Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sigurmark Garðars Inga Sindrasonar til að skjóta FH í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta rennur honum að líkindum seint úr minni. Hann skoraði á síðustu sekúndu leiksins mark sem skaut liðinu áfram. Handbolti 19.12.2025 21:41
KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna KA og Haukar komust í kvöld í undanúrslit Powerade-bikars karla í handbolta. KA sló ríkjandi meistara úr leik. Handbolti 19.12.2025 20:04
Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Það verða engin jól hjá mörgum í Vestmannaeyjum ef þau missa af Stjörnuleiknum en sá leikur fer einmitt fram í Íþróttamiðstöðinni í kvöld. Handbolti 19.12.2025 13:32
Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður „Mínir draumar eru að hann geti orðið klár í milliriðla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari þegar hann fór yfir stöðu hæsta leikmanns Íslands, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Meiðsli hans hafa einnig áhrif á valið á Donna, eða Kristjáni Erni Kristjánssyni, í hægri skyttustöðuna. Handbolti 18.12.2025 13:50
Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. Handbolti 18.12.2025 13:46
Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki í íslenska EM-hópnum sem tilkynntur var með viðhöfn í Arion-banka í dag en Evrópumótið hefst 15. janúar næstkomandi. Handbolti 18.12.2025 13:09
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Snorri kynnti EM-strákana okkar HSÍ hélt blaðamannafund í húsakynnum Arion í dag, þar sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari skýrði frá vali sínu á landsliðshópnum sem fer á EM í handbolta í janúar. Handbolti 18.12.2025 12:30
Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handboltamaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur jafnað af meiðslum hraðar en áætlað var og fær loksins að fara heim til Íslands í dag, eftir að hafa þrætt lengi við stjórnarmenn Porto sem vilja helst ekki að hann fari á EM. Handbolti 18.12.2025 08:32
Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Hvaða átján leikmenn verða í EM-hópi landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar? Það kemur í ljós eftir hádegi í dag. Handbolti 18.12.2025 08:03
Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Stiven Tobar Valencia er sagt hafa verið tjáð af landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni að hann fari ekki með landsliðinu á EM í næsta mánuði. Handbolti 17.12.2025 20:48
Geggjaðar Eyjakonur á toppinn ÍBV komst í kvöld á topp Olís-deildar kvenna í handbolta með stórsigri á ÍR í toppslag. Munurinn endaði í tólf mörkum, 36-24. Handbolti 17.12.2025 20:34
Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Þorsteinn Leó Gunnarsson er að jafna sig af nárameiðslum fyrr en áætlað var og vonast til að geta tekið þátt á Evrópumótinu í janúar með íslenska landsliðinu. Handbolti 17.12.2025 14:00
Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa, sem orðinn er 81 árs gamall, vinnur nú að því að hljóta endurkjör sem forseti IHF, alþjóða handknattleikssambandsins, eftir að hafa gegnt þeirri stöðu í 25 ár. Ljóst er að ekki vilja allir sjá það ganga eftir. Handbolti 17.12.2025 11:32
Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Liðin sem taka þátt í Evrópumóti karla í handbolta eru farin að tilkynna stórmótshópa sína og íslenski EM-hópurinn verður opinberaður á morgun. Svíar hafa gefið út sinn hóp og þar þurfti sænski landsliðsþjálfarinn að taka óvenjulega ákvörðun. Handbolti 17.12.2025 11:01
Halda Orra og Sporting engin bönd Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í liði Sporting Lissabon eru með örugga forystu á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur enn ekki tapað leik. Handbolti 16.12.2025 21:38
Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti flottan leik er lið hans Barcelona vann öruggan sigur á Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Handbolti 16.12.2025 21:16
Snorri kynnir EM-fara í vikunni Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, mun tilkynna það á fimmtudaginn hverjir verða í íslenska hópnum sem fer til Svíþjóðar á EM í næsta mánuði. Handbolti 16.12.2025 16:15
Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að breyta Meistaradeild og Evrópudeild karla umtalsvert og um leið áskilið sér rétt til þess að bjóða liðum utan Evrópu sæti í Meistaradeildinni. Handbolti 16.12.2025 13:17
EM ekki í hættu Meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar reyndust ekki alvarleg og mætti hann aftur út á gólf um helgina. Þau munu ekki hafa áhrif á Evrópumótið í næsta mánuði. Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk slæmt högg á síðuna í leik með Magdeburg í þýsku Bundesligunni gegn Melsungen í síðustu viku. Handbolti 16.12.2025 10:32
Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Ein af hetjunum úr norska kvennalandsliðinu í handbolta sem varð heimsmeistari á sunnudaginn er Maren Aardahl sem með hverjum leik á mótinu þurfti að þola sífellt verri sársauka. Handbolti 16.12.2025 07:03
Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Íslandsmeistarar Fram unnu dramatískan tveggja marka sigur er liðið heimsótti topplið Hauka í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jól í kvöld, 25-27. Handbolti 15.12.2025 18:48
„Fannst við bara lélegir í kvöld“ „Þetta er mjög svekkjandi og mér fannst við bara lélegir í þessum leik,“ sagði Freyr Aronsson, leikmaður Hauka, eftir tveggja marka tap liðsins gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 15.12.2025 21:38
Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Afturelding fer inn í jóla- og EM-fríið einu stigi frá toppi Olís-deildar karla í handbolta, eftir torsóttan sigur gegn ÍR í kvöld. KA vann HK í afskaplega sveiflukenndum leik á Akureyri. Handbolti 15.12.2025 21:01
Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Alls voru 83 mörk skoruð á Selfossi í kvöld þegar topplið Vals vann heimamenn, 43-40, í Olís-deild karla í handbolta. FH-ingar unnu góðan endurkomusigur gegn Stjörnunni, 33-31, í Kaplakrika. Handbolti 15.12.2025 20:29