Fastir pennar

Almannahagur í Almenningum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Regluverkið á Íslandi endurspeglar stundum veruleika sem er horfinn eða á hröðu undanhaldi. Gott dæmi er hinn sterki réttur sauðkindarinnar og eigenda hennar.

Fastir pennar

Útsjónarsamt orlof fyrir höndum

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Í gegnum ævina hafa flest okkar heyrt orðatiltækið "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ oftar en einu sinni. Oftast er það nú notað í sorglegum aðstæðum, en einnig í léttvægari tilvikum á borð við þau þegar bílinn bilar og við þurfum að reiða okkur annan fararskjóta í nokkra daga. Skyndilega verður bílskrjóðurinn sem við blótum vikulega fyrir óhóflega bensínmagnið sem hann innbyrðir að himnasendingu, sem léttir okkur lífið.

Fastir pennar

Fordómar Þingvallanefndar

Mikael Torfason skrifar

Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“.

Fastir pennar

Þrjú lykilorð Framsóknar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Metsölubókin síðustu jól var um Gísla á Uppsölum og ég þekki mann sem segir að nú ætli sagan að endurtaka sig: "Framsókn er Gísli á Uppsölum,“ segir hann og sér fyrir sér þjóðina halda inn í sinn afdal og afneita heiminum, talandi hrognamál sem enginn skilur. Undanfarið hefur farið fram markviss leit að hinum þjóðlegu gildum með tilheyrandi

Fastir pennar

Framsókn er nýi Besti flokkurinn

Mikael Torfason skrifar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 ætlar nærri annar hver Íslendingur að kjósa Framsóknarflokkinn. Hann er langstærsti flokkurinn. Framsókn er nýi Besti flokkurinn en nokkru fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fékk Besti flokkurinn hreinan meirihluta í skoðanakönnunum.

Fastir pennar

Val um draumóra eða kaldan veruleika

Þorsteinn Pálsson skrifar

Margir vænta snarprar málefnabaráttu þær þrjár vikur sem eftir lifa af kjörtímabilinu. Aðrir líta á þær sem biðtíma þar sem þeirri spurningu sé helst ósvarað hverja Framsóknarflokkurinn velur með sér í stjórn.

Fastir pennar

Kosningaloforðin eru rétt að byrja

Mikael Torfason skrifar

Í dag eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn stærstur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins einu sinni mælst minni og stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Samfylking, bíða afhroð. Stærsta nýja framboðið er Björt framtíð, afleggjari frá Besta flokknum sem vann stórsigur í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Fastir pennar

Fjórar leiðir að lægra vöruverði

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vöruverð í landinu var til umræðu á aðalfundi Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ) fyrir páska, enda standa mörg spjót á verzluninni í landinu, nú þegar verðbólgan lætur enn og aftur á sér kræla.

Fastir pennar

"Heilbrigt“ kynlíf…

Teitur Guðmundsson skrifar

Þegar við veltum fyrir okkur hvað það er að stunda heilbrigt kynlíf getur ýmislegt komið upp í huga fólks. Sumir kynnu að velta fyrir sér praktík, aðrir að horfa til sjúkdóma og örugglega margir sem horfa til þess að það sé gert með samþykki beggja aðila og á jafnræðisgrundvelli.

Fastir pennar

Námsmannabólan

Mikael Torfason skrifar

Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi.

Fastir pennar

Óttanum snúið í sigurvissu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir.

Fastir pennar

Hugmyndafræði á haus

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alla jafnan sætir ekki tíðindum þegar ráðherrar af Norðurlöndum koma hingað. Þó vakti heimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, nokkru meiri athygli á dögunum en gengur og gerist. Hann var áður leiðtogi Hægri flokksins og forsætisráðherra. Koma hans hingað að þessu sinni gefur tilefni til að skoða ýmsar hliðar

Fastir pennar

Hreint vatn er ekki sjálfsagt mál

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Við Íslendingar tökum hreinu drykkjarvatni gjarnan sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Fáar þjóðir búa þó við önnur eins forréttindi og við í þeim efnum; að úr krönum í borgum og bæjum komi tandurhreint og ómeðhöndlað hágæðavatn. Víðast hvar er raunveruleikinn allt annar.

Fastir pennar

Fjármálaólæsi þjóðar

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Kallað er eftir því að skólar leggi meiri áherslu á kennslu í fjármálalæsi. Sú krafa er eðlileg enda var Íslendingum gefin einkunnin 4,3 í fjármálalæsi í rannsókn Háskólans í Reykjavík 2009.

Fastir pennar

Réttarríki viðurkennir mistök

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um Guðmundar- og Geirfinnsmálin markar tímamót í hartnær fjörutíu ára sögu þeirra mála og raunar í sögu íslenzks réttarfars. Niðurstöður hópsins staðfesta það sem lengi hefur verið haldið fram af þeim sem dæmdir voru fyrir aðild að málunum, að stórkostlegir annmarkar voru á rannsókn málsins, réttindi voru brotin á hinum grunuðu í stórum stíl og játningar þeirra voru knúnar fram með þvingunum og ómannúðlegri meðferð.

Fastir pennar

Mjóu bökin

Teitur Guðmundsson skrifar

Ein helstu heilsufarsvandamál sem þekkt eru í hinum vestræna heimi, og þótt víðar væri leitað, eru vandamál tengd stoðkerfi okkar. Stoðkerfi er orð sem er notað um beinin, auk vöðva- og sinakerfi líkamans. Verkir og óþægindi frá þessum svæðum er einna algengast að valdi veikindum og fjarveru frá vinnustað. Það er því afar mikilvægt að reyna að draga úr álagi, hugsa um líkamsbeitingu okkar og vinna með skipulegum hætti gegn aðstæðum sem geta haft slæm áhrif á stoðkerfið.

Fastir pennar

102 Reykjavík

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sum mál eru aldrei útrædd hér á landi og kannski varla rædd: um þau er kapprætt eins og þetta sé íþróttakeppni þar sem sá/sú sigrar sem "á síðasta orðið“ og nær með því að kæfa umræðuna. Þessi mál koma skyndilega til tals og fólk keppist við að kveða hvert annað í kútinn – og hefur svo hver sitt að kveða í sínum kút. Svo hverfur umræðan jafn snögglega og hún hófst, án þess að leiða til annars en að herða fólk í sinni

Fastir pennar

Skorið niður að slagæð lögreglu

Mikael Torfason skrifar

Verkefni ríkisvaldsins númer eitt er stundum sagt vera að tryggja öryggi borgaranna. Til þess þurfum við öfluga lögreglu. Í nýrri skýrslu innanríkisráðuneytisins kemur fram að niðurskurður hjá lögreglu síðustu ár er óhugnanlega nálægt slagæð.

Fastir pennar

Vigdís og spítalinn í Malaví

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á Alþingi í fyrradag. Áætlunin felur í sér að næstu fjögur árin fari um 24 milljarðar króna samtals í þróunaraðstoð. Í lok tímabilsins muni Ísland því verja um 0,42 prósentum af landsframleiðslu í þróunaraðstoð. Við höfum þó margoft skuldbundið okkur með lögum til að uppfylla það markmið Sameinuðu þjóðanna að þróuð iðnríki leggi 0,7 prósent landsframleiðslu til þróunaraðstoðar.

Fastir pennar

Hræðslan truflar dómgreindina

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

"Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.“

Fastir pennar

Að gleypa sæði svipar til þess að gleypa hor

Sigga Dögg skrifar

Þetta er kannski kjánalegt en mér finnst ég oft heyra að sæði geti verið gott fyrir líkamann, þá meina ég eins og að gleypa það. Ég las einhver staðar að það gæti hvíttað tennurnar, væri rakagefandi fyrir húðina og væri stútfullt af próteini og vítamínum.

Fastir pennar

Andaðu djúpt!

Teitur Guðmundsson skrifar

Landlæknir birti nýverið tíðnitölur um reykingar hérlendis fyrir árið 2012 og kemur í ljós að þær eru almennt á niðurleið og ber að fagna því. Þó eru enn of margir sem nota tóbak, bæði í formi þess að reykja það og ekki síður sem munntóbak, sem er hinn versti ósiður. Heildartíðni þeirra sem reykja hérlendis er 13,8% samkvæmt þessum tölum, en karlar reykja ívið meira en konur. Þá er einnig talsverður munur á milli menntunarstigs og tekna en sem dæmi má nefna að þeir sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi reykja í 23% tilvika en ríflega 8% háskólagenginna reykja.

Fastir pennar

Sjóræningjar stela stjórnarskránni

Mikael Torfason skrifar

Ungir kjósendur sem kjósa í fyrsta sinn eru nærri 20 þúsund. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 kemur fram að ef unga fólkið fengi að ráða næði flokkur pírata fimm frambjóðendum á þing. Þegar heildarfjöldi kjósenda er skoðaður á enginn frambjóðandi Pírata möguleika á þingsæti. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og sjaldgæft að svo mikið beri á milli yngri kjósenda og þeirra eldri.

Fastir pennar

Raddir vorsins þagna

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Frétt síðustu viku var engin frétt. Og kannski var fréttin einmitt sú – að þetta þætti frétt: Lagarfljót er að deyja. Heilt lífríki, einkennileg blanda af fljóti og vatni, með sínum sérkennilegu litbrigðum; einstök náttúrusmíði sem vitnaði um sérstakt vatnafar í sérstæðu landi.

Fastir pennar

Löggjöf úr takti við veruleikann

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Einstæður faðir, Matthías Freyr Matthíasson, gagnrýndi í samtali við helgarblað Fréttablaðsins það fyrirkomulag að börn foreldra, sem hafa slitið samvistum, geti eingöngu átt lögheimili hjá öðru foreldrinu, jafnvel þótt barnið dveljist jafnmikið hjá báðum.

Fastir pennar

Að selja útópíu

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Framsóknarflokkurinn er vinsælasti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtast hér í blaðinu í dag. Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.

Fastir pennar

Fríverslun við Bandaríkin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Mikilvægasta pólitíska umræða liðinnar viku fór fram á fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins um stöðu Íslands gagnvart fyrirhuguðum fríverslunarviðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Við þetta mat er hvorki undanskilin "rökræðan“ um vantraust á ríkisstjórnina né kappræðan á eldhúsdegi Alþingis.

Fastir pennar

Björgun prinsessanna

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

„Engin er eins sæt og góð og Dimmalimmalimm. Og engin er eins hýr og rjóð, stór, sterk, klár, dugleg, og skemmtileg og Dimmalimmalimm.“ Svona breyti ég ævintýrum fyrir litlu prinsessurnar mínar áður en þær fara að sofa á kvöldin. Auðvitað eru dætur mínar ekki konungbornar en það þykir bæði jákvætt og lýsa væntumþykju að kalla litlar stúlkur prinsessur og prinsessurnar í Disneymyndunum eru til að mynda gríðarlega vel markaðssettur hópur fyrirmynda þar sem allar litlar stelpur geta fundið samsvörun og eftirlæti.

Fastir pennar

Birtið reikning

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Hagstofan birti í vikunni bráðabirgðauppgjör á fjármálum hins opinbera. Þar kemur fram að heildarskuldir ríkis og sveitarfélaga séu 2.251 milljarður króna. Þær hafa hækkað um rúmlega 1.500 milljarða króna frá því í árslok 2007.

Fastir pennar

Að missa vitið en eiga afturkvæmt

Mikael Torfason skrifar

Í dag fylgir Fréttablaðinu blað Geðhjálpar en samtökin voru stofnuð fyrir meira en þrjátíu árum. Þau hafa miklu breytt fyrir sína skjólstæðinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild.

Fastir pennar