Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. Innlent 5.2.2025 07:21
Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull „Nýverið deildu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur um hver ætti að fá stærsta þingflokksherbergið en það hefur víst sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir einhverja. Á sama tíma er Landspítali á rauðu stigi, deildir og gjörgæslur yfirfullar og um 50 manns bíða innlagnar á Bráðamóttökunni.“ Innlent 5.2.2025 07:03
Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði verulega milli áranna 2023 og 2024, úr 4.168 í 1.944. Þar munar mest um færri umsóknir frá Venesúela en þeim fækkaði úr 1.592 í 193. Innlent 5.2.2025 06:51
„Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Aftakaveður er í kortunum á öllu landinu næstu daga og verulegar raskanir verða á flugsamgöngum. Björgunarsveitir hafa þegar hafið undirbúning vegna yfirvofandi óveðurs. Innlent 4.2.2025 20:32
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Innlent 4.2.2025 19:03
Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Innlent 4.2.2025 18:21
Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 4.2.2025 17:48
Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Forseti Íslands ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Hún lagði áherslu á samvinnu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn standi frammi fyrir breyttum tímum. Innlent 4.2.2025 17:47
Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og verðandi framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, hafa sagt af sér þingmennsku. Innlent 4.2.2025 17:39
Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum. Innlent 4.2.2025 16:50
Kastljósið beinist að Guðrúnu Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns. Innlent 4.2.2025 15:06
Allir komnir í loftsteikingarofnana Fyrsti bóksölulisti Félags íslenskra útgefenda er kominn út og nú er annað uppi á teningunum en skömmu fyrir jólin. Nú er fólk greinilega að læra á Air Fryer-græjuna sína. Innlent 4.2.2025 14:44
Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Innlent 4.2.2025 14:36
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Innlent 4.2.2025 14:32
Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur. Innlent 4.2.2025 14:15
Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. Innlent 4.2.2025 13:06
Svona var stemmningin við setningu Alþingis Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. Innlent 4.2.2025 12:54
Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Innlent 4.2.2025 12:29
Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum. Innlent 4.2.2025 11:47
Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kennaradeiluna en formaður KÍ segir ekkert til í því að þeim hafi staðið til boða 20 prósenta launahækkun. Innlent 4.2.2025 11:34
Fær að dúsa inni í mánuð til Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Innlent 4.2.2025 10:59
Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Innlent 4.2.2025 10:45
Ráðin til Samfylkingarinnar Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 4.2.2025 10:40
Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum. Innlent 4.2.2025 09:49