Enski boltinn

Eng­lands­meistarinn Ing­le með slitið kross­band

Englandsmeistarar Chelsea hafa orðið fyrir áfalli þegar gríðarlega stutt er í að ofurdeild kvenna í fótbolta fari af stað á nýjan leik. Hin 33 ára gamla Sophie Ingle sleit nefnilega krossband í hné í vináttuleik á dögunum og verður ekki með á komandi leiktíð.

Enski boltinn

Nkunku tryggði sigur eftir stoðsendingu Sancho

Chelsea sótti 0-1 sigur á lokamínútum leiks gegn Bournemouth í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Varamaðurinn Christopher Nkunku skoraði markið eftir stoðsendingu Jadons Sancho, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Lundúnarliðið. 

Enski boltinn

Tekur undir með Fergu­son varðandi Bosnich

Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta.

Enski boltinn

115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánu­dag

Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi.

Enski boltinn