Fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Erlent 15.9.2025 09:19 Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. Innlent 15.9.2025 09:02 AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. Erlent 15.9.2025 08:43 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Innlent 15.9.2025 08:11 Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Christian Brueckner hefur neitað því að ræða við bresk lögregluyfirvöld, sem vilja yfirheyra hann um hvarf Madeleine McCann. Brueckner er grunaður í málinu. Erlent 15.9.2025 07:40 Milt veður og víða væta Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða golu eða kalda og mildu veðri. Veður 15.9.2025 07:13 Ölvaðir og í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi komu við sögu og handtók meðal annars tvo grunaða um húsbrot. Innlent 15.9.2025 06:23 Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Farmur af flugvélaeldsneyti sem barst Icelandair nýlega uppfylldi ekki tilskylda gæðastaðla þegar það var prófað. Innlent 14.9.2025 23:48 Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Brotist var inn í vinnustofu myndlistarmannsins Péturs Gauts á Snorrabraut í Reykjavík um helgina. Gítar, hátalara, nótnastatíf, hljóðnemi og fartölva var á meðal þess sem stolið var. Innlent 14.9.2025 22:35 Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni. Innlent 14.9.2025 22:30 Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni. Innlent 14.9.2025 21:02 Vill drónavarnir á Íslandi Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. Innlent 14.9.2025 21:00 Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Innlent 14.9.2025 20:29 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Innlent 14.9.2025 20:04 Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Innlent 14.9.2025 19:31 Kalla rússneska sendiherrann á teppið Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa. Erlent 14.9.2025 19:12 Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 14.9.2025 18:01 Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14 Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Aurskriða í Brimnesdal hefur gert það að verkum að neysluvatn er óhreint víða í Fjallabyggð. Innlent 14.9.2025 16:17 Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. Erlent 14.9.2025 14:32 Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. Innlent 14.9.2025 14:28 Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Innlent 14.9.2025 14:21 Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. Innlent 14.9.2025 13:52 Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14.9.2025 13:34 Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Innlent 14.9.2025 13:04 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar. Innlent 14.9.2025 12:16 Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.9.2025 11:44 Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Innlent 14.9.2025 11:40 Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord. Erlent 14.9.2025 11:20 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. Innlent 14.9.2025 11:08 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 334 ›
Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Réttarhöld yfir breskum uppgjafarhermanni fyrir morð og tilraunir til manndráps í Londonderry/Derry á Norður-Írlandi á blóðuga sunnudeginum svonefnda hefjast í dag. Enginn hefur nokkru sinni verið dæmdur sekur um fjöldamorðið. Erlent 15.9.2025 09:19
Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. Innlent 15.9.2025 09:02
AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Norðurrín-Vestfalíu í gær. Erlent 15.9.2025 08:43
Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Innlent 15.9.2025 08:11
Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Christian Brueckner hefur neitað því að ræða við bresk lögregluyfirvöld, sem vilja yfirheyra hann um hvarf Madeleine McCann. Brueckner er grunaður í málinu. Erlent 15.9.2025 07:40
Milt veður og víða væta Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða golu eða kalda og mildu veðri. Veður 15.9.2025 07:13
Ölvaðir og í annarlegu ástandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi komu við sögu og handtók meðal annars tvo grunaða um húsbrot. Innlent 15.9.2025 06:23
Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Farmur af flugvélaeldsneyti sem barst Icelandair nýlega uppfylldi ekki tilskylda gæðastaðla þegar það var prófað. Innlent 14.9.2025 23:48
Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Brotist var inn í vinnustofu myndlistarmannsins Péturs Gauts á Snorrabraut í Reykjavík um helgina. Gítar, hátalara, nótnastatíf, hljóðnemi og fartölva var á meðal þess sem stolið var. Innlent 14.9.2025 22:35
Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni. Innlent 14.9.2025 22:30
Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni. Innlent 14.9.2025 21:02
Vill drónavarnir á Íslandi Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. Innlent 14.9.2025 21:00
Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Innlent 14.9.2025 20:29
Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Innlent 14.9.2025 20:04
Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Innlent 14.9.2025 19:31
Kalla rússneska sendiherrann á teppið Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa. Erlent 14.9.2025 19:12
Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 14.9.2025 18:01
Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14
Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Aurskriða í Brimnesdal hefur gert það að verkum að neysluvatn er óhreint víða í Fjallabyggð. Innlent 14.9.2025 16:17
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. Erlent 14.9.2025 14:32
Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Tæplega fimmtíu manns sem ætluðu að fljúga með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Íslands klukkan 14 í dag verður ekki hleypt um borð í vélina vegna öryggisráðstafanna þar sem neyðarrenna í vél Icelandair var óvart virkjuð við lendingu í Kaupmannahöfn fyrr í dag og því er ekki allur öryggisbúnaður virkur. Innlent 14.9.2025 14:28
Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Innlent 14.9.2025 14:21
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. Innlent 14.9.2025 13:52
Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14.9.2025 13:34
Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Innlent 14.9.2025 13:04
40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar. Innlent 14.9.2025 12:16
Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.9.2025 11:44
Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Innlent 14.9.2025 11:40
Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord. Erlent 14.9.2025 11:20
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. Innlent 14.9.2025 11:08