaðan með hernaðarvaldi. Erlent 5.12.2025 06:26
Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Erlent 4.12.2025 22:37
Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök. Erlent 4.12.2025 21:32
Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu. Erlent 4.12.2025 19:03
Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Erlent 4.12.2025 15:13
Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða. Erlent 3.12.2025 23:56
Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að frystar eignir Rússa í Belgíu og öðrum Evrópuríkjum verði notaðar til að fjármagna 165 milljarða evra lán til Úkraínu. Peningarnir yrðu notaðir til að fjármagna ríkisrekstur og varnir Úkraínu á næstu árum. Erlent 3.12.2025 23:06
Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Óprúttinn, grímuklæddur innbrotsþjófur braust um helgina inn í vínbúð í Virginíu í Bandaríkjunum. Þjófurinn er sagður hafa hagað sér dýrslega í versluninni, þar sem hann braut áfengisflöskur og drakk úr þeim af svo mikilli áfergju að hann „drapst“ inni á klósetti í versluninni. Erlent 3.12.2025 21:52
Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í kvöld myndir og myndbönd frá einkeyju barnaníðingsins heitna, Jeffreys Epstein. Hluti myndefnisins hefur aldrei sést áður. Erlent 3.12.2025 21:15
Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Rússneski geimfarinn Oleg Artemíev var á dögunum fjarlægður úr teymi geimfara sem átti að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í upphafi næsta árs. Hann er sagður hafa brotið gegn þjóðaröryggislögum í Bandaríkjunum með því að hafa tekið myndir af skjölum og eldflaugahreyflum í starfsstöð SpaceX í Kaliforníu. Erlent 3.12.2025 19:45
Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum. Erlent 3.12.2025 17:57
Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Erlent 3.12.2025 10:47
Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunna í Auckland á Nýja-Sjálandi grunaður um að hafa reynt að stela rándýru hálsmeni með því að gleypa það. Lögreglumenn bíða þess enn átekta að þjófurinn skili hálsmeninu af sér. Erlent 3.12.2025 08:59
Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína. Erlent 3.12.2025 08:57
Hefja aftur leit að MH370 Samgönguráðuneyti Malasíu hefur tilkynnt að leit muni hefjast á ný að MH370 þann 30. desember næstkomandi. MH370 er flugnúmer Boeing 777-200 þotu Malaysia Airlines sem hvarf á dularfullan hátt þann 8. mars 2014, á leið frá Kuala Lumpur til Pekíng. Erlent 3.12.2025 06:57
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. Erlent 2.12.2025 23:21
Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Erlent 2.12.2025 22:29
Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. Erlent 2.12.2025 18:38
Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. Erlent 2.12.2025 17:56
Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkismálstjóri Evrópusambandsins, er sögð ein þriggja einstaklinga sem voru handteknir í aðgerðum belgísku lögreglunnar í dag. Húsleit var einnig gerð hjá utanríkisþjónustu sambandsins en aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á meintu misferli í útboði. Erlent 2.12.2025 13:13
Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Erlent 2.12.2025 12:06