Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Innlent 23.7.2025 22:12
Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag. Innlent 23.7.2025 21:20
„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23.7.2025 21:10
Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Innlent 23.7.2025 14:41
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23.7.2025 14:30
Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Skaftafelli vegna slasaðs einstaklings. Innlent 23.7.2025 14:15
Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 14. ágúst. Innlent 23.7.2025 14:07
Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins. Innlent 23.7.2025 13:51
Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók karlmann í Urriðaholti í Garðabæ um klukkan 12:40 í dag. Hann er grunaður um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 23.7.2025 13:29
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Innlent 23.7.2025 13:23
Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráni og frelsissviptingu sem átti sér stað í Árbæ í gær. Enn er verið að leita að öðrum. Innlent 23.7.2025 12:23
Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Innlent 23.7.2025 12:15
Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar Í hádegisfréttum okkar segjum við frá nýrri könnun sem leiðir í ljós að mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi. Innlent 23.7.2025 11:37
„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. Innlent 23.7.2025 11:16
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Innlent 23.7.2025 11:12
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Innlent 23.7.2025 10:57
Sökk í mýri við Stokkseyri Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til í óleyfi og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft. Innlent 23.7.2025 10:38
Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29
Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega þriðjungur landsmanna telur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. Innlent 23.7.2025 10:15
Karl Héðinn stígur til hliðar Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Innlent 23.7.2025 09:44
56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Alls segjast 56 prósent landsmanna vera neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt könnun Prósents dagana 1. til 21. júlí. Innlent 23.7.2025 08:32
Umferð beint um Þrengslin í dag Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg. Innlent 23.7.2025 07:26
Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en einn var handtekinn vegna heimilisofbeldis og annar fyrir að áreita og hóta ungmennum og hóta lögreglumönnum. Innlent 23.7.2025 06:34
Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Gosvirkni er enn stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og líkt og í gær er hún bundin við einn gíg. Hraun rennur áfram til austurs í Fagradal. Innlent 23.7.2025 06:27