Fréttir

„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar.

Innlent

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. 

Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum.

Innlent

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Innlent

Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn

Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands.

Innlent

Rússum „drullusama“ um friðar­um­leitanir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja.

Innlent

Ís­land fýsi­legur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpa­manna

Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott.

Innlent

Sprengjuregn, svikin lof­orð, og vel heppnuð hárígræðsla

Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana.

Innlent

Greip í húna en var gripinn mígandi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Innlent

Ís­jaki stærri en Hall­gríms­kirkja blasti við

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð.

Innlent

Eldur kviknaði út frá glerkúlu í glugga­kistu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík.

Innlent

Setti byssu­kúlu í póst­kassa: „Næsta kemur ekki í um­slagi“

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“.

Innlent

Stefnir Hödd vegna á­sökunar um nauðgun

Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma.

Innlent

Rektor rýfur þögnina eftir mót­mælin á Þjóð­minja­safninu

Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum.

Innlent

Glund­roði hjá einni fremstu lýðheilsu­stofnun heims

Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum.

Erlent