Fréttir

Hlaut varan­legan skaða vegna myglu en fær ekki krónu

Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður.

Innlent

Selenskí fundaði með Trump

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands.

Erlent

Mennirnir tveir fundnir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á þriðja tímanum í dag eftir tveimur mönnum, sem hún sagðist þurfa að ná tali af. Ekki kom fram vegna hvers en myndir af mönnunum voru úr öryggismyndavélum.

Innlent

Hólm­fríður ætlar í ritara VG

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum.

Innlent

Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða

Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum.

Innlent

Mal­bika bíla­stæðin í Reynisfjöru

Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur.

Innlent

Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna

Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum.

Erlent

Veitinga­staður ber ekki á­byrgð á hnefa­höggi starfs­manns

Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni.

Innlent

Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan

Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi.

Innlent

Nýjasti kaf­bátur Kín­verja sökk við bryggju

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kína sökk við bryggju í vor. Um er að ræða nýja gerð kafbáta og er þetta fyrsti báturinn af þeirri gerð. Hann sökk við skipasmíðastöð nærri Wuhan í Kína. Ráðamenn í Kína hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu kínverska kafbátaflotans og var reynt að hylma yfir atvikið.

Erlent

Færri á­nægðir með Höllu en Guðna og Ólaf Ragnar

Alls eru 45 prósent ánægð með störf forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, í september. Nærri jafn hátt hlutfall er hvorki ánægt né óánægt og um tíu prósent eru óánægð. Hlutfall sem var ánægt með Guðna Th. Jóhannesson á sama tíma þegar hann tók við embætti var 71 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt var um ánægju með forseta Íslands.

Innlent

Mættur í Sam­fylkinguna

Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. 

Innlent

Is­hiba verður næsti for­sætis­ráð­herra Japans

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti.

Erlent

Lægðar­drag þokast suður

Yfir landinu er nú dálítið lægðardrag sem þokast suður. Gera má ráð fyrir dátítilli rigningu suðaustantil fram eftir degi. Það mun hins vegar létta heldur til vestanlands og í kvöld má búast við stöku éljum á norðausturhorninu.

Veður