Fréttir Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Erlent 30.10.2025 09:53 Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Erlent 30.10.2025 09:33 „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30.10.2025 09:29 Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi. Erlent 30.10.2025 09:29 Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. Innlent 30.10.2025 09:22 Reikna með flughálum vegum Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands. Innlent 30.10.2025 08:43 Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Innlent 30.10.2025 08:35 Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. Veður 30.10.2025 08:23 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Innlent 30.10.2025 08:01 Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. Erlent 30.10.2025 07:56 Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag. Erlent 30.10.2025 07:52 „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Franska þingið hefur samþykkt að innleiða hugtakið „samþykki“ inn í löggjöf landsins er varðar nauðganir. Ástæðan er fyrst og fremst mál Giséle Pelicot, sem var byrlað og nauðgað af fjölda manna fyrir tilstilli eiginmanns síns. Erlent 30.10.2025 07:19 Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. Veður 30.10.2025 07:12 Engar uppsagnir í farvatninu Enn sem komið er eru engin áform uppi um uppsagnir starfsmanna Norðuráls á Grundartanga, þrátt fyrir alvarlega bilun sem kom upp í verksmiðjunni í síðustu viku. Þá stendur ekki annað til en að verksmiðjan verði rekin á fullum afköstum þegar viðgerðum hefur verið lokið. Innlent 30.10.2025 06:54 Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og tók meðal annars við tilkynningu um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku. Innlent 30.10.2025 06:39 Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Frjálslyndi D66-flokkurinn fær samkvæmt útgönguspám flest sæti á hollenska þinginu. Þannig gæti flokksformaðurinn Rob Jetten orðið landsins yngsti og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra. Á sama tíma hefur Frelsisflokkur Geert Wilders tapað þriðjungi sinna þingsæta samkvæmt könnunum. Erlent 29.10.2025 23:54 Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut. Innlent 29.10.2025 23:26 Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. Erlent 29.10.2025 22:55 Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. Innlent 29.10.2025 21:42 Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Innlent 29.10.2025 21:09 Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Innlent 29.10.2025 20:25 Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Innlent 29.10.2025 20:03 Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Ríkisstjórnin ætlar að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Forsætisráðherra segir aðgerðirnar stuðla að lækkun húsnæðisverðs og byggingakostnaðar. Innlent 29.10.2025 19:45 „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. Innlent 29.10.2025 18:50 Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. Innlent 29.10.2025 18:40 Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ríkisstjórnin ætlar að byggja fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal, spýta í hlutdeildarlán og gera róttækar byggingar á byggingarreglugerð. Þetta er meðal þess sem kynnt var í nýjum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar síðdegis. Innlent 29.10.2025 18:12 Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. Innlent 29.10.2025 17:37 Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Skjálfti varð í Bárðarbungu klukkan 16:46 í dag og var hann 5,3 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati en síðar færður niður í 4,1 eftir nánari yfirferð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Innlent 29.10.2025 17:16 Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. Erlent 29.10.2025 16:50 Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Innlent 29.10.2025 16:49 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Losa hreðjatakið í eitt ár Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, virðast hafa slíðrað sverðin, ef svo má segja, í viðskiptadeilum ríkjanna. Trump tilkynnti að tollar á vörur frá Kína yrðu lækkaðir um tíu prósent og yrðu 47 prósent. Kínverjar ætla í staðinn að fresta gildistöku umfangsmikilla takmarkana á sölu og flutning sjaldgæfra málma og afurða úr þeim um eitt ár. Erlent 30.10.2025 09:53
Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Erlent 30.10.2025 09:33
„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30.10.2025 09:29
Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi. Erlent 30.10.2025 09:29
Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. Innlent 30.10.2025 09:22
Reikna með flughálum vegum Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands. Innlent 30.10.2025 08:43
Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Innlent 30.10.2025 08:35
Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. Veður 30.10.2025 08:23
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Innlent 30.10.2025 08:01
Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað Bandaríkjaher að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn en slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar í rúm þrjátíu ár. Erlent 30.10.2025 07:56
Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Lögregla í Frakklandi hefur handtekið fleiri í tengslum við ránið í Louvre-safninu í París fyrr í mánuðinum. Saksóknari segir að fimm til viðbótar hafi verið handteknir til viðbótar við þá tvo sem voru handteknir á laugardag. Erlent 30.10.2025 07:52
„Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Franska þingið hefur samþykkt að innleiða hugtakið „samþykki“ inn í löggjöf landsins er varðar nauðganir. Ástæðan er fyrst og fremst mál Giséle Pelicot, sem var byrlað og nauðgað af fjölda manna fyrir tilstilli eiginmanns síns. Erlent 30.10.2025 07:19
Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. Veður 30.10.2025 07:12
Engar uppsagnir í farvatninu Enn sem komið er eru engin áform uppi um uppsagnir starfsmanna Norðuráls á Grundartanga, þrátt fyrir alvarlega bilun sem kom upp í verksmiðjunni í síðustu viku. Þá stendur ekki annað til en að verksmiðjan verði rekin á fullum afköstum þegar viðgerðum hefur verið lokið. Innlent 30.10.2025 06:54
Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og tók meðal annars við tilkynningu um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku. Innlent 30.10.2025 06:39
Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Frjálslyndi D66-flokkurinn fær samkvæmt útgönguspám flest sæti á hollenska þinginu. Þannig gæti flokksformaðurinn Rob Jetten orðið landsins yngsti og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsætisráðherra. Á sama tíma hefur Frelsisflokkur Geert Wilders tapað þriðjungi sinna þingsæta samkvæmt könnunum. Erlent 29.10.2025 23:54
Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut. Innlent 29.10.2025 23:26
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. Erlent 29.10.2025 22:55
Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. Innlent 29.10.2025 21:42
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Innlent 29.10.2025 21:09
Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Innlent 29.10.2025 20:25
Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Innlent 29.10.2025 20:03
Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Ríkisstjórnin ætlar að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Forsætisráðherra segir aðgerðirnar stuðla að lækkun húsnæðisverðs og byggingakostnaðar. Innlent 29.10.2025 19:45
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. Innlent 29.10.2025 18:50
Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. Innlent 29.10.2025 18:40
Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ríkisstjórnin ætlar að byggja fjögur þúsund íbúðir í Úlfarsárdal, spýta í hlutdeildarlán og gera róttækar byggingar á byggingarreglugerð. Þetta er meðal þess sem kynnt var í nýjum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar síðdegis. Innlent 29.10.2025 18:12
Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. Innlent 29.10.2025 17:37
Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Skjálfti varð í Bárðarbungu klukkan 16:46 í dag og var hann 5,3 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati en síðar færður niður í 4,1 eftir nánari yfirferð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Innlent 29.10.2025 17:16
Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. Erlent 29.10.2025 16:50
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Innlent 29.10.2025 16:49