Fréttir

Mikið eldingaveður á Vest­fjörðum

Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði.

Innlent

Kæmi mér ekki á ó­vart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni.

Innlent

Leggur til að frí­dögum verði fækkað um tvo

François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins.

Erlent

Fal­legt og ekkert smá­gos

Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað.

Innlent

Önnur sprunga opnast

Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum.

Innlent

Sam­hjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffi­stofuna

Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur.

Innlent

Skip­stjóri hand­tekinn talinn vera undir á­hrifum

Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku.

Innlent

„Ég var örugg­lega getinn í Land Rover“

27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp.

Innlent

Pútín lætur sér fátt um finnast

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum.

Erlent

Enn rís land í Svarts­engi

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Ef kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið.

Innlent

Engu mátti muna á að al­var­legur á­rekstur yrði á þjóð­veginum

Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming.

Innlent