Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndband með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins. Innlent 22.5.2025 08:02 Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06 Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Innlent 22.5.2025 06:02 Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. Innlent 21.5.2025 22:28 EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Innlent 21.5.2025 21:42 Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21.5.2025 20:38 Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Innlent 21.5.2025 20:03 Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2025 18:01 Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja upp í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Innlent 21.5.2025 16:45 Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21.5.2025 16:12 Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslys telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07 Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59 Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað. Innlent 21.5.2025 15:48 Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Stjórn Fangavarðafélags Ísland hefur lýst yfir þungum áhyggjum sínum af ofnýtingu fangelsa landsins. Dæmi eru um að fangar sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald án takmarkanna þurfi að gista í einangrunarklefum til lengri tíma vegna plássleysis. Innlent 21.5.2025 14:49 Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. Innlent 21.5.2025 14:45 Haraldur Jóhannsson er látinn Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 21.5.2025 14:44 Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu, tímabundið til sex mánaða. Innlent 21.5.2025 14:42 Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. Innlent 21.5.2025 14:21 Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Innlent 21.5.2025 14:02 Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Innlent 21.5.2025 12:11 Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Innlent 21.5.2025 12:11 Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkunina sem kynnt var í morgun. Innlent 21.5.2025 11:39 Hjalti Snær sá sem fannst látinn Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar að kvöldi 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árnasyni. Innlent 21.5.2025 11:08 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Innlent 21.5.2025 10:11 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Innlent 21.5.2025 10:06 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. Innlent 21.5.2025 10:01 Mótmæla við utanríkisráðuneytið Nokkur fjöldi fólks er saman kominn við utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsinu í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla aðgerðarleysi Íslands vegna blóðsúthellinga á Gasa. Tími bréfaskrifta sé liðinn og taka þurfi upp viðskiptaþvinganir á Ísrael. Innlent 21.5.2025 09:35 Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Áhafnir björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein og björgunarbátsins Njarðar voru kallaðar út af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálf fimm í morgun vegna strandveiðibáts sem hafði strandað á litlum hólma eða skeri, á móts við Litla Hólm, skammt norðan golfvallarins á norðanverðu Reykjanesi. Innlent 21.5.2025 07:41 SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af mikilli hækkun á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif þess á fjárhag sveitarfélagsins. Mikill fjöldi þeirra 180 flóttamanna sem býr á Bifröst þiggur fjárhagsaðstoð og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið í fyrsta sinn í ár. Innlent 21.5.2025 07:38 Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sendi Úlfari Lúðvíkssyni , þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, bréf í kjölfar viðtals sem hann fór í janúar í fyrra um farþegaeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað til bréfsins sem miðillinn hefur undir höndum. Innlent 21.5.2025 06:32 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndband með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins. Innlent 22.5.2025 08:02
Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06
Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Innlent 22.5.2025 06:02
Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. Innlent 21.5.2025 22:28
EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Innlent 21.5.2025 21:42
Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21.5.2025 20:38
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Innlent 21.5.2025 20:03
Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2025 18:01
Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja upp í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Innlent 21.5.2025 16:45
Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21.5.2025 16:12
Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslys telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07
Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59
Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað. Innlent 21.5.2025 15:48
Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Stjórn Fangavarðafélags Ísland hefur lýst yfir þungum áhyggjum sínum af ofnýtingu fangelsa landsins. Dæmi eru um að fangar sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald án takmarkanna þurfi að gista í einangrunarklefum til lengri tíma vegna plássleysis. Innlent 21.5.2025 14:49
Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. Innlent 21.5.2025 14:45
Haraldur Jóhannsson er látinn Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 21.5.2025 14:44
Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu, tímabundið til sex mánaða. Innlent 21.5.2025 14:42
Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. Innlent 21.5.2025 14:21
Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Innlent 21.5.2025 14:02
Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Innlent 21.5.2025 12:11
Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Innlent 21.5.2025 12:11
Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkunina sem kynnt var í morgun. Innlent 21.5.2025 11:39
Hjalti Snær sá sem fannst látinn Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar að kvöldi 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árnasyni. Innlent 21.5.2025 11:08
Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Innlent 21.5.2025 10:11
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Innlent 21.5.2025 10:06
Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. Innlent 21.5.2025 10:01
Mótmæla við utanríkisráðuneytið Nokkur fjöldi fólks er saman kominn við utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsinu í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla aðgerðarleysi Íslands vegna blóðsúthellinga á Gasa. Tími bréfaskrifta sé liðinn og taka þurfi upp viðskiptaþvinganir á Ísrael. Innlent 21.5.2025 09:35
Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Áhafnir björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein og björgunarbátsins Njarðar voru kallaðar út af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálf fimm í morgun vegna strandveiðibáts sem hafði strandað á litlum hólma eða skeri, á móts við Litla Hólm, skammt norðan golfvallarins á norðanverðu Reykjanesi. Innlent 21.5.2025 07:41
SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af mikilli hækkun á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif þess á fjárhag sveitarfélagsins. Mikill fjöldi þeirra 180 flóttamanna sem býr á Bifröst þiggur fjárhagsaðstoð og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið í fyrsta sinn í ár. Innlent 21.5.2025 07:38
Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sendi Úlfari Lúðvíkssyni , þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, bréf í kjölfar viðtals sem hann fór í janúar í fyrra um farþegaeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað til bréfsins sem miðillinn hefur undir höndum. Innlent 21.5.2025 06:32