Fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Innlent 25.10.2025 19:45 Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25.10.2025 19:32 Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Erlent 25.10.2025 18:46 Nánast enginn fái að kaupa íbúð Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 25.10.2025 18:00 Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. Innlent 25.10.2025 17:33 Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 25.10.2025 16:27 „Túnin eru bara hvít“ Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Innlent 25.10.2025 16:02 Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Innlent 25.10.2025 15:14 Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Miklar deilur urðu á félagsfundi Sósíalistaflokksins í dag eftir að fundargestir vildu að haldinn yrði auka aðalfundur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir fundarstjóra hafa ekki fylgt eigin lýðræðisreglum og einnig stöðvað kosningu um fundarstjóra og ritara. Innlent 25.10.2025 14:35 Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Innlent 25.10.2025 13:38 Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Ærslabelgur og aparóla eru tvö af þeim atriðum, sem Barna- og ungmennaþing á Hvolsvelli hafa komið í gegn hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra og eru orðin að veruleika. Nú er það gervigrasvöllur, sem unga fólkinu dreymir um að fá á Hvolsvöll. Innlent 25.10.2025 12:33 Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Maðurinn sem varð fyrir slysaskoti úr haglabyssu í Árnessýslu í gærkvöldi er látinn. Karlmaðurinn var á sextugsaldri. Innlent 25.10.2025 12:03 Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Meirihluti landsmanna vill afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í raun eru fleiri ríkisstarfsmenn hlynntir afnáminu heldur en andvígir því. Forseti ASÍ tjáir sig um málið. Innlent 25.10.2025 12:01 Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sirikit, fyrrverandi drottning Taílands, er látin. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Konungsfjölskyldan tilkynnti andlát drottningarinnar fyrrverandi í morgun. Erlent 25.10.2025 11:29 Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Líðan unga ökumannsins sem lenti í sjónum á Ísafirði í gærkvöldi er góð eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann var í sjónum skemur en hálftíma og var einn í bílnum. Innlent 25.10.2025 11:00 Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Erlent 25.10.2025 09:55 Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili. Erlent 25.10.2025 08:29 Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Yfirvöld í Bretlandi hafa lagt hald á heimsins stærsta farm af ólöglegum þyngdarstjórnarlyfjum. Rúmlega tvö þúsund skammtar fundust í ólöglegri verksmiðju í Northampton en þar fundust einnig tugir þúsunda tómra sprautupenna og reiðufé. Erlent 25.10.2025 08:18 Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. Erlent 25.10.2025 07:44 Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. Innlent 25.10.2025 07:19 Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Innlent 25.10.2025 00:03 Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. Innlent 24.10.2025 21:59 Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir. Innlent 24.10.2025 21:33 Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Innlent 24.10.2025 20:05 Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Innlent 24.10.2025 20:02 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 24.10.2025 18:45 Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á hádegi í dag og næsti fundur boðaður á mánudag. Engar frekari verkfallsaðgerðir eru áætlaðar að svo stöddu segir formaður Félags flugumferðastjóra. Innlent 24.10.2025 18:21 Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Í kvöldfréttum Sýnar verður ítarlega fjallað um kvennaverkfallið sem fór fram í dag. Við förum yfir daginn, sjáum myndir frá deginum í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði. Innlent 24.10.2025 18:17 Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Lögreglan í Bretlandi hóf í dag umfangsmikla leit að kynferðisbrotamanni sem sleppt var úr haldi fyrir mistök. Umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í Englandi vegna afbrota mannsins. Erlent 24.10.2025 16:53 Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Erlent 24.10.2025 16:16 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 334 ›
Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Innlent 25.10.2025 19:45
Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25.10.2025 19:32
Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Erlent 25.10.2025 18:46
Nánast enginn fái að kaupa íbúð Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 25.10.2025 18:00
Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. Innlent 25.10.2025 17:33
Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 25.10.2025 16:27
„Túnin eru bara hvít“ Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Innlent 25.10.2025 16:02
Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Innlent 25.10.2025 15:14
Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Miklar deilur urðu á félagsfundi Sósíalistaflokksins í dag eftir að fundargestir vildu að haldinn yrði auka aðalfundur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir fundarstjóra hafa ekki fylgt eigin lýðræðisreglum og einnig stöðvað kosningu um fundarstjóra og ritara. Innlent 25.10.2025 14:35
Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Innlent 25.10.2025 13:38
Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Ærslabelgur og aparóla eru tvö af þeim atriðum, sem Barna- og ungmennaþing á Hvolsvelli hafa komið í gegn hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra og eru orðin að veruleika. Nú er það gervigrasvöllur, sem unga fólkinu dreymir um að fá á Hvolsvöll. Innlent 25.10.2025 12:33
Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Maðurinn sem varð fyrir slysaskoti úr haglabyssu í Árnessýslu í gærkvöldi er látinn. Karlmaðurinn var á sextugsaldri. Innlent 25.10.2025 12:03
Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Meirihluti landsmanna vill afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í raun eru fleiri ríkisstarfsmenn hlynntir afnáminu heldur en andvígir því. Forseti ASÍ tjáir sig um málið. Innlent 25.10.2025 12:01
Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sirikit, fyrrverandi drottning Taílands, er látin. Hún var mjög vinsæl í Taílandi vegna vinnu hennar í þágu fátækra og umhverfisverndar svo eitthvað sé nefnt. Konungsfjölskyldan tilkynnti andlát drottningarinnar fyrrverandi í morgun. Erlent 25.10.2025 11:29
Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Líðan unga ökumannsins sem lenti í sjónum á Ísafirði í gærkvöldi er góð eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann var í sjónum skemur en hálftíma og var einn í bílnum. Innlent 25.10.2025 11:00
Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Erlent 25.10.2025 09:55
Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili. Erlent 25.10.2025 08:29
Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Yfirvöld í Bretlandi hafa lagt hald á heimsins stærsta farm af ólöglegum þyngdarstjórnarlyfjum. Rúmlega tvö þúsund skammtar fundust í ólöglegri verksmiðju í Northampton en þar fundust einnig tugir þúsunda tómra sprautupenna og reiðufé. Erlent 25.10.2025 08:18
Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. Erlent 25.10.2025 07:44
Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. Innlent 25.10.2025 07:19
Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Innlent 25.10.2025 00:03
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. Innlent 24.10.2025 21:59
Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir. Innlent 24.10.2025 21:33
Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Innlent 24.10.2025 20:05
Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Innlent 24.10.2025 20:02
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 24.10.2025 18:45
Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á hádegi í dag og næsti fundur boðaður á mánudag. Engar frekari verkfallsaðgerðir eru áætlaðar að svo stöddu segir formaður Félags flugumferðastjóra. Innlent 24.10.2025 18:21
Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Í kvöldfréttum Sýnar verður ítarlega fjallað um kvennaverkfallið sem fór fram í dag. Við förum yfir daginn, sjáum myndir frá deginum í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði. Innlent 24.10.2025 18:17
Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Lögreglan í Bretlandi hóf í dag umfangsmikla leit að kynferðisbrotamanni sem sleppt var úr haldi fyrir mistök. Umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í Englandi vegna afbrota mannsins. Erlent 24.10.2025 16:53
Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Erlent 24.10.2025 16:16