Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Lokahnykkur í því sem óvænt varð hamfaraþríleikur, Árið án sumars, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Verkið er úr smiðju sviðslistahópsins Marmarabarna og er rómantísk hrollvekja um vináttu og veður. Menning 31.1.2025 09:02
Margar milljónir í menninguna Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag. Menning 30.1.2025 14:30
Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Haraldur Þorleifsson, oftast kallaður Halli og var lengi vel kenndur við Ueno, hefur sett í loftið nýtt vikulegt hlaðvarp sem ber heitið Labbitúr. Þar fer hann í göngutúr með fólki sem býr eitthvað til. Í fyrsta þætti ræðir hann við Ragnar Kjartansson. Menning 30.1.2025 13:01
Bókamarkaðurinn færir sig um set Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda sem verið hefur verið undir stúkunni á Laugardalsvelli undanfarin ár verður í Holtagörðum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíbút. Menning 20.1.2025 16:22
Troðfullt hús og standandi lófaklapp Það var margt um manninn í Tjarnarbíói í gærkvöldi þegar fyrsta leiksýning ársins „Ífigeníu í Ásbrú“ var frumsýnd. Um er að ræða breskt verðlaunaverk eftir Gary Owen sem hefur farið sigurför um heiminn. Áhorfendur virtust mjög hrifnir og hlaut sýningin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu. Menning 17.1.2025 17:03
„Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Rakel Garðarsdóttir framleiðandi Vigdísarþáttanna svokölluðu segir það mikinn misskilning að persónan Elmar eigi að tákna Helga Skúlason leikara og leikstjóra. Menning 15.1.2025 14:49
Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi, handritahöfundur og sonur Helga Skúlasonar leikara og leikstjóra, segir furðulegu ljósi brugðið upp af föður sínum í annars rómuðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur. Menning 15.1.2025 13:49
Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó alls ekki til Tenerife og segir eyjuna hræðilegan stað. Í staðinn ætlar hún í ferðalag um Ítalíu eða Spán. Menning 15.1.2025 10:01
Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum. Menning 8.1.2025 17:11
Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Menning 8.1.2025 10:03
Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Dularfullar myndir af franskri leikkonu hafa vakið athygli á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem Roni Horn sýnir í ár. Menning 2.1.2025 14:22
Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum. Menning 26.12.2024 20:23
Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin „Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti. Menning 23.12.2024 20:01
Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Þó Arnaldur Indriðason hafi gefið glæpasögunni frí þessi jólin, og sendi frá sér bók um Jónas Hallgrímsson, þá er hann öruggur á toppi bóksölunnar. Þjóðin elskar Arnald. Menning 23.12.2024 15:44
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. Menning 18.12.2024 09:53
Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður „Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín. Menning 18.12.2024 07:00
Bestu vinkonur sameinast í listinni Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36. Menning 17.12.2024 16:00
Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum. Menning 13.12.2024 10:42
Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á nýrri útfærslu Nordiska Production á Moulin Rouge! söngleiknum sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu í september 2025. Menning 10.12.2024 16:34
250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Einn þekktasti söngleikur landsins um Ellý var sýndur í 250. sinn í Borgarleikhúsinu um helgina. Að sögn aðstandenda sýningarinnar var gríðarleg stemning. Menning 10.12.2024 15:40
Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. Menning 9.12.2024 18:00
Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært. Menning 9.12.2024 16:00
Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella. Menning 5.12.2024 20:02
Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður hjá Ríkisútvarpinu, mun ýmist taka sér leyfi eða vinna í hlutastarfi hjá RÚV meðan hún nýtur listamannalauna allt næsta ár. Menning 5.12.2024 12:11