Fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kemur í myndver í kvöldfréttum og ræðir þessar breytingar. Innlent 1.9.2025 18:12 Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum. Málið er í rannsókn. Innlent 1.9.2025 17:23 Leit vegna neyðarsendis frestað Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar. Innlent 1.9.2025 16:47 Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. Innlent 1.9.2025 16:16 Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. Innlent 1.9.2025 15:44 Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Innlent 1.9.2025 14:32 Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara. Innlent 1.9.2025 14:00 Veitur vara við svikaskilaboðum Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu. Innlent 1.9.2025 13:57 Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Erlent 1.9.2025 13:41 Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Innlent 1.9.2025 12:13 Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Innlent 1.9.2025 11:44 Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Innlent 1.9.2025 11:41 Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðsefnis. Dómur þess efnis var kveðinn upp í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í dag. Erlent 1.9.2025 11:36 Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Tryggingastofnunar um nýja örorku- og endurhæfingarkerfið sem kynnt var í morgun af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 1.9.2025 11:28 Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Erlent 1.9.2025 10:57 Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. Innlent 1.9.2025 10:40 Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og munu breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun. Innlent 1.9.2025 10:30 „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Erlent 1.9.2025 09:18 Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Innlent 1.9.2025 09:07 Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Erlent 1.9.2025 08:57 Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Stjórn Evrópuhreyfingarinnar hefur ráðið Snærós Sindradóttur sem framkvæmdarstjóra hreyfingarinnar. Snærós hefur þegar hafið störf. Innlent 1.9.2025 08:57 Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar. Innlent 1.9.2025 08:24 Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Dómari í Bandaríkjunum stöðvaði á síðustu stundu flutning tuga fylgdarlausra barna sem stóð til að fljúga með til Gvatemala. Erlent 1.9.2025 07:31 Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs. Veður 1.9.2025 06:53 Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu. Erlent 1.9.2025 06:43 Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Lögregla í Úkraínu hefur handtekið mann vegna gruns um að tengjast morðinu á stjórnmálamanninum Andriy Parubiy, fyrrverandi þingforseta landsins, síðastliðinn föstudag. Erlent 1.9.2025 06:30 Með óspektir og réðst á lögreglumann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2025 06:11 Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega. Innlent 31.8.2025 23:59 Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag. Innlent 31.8.2025 22:54 Biðjast ekki afsökunar Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Innlent 31.8.2025 21:23 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kemur í myndver í kvöldfréttum og ræðir þessar breytingar. Innlent 1.9.2025 18:12
Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum. Málið er í rannsókn. Innlent 1.9.2025 17:23
Leit vegna neyðarsendis frestað Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar. Innlent 1.9.2025 16:47
Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. Innlent 1.9.2025 16:16
Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. Innlent 1.9.2025 15:44
Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Innlent 1.9.2025 14:32
Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara. Innlent 1.9.2025 14:00
Veitur vara við svikaskilaboðum Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu. Innlent 1.9.2025 13:57
Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Erlent 1.9.2025 13:41
Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Innlent 1.9.2025 12:13
Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Innlent 1.9.2025 11:44
Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Innlent 1.9.2025 11:41
Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðsefnis. Dómur þess efnis var kveðinn upp í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í dag. Erlent 1.9.2025 11:36
Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Tryggingastofnunar um nýja örorku- og endurhæfingarkerfið sem kynnt var í morgun af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 1.9.2025 11:28
Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Erlent 1.9.2025 10:57
Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. Innlent 1.9.2025 10:40
Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi í dag og munu breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun. Innlent 1.9.2025 10:30
„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Erlent 1.9.2025 09:18
Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Innlent 1.9.2025 09:07
Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Erlent 1.9.2025 08:57
Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Stjórn Evrópuhreyfingarinnar hefur ráðið Snærós Sindradóttur sem framkvæmdarstjóra hreyfingarinnar. Snærós hefur þegar hafið störf. Innlent 1.9.2025 08:57
Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar. Innlent 1.9.2025 08:24
Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Dómari í Bandaríkjunum stöðvaði á síðustu stundu flutning tuga fylgdarlausra barna sem stóð til að fljúga með til Gvatemala. Erlent 1.9.2025 07:31
Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs. Veður 1.9.2025 06:53
Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu. Erlent 1.9.2025 06:43
Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Lögregla í Úkraínu hefur handtekið mann vegna gruns um að tengjast morðinu á stjórnmálamanninum Andriy Parubiy, fyrrverandi þingforseta landsins, síðastliðinn föstudag. Erlent 1.9.2025 06:30
Með óspektir og réðst á lögreglumann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2025 06:11
Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega. Innlent 31.8.2025 23:59
Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Uppreisnarmenn Húta í Jemen réðust í dag inn í starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg landsins og tóku ellefu starfsmenn í hald. Þetta gerist í framhaldi af því að Ísraelsmenn felldu forsætisráðherra ríkisstjórnar Húta, Ahmed Ghaleb Nasser al-Rahawi al-Yafei, í loftárás á Sanaa á fimmtudag. Innlent 31.8.2025 22:54
Biðjast ekki afsökunar Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Innlent 31.8.2025 21:23