Veiði

Þurrflugunámskeið í Laxá í Laxárdal

Námskeið í þurrfluguveiði verður haldið í Laxá í Laxárdal í lok júní en áin er af mörgum talin ein allra besta silungaveiðiá á Íslandi ef ekki í heimi. Greint er frá þessu á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði

Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Myndband með leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði er nú að finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið eru veiðileyfi á þetta sjóbleikjusvæði nú í sölu hjá félaginu.

Veiði

Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana

Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir verða með ókeypis flugukastnámskeið fyrir börn og unglinga félagsmanna Stangveiðifélags Reykjavíkur í lok mánaðarins.

Veiði

Grímseyjarlaxinn frægi fluttur norður

Stefnt er að því að opna Laxasetur Íslands á Blönduósi í júní. Þar verður margt áhugavert. Óperusöngkonan Kiri Te Kanawa segir veiðisögur og Grímseyjarlaxinn verður fluttur norður.

Veiði

Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus

Eins og veiðimenn vita hefur Jökla, sem nýtt svæði í veiðiflóru okkar Íslendinga, bætt sig ár frá ári. Mikinn hluta ársins er Jökla, eða Jökulsá á Dal, tær bergvatnsá, þó hún litist eftir að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllist og yfirfallið kemur til sögunnar.

Veiði

Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið

Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði gerir erfiðara að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta má fræðast um í athyglisverðri grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði

Fyrsti lax ársins kom úr Soginu í morgun

Fyrsti lax veiðisumarsins 2012 var dreginn á land í Bíldsfelli í Soginu í morgun. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur var það Smári Þorvaldsson sem veiddi grálúsuga 78 sentímetra hrygnu.

Veiði

Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum

Hollið sem opnaði svæði fjögur í Grenlæk á föstudag í síðustu viku tók veiðina með trompi og landaði samtals 196 fiskum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Keflavíkur sem selur leyfi í Grenlæk.

Veiði

Teljarinn kominn upp í Elliðaánum

Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum kom teljaranum fyrir í Elliðaánum í gær. Að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er tilgangurinn með teljaranum margþættur.

Veiði

Gott síðdegi á urriðaslóð

Vorveiðin á urriða í efsta hluta Elliðaánna mun hafa verið undir meðallagi það sem af er vertíðinni sem stendur yfir í maí. Síðdegis síðastliðinn föstudag stóð tíðindamaður Veiðivísis þar á bakkanum ásamt öðrum og tók fyrstu fluguköst sumarsins.

Veiði

Urriðaflugan sem gleymdist

Stórar straumflugur hafa verið að gefa vel í urriðaveiðinni í vor og ekki síst draugarnir Black Ghost og Gray Ghost í stærri númerum.

Veiði