Guðmundur tekur við Melsungen Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 17:08 Guðmundur Guðmundsson er öllum hnútum kunnugur í þýsku 1. deildinni. vísir/epa Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira