Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. Handbolti 20.1.2025 23:00
Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. Handbolti 20.1.2025 22:32
Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Svíþjóð og Spánn gerðu jafntefli í síðasta leik þjóðanna í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta. Jafnteflið þýðir að bæði lið taka þrjú stig með sér í milliriðil. Handbolti 20.1.2025 22:01
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. Handbolti 20.1.2025 21:21
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. Handbolti 20.1.2025 16:00
Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Grænhöfðaeyjar og Síle urðu síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handbolta sem nú fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu. Handbolti 20.1.2025 19:01
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
„Þeir eru með hraða tætara“ „Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel. Tókum þetta af krafti og settum fókusinn á okkar. Keyrðum yfir þessu lið og nú hefst alvaran,“ segir Elvar Örn Jónsson sáttur við framgöngu íslenska liðsins í skyldusigrunum tveimur á HM. Handbolti 20.1.2025 17:33
Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Það styttist óðum í stórleik Íslands og Slóveníu í kvöld, lokaumferð G-riðils á HM karla í handbolta. Vísir er í Zagreb og hitti þar stuðningsmenn í banastuði. Handbolti 20.1.2025 15:30
Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. Handbolti 20.1.2025 15:21
Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Íslenska karlalandsliðið í handbolta getur unnið sögulegan sigur í kvöld þegar liðið mætir Slóveníu í Zagreb í Króatíu. Handbolti 20.1.2025 14:33
Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Það er komið að fyrsta alvöru prófinu fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM. Í liði Slóvena er fullt af frábærum leikmönnum og þar á meðal tveir úr Evrópumeistaraliði Barcelona. Handbolti 20.1.2025 13:34
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. Handbolti 20.1.2025 13:01
Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær og heimamenn fara því stigalausir inn í milliriðilinn. Norska liðið kom sér með þessum slaka árangri í fámennan og óvinsælan hóp gestgjafa í langri sögu HM í handbolta. Handbolti 20.1.2025 12:02
Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Örtröð var á viðtalssvæðinu í íþróttahöllinni í Zagreb í gærkvöld eftir tap Króata fyrir Egyptalandi. Dagur Sigurðsson var vinsælastur þeirra sem gengu þar í gegn en ekki vegna þess að króatísku miðlarnir væru svo sáttir við hann. Handbolti 20.1.2025 11:31
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. Handbolti 20.1.2025 11:02
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. Handbolti 20.1.2025 10:02
Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. Handbolti 20.1.2025 09:40
Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Handbolti 20.1.2025 09:30
Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. Handbolti 20.1.2025 09:02
Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. Handbolti 20.1.2025 08:01
„Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni. Handbolti 19.1.2025 22:47
„Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. Handbolti 19.1.2025 22:17
Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Heimamenn í Króatíu, sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar, þurfa að sætta sig við 2. sætið í H-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa tapað gegn Egyptalandi í kvöld, 28-24. Handbolti 19.1.2025 21:13
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. Handbolti 19.1.2025 19:54