Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 80-73 | Haukasigur í hörkuleik Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. janúar 2020 23:00 vísir/bára Haukar unnu Keflavík í Dominos deild kvenna í kvöld. Leikurinn var hluti af 16. umferð deildarinnar og fór fram í Ólafssal í Hafnarfirði. Fyrri hálfleikur var jafn en frábær þriðjaleikhluti skóp sigurinn fyrir Haukana. Keflavík reyndu hetjulega endurkomu í fjórða leikhluta en bilið var of stórt til að brúa það. Lovísa Björt Henningsdóttir byrjaði leikinn feykilega vel fyrir Hauka en hún skoraði fyrstu 6 stig liðsins og 10 stig í fyrsta leikhluta. Annars voru Keflavík heilt yfir betra liðið í fyrsta leikhluta. Þær spiluðu ágæta vörn á Hauka og skoruðu heil 23 stig í leikhlutanum. Keflavík byrjuðu annan leikhluta betur. Anna Ingunn Svansdóttir setti tvo þrista í upphafi leikhlutans og kom með góða innkomu af bekknum. Í stöðunni 29-35 fyrir Keflavík snérist aftur á móti. Haukavörnin setti í lás og Randi Brown var allt í einu í þvílíku stuði í teignum sóknarlega. Keflavík skoruðu ekki aftur fyrr en í stöðunni. Haukar skoruðu næstu 11 stigin og fóru síðan inn í hálfleikinn með 44-41 forystu. Hamfarir Keflavíkur héldu áfram í þriðja leikhluta en þær skoruðu einungis 6 stig í leikhlutanum. Það gekk aftur á móti mest allt upp hjá Haukum sem voru farnar að fá auðveld sniðskot og opin skot fyrir utan þegar leið á leikinn. Keflavík voru ansi kærulausar með boltann í leiknum en þær töpuðu honum 23 sinnum, þær voru sérstaklega duglegar að kasta honum frá sér þegar Haukar byggðu upp þessa miklu forystu sína en þær fóru inn í fjórða leikhluta með 14 stiga forystu, 61-47. Haukar byrjuðu fjórða leikhluta eins og þær enduðu þann þriðja og komust 20 stigum yfir, 70-50. Í stöðunni 70-50 kom Þóranna Kika aftur inná og það er eins og eitthvað breyst þá. Keflavík skoruðu 14 stig í röð en það voru þarna 4 mínútur þar sem mætti halda að geimverurnar úr Space Jam hefðu tekið hæfileikana úr Haukunum þar sem bókstaflega ekkert gekk upp. Sigrún Björg Ólafsdóttir setti síðan niður þrist eftir að Keflavík minnkuðu muninn niður í 6 stig sem kom Haukum aftur í gang. Í sókninni eftir að Sigrún setti niður þennan mikilvæga þrist fór Daniela Wallen stjarna Keflavíkur útaf með skurð í vörinni. Það blæddi of mikið úr skurðinum til þess að Daniela gæti komið aftur inná en það munar oft um minna í svona leikjum. Lokatölur 80-73, sanngjarn Hauka sigur. Af hverju unnu Haukar? Haukar snéru leiknum í öðrum leikhluta með glæsilegu 11-0 áhlaupi og unnu hann síðan með frábærum þriðja leikhluta. Vörnin í þessum þriðja leikhluta var stórkostleg en Keflavík skoruðu bara 6 stig. Haukar voru tilbúnari að leggja sig fram í vörninni og það voru margar að leggja í púkkið sóknarlega. Hverjar stóðu upp úr? Lovísa Björt Henningsdóttir var stórkostleg í þessum leik. Sóknarlega nýtti hún sín skot mjög vel ásamt því að skapa fyrir liðsfélaga sína. Varnarlega lokaði hún teignum á köflum og barðist frábærlega eftir fráköstum. Jannetje Guijt hitti frábærlega úr skotunum sínum í dag. Hennar 18 stig úr einungis 13 sóknum voru virkilega mikilvæg í leik kvöldsins. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði bara 7 stig í kvöld en hún átti samt frábæran leik. Þetta er leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram í vörn og er tilbúin að stinga sér eftir lausum bolta. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var best í liði Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 20 stig úr einungis 13 sóknum auk þess að spila ágæta vörn en varnarleikur Keflavíkur var almennt nokkuð slakur í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur í þriðja leikhluta var virkilega slakur. 6 stig segir ekki einu sinni alla söguna þar sem þær voru svo oft að tapa boltanum að þær voru stundum að gefa stig hinu megin. Allt hjá Haukum á þessum furðulega 5 mínútna kafla í fjórða leikhluta þar sem þær misstu næstum því leikinn frá sér. Jonni: Hún gat ekki rassgat sóknarlega „Þetta var frekar svekkjandi,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur að leik loknum. En frammistaða Keflavíkur á köflum í kvöld var ekki í lagi. Keflavík töpuðu 23 boltum í leiknum. Jonni var ekki tilbúinn að kenna því um hann var langt frá því að vera sáttur með varnarleikinn. „Það hefur alveg gerst en það er í sjálfu sér ekki það sem tapaði þessum leik fyrir okkur í dag. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn og það er það sem tapar þessum leik.” Eftir að lenda 20 stigum undir á tímapunkti í 4. leikhluta náðu Keflavík að minnka muninn niður í 6 stig. „Við fórum að spila betri vörn, við spiluðum ömurlegan leik í þrjá leikhluta. Eða í rúmlega þrjá leikhluta.” „Við skoruðum 73 stig í þessum leik. Það skilaði okkur sigri hérna síðast að skora 62 stig ef ég man rétt. Að skora 73 stig en tapa samt með 7 stigum er bara ekki nógu gott og það segir okkur að við séum ekki að spila nógu góða vörn,” sagði Jonni um hvernig leikur kvöldsins tapaðist. Daniela Wallen Morillo erlendi leikmaður Keflavíkur fór útaf með nokkrar mínútur eftir og kom ekki aftur inná. Maður verður að spyrja sig hvort það hefði mögulega getað breytt leiknum að hafa hana inná undir lok leiksins. „Það bara blæddi það mikið úr henni að það var ekki hægt að setja hana aftur inná. Þannig eru reglurnar bara, hún fékk stóran skurð á vörina þannig að hún gat ekkert komið aftur inná. Ekki það að hún gat ekki rassgat sóknarlega í dag, þannig að ég veit ekki af hverju ég hefði átt að nota hana. Ólöf Helga: Náðum að klára góðan sigur „Við stóðum okkur mjög vel í þriðja leikhluta. Hann er oft góður hjá okkur. Við þurfum að vanda okkur betur í að halda einbeitingunni og klára út leikina. Við náðum að klára góðan sigur á Keflavík sem er alltaf erfitt svo ég er mjög ánægð,” sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods þjálfari Hauka um frábæran þriðja leikhlutann sem skóp sigurinn í kvöld. Keflavík voru nálægt því að koma tilbaka eftir að Haukar náðu 20 stiga forystu í fjórða leikhluta. Ólöf reyndi aðeins að kryfja þær fimm mínútur fyrir okkur. „Við misstum alla einbeitingu í vörninni. Við vorum ekki að fara eftir þeim varnaratriðum sem við ætluðum að gera. Þær hættu að hreyfa boltann jafn vel og þá hægðist á sóknarleiknum okkar. Þá urðum við óþolinmóðar og hættum að finna réttu svæðin og skotin.” Það veltu því eflaust einhverjir fyrir sér af hverju Randi Brown erlendi leikmaður Hauka fór útaf í miðjum fjórða leikhluta. Hún reyndist vera smá meidd en hún ætti að vera 100% í næsta leik sagði Ólöf eftir viðtalið. „Ég þurfti líka að taka Randi útaf. Hún meiddist aðeins á æfingu í gær og er meidd í öxlinni. Hún var ekki alveg á sínu besta formi í dag en sem betur fer þá stigu stelpurnar upp.” Í viðtalinu fyrir leik kom Ólöf inná að Haukar þyrftu framlag frá meira en einum leikmanni til að ná í sigur í kvöld. Það heppnaðist heldur betur en það voru 4 stelpur sem náðu tveggja stafa tölu í stigum. „Það sterkasta við okkur er hvað ég er með marga góða leikmenn sem geta stigið upp. Þegar við gerum það þá erum við óstöðvandi en við þurfum að vinna í því að verða stöðugri.” Lovísa: Alltaf gott að vinna Keflavík „Jú það er alltaf gott að vinna Keflavík. Það er líka eina liðið í deildinni sem við áttum eftir að vinna svo þetta var mjög gott,” sagði Lovísa Björt Henningsdóttir leikmaður Hauka eftir leik um hvernig er að vinna Keflavík. Lovísa setti sitt mark á leikinn strax í byrjun þegar hún skoraði fyrstu 6 stig Hauka með tveimur þristum. Haukar hafa ekki endilega verið að byrja leiki vel í ár svo þetta var mikilvægt fyrir liðið. „Við erum allar góðir skotmenn. Við höfum ekki endilega byrjað flesta leiki vel svo það var aðallega gott að byrja leikinn vel. Svo það setti okkur vel inn í leikinn já.” „Eins og sést á töflunni vorum við allar að leggja okkur fram. Þetta er ekki bara ein manneskja sem vinnur leikinn, við erum bestar þegar við vinnum allar saman. Við fengum gott frá öllum í kvöld svo þetta var bara góður liðssigur,” sagði Lovísa um hvernig liðsheildin vann sigurinn fyrir Hauka í kvöld. Haukar voru nálægt því að kasta frá sér unnum leik í lokinn en náðu að halda út. „Þetta var aldrei stressandi fannst mér en við vorum orðnar alveg vel slæmar undir lokin. Við þurftum alveg að hysja upp um okkur, við vorum alveg með þetta þrátt fyrir að við höfum gert nokkur mistök.” Sigrún Björg Ólafsdóttir setti niður þrist eftir að Keflavík minnkaði muninn í fyrsta skipti niður í 6 stig í fjórða leikhluta. Þessi þristur stöðvaði blæðinguna og var gríðarlega mikilvægur í að tryggja sigur Hauka í kvöld. „Þetta var mjög stór þristur. Hann gerði allt mikið þægilegra. Þetta var orðið frekar óþægilegt hvað munurinn var orðinn lítill. Sigrún negldi niður þristinum svo þetta var mjög fallegt.” Dominos-deild kvenna
Haukar unnu Keflavík í Dominos deild kvenna í kvöld. Leikurinn var hluti af 16. umferð deildarinnar og fór fram í Ólafssal í Hafnarfirði. Fyrri hálfleikur var jafn en frábær þriðjaleikhluti skóp sigurinn fyrir Haukana. Keflavík reyndu hetjulega endurkomu í fjórða leikhluta en bilið var of stórt til að brúa það. Lovísa Björt Henningsdóttir byrjaði leikinn feykilega vel fyrir Hauka en hún skoraði fyrstu 6 stig liðsins og 10 stig í fyrsta leikhluta. Annars voru Keflavík heilt yfir betra liðið í fyrsta leikhluta. Þær spiluðu ágæta vörn á Hauka og skoruðu heil 23 stig í leikhlutanum. Keflavík byrjuðu annan leikhluta betur. Anna Ingunn Svansdóttir setti tvo þrista í upphafi leikhlutans og kom með góða innkomu af bekknum. Í stöðunni 29-35 fyrir Keflavík snérist aftur á móti. Haukavörnin setti í lás og Randi Brown var allt í einu í þvílíku stuði í teignum sóknarlega. Keflavík skoruðu ekki aftur fyrr en í stöðunni. Haukar skoruðu næstu 11 stigin og fóru síðan inn í hálfleikinn með 44-41 forystu. Hamfarir Keflavíkur héldu áfram í þriðja leikhluta en þær skoruðu einungis 6 stig í leikhlutanum. Það gekk aftur á móti mest allt upp hjá Haukum sem voru farnar að fá auðveld sniðskot og opin skot fyrir utan þegar leið á leikinn. Keflavík voru ansi kærulausar með boltann í leiknum en þær töpuðu honum 23 sinnum, þær voru sérstaklega duglegar að kasta honum frá sér þegar Haukar byggðu upp þessa miklu forystu sína en þær fóru inn í fjórða leikhluta með 14 stiga forystu, 61-47. Haukar byrjuðu fjórða leikhluta eins og þær enduðu þann þriðja og komust 20 stigum yfir, 70-50. Í stöðunni 70-50 kom Þóranna Kika aftur inná og það er eins og eitthvað breyst þá. Keflavík skoruðu 14 stig í röð en það voru þarna 4 mínútur þar sem mætti halda að geimverurnar úr Space Jam hefðu tekið hæfileikana úr Haukunum þar sem bókstaflega ekkert gekk upp. Sigrún Björg Ólafsdóttir setti síðan niður þrist eftir að Keflavík minnkuðu muninn niður í 6 stig sem kom Haukum aftur í gang. Í sókninni eftir að Sigrún setti niður þennan mikilvæga þrist fór Daniela Wallen stjarna Keflavíkur útaf með skurð í vörinni. Það blæddi of mikið úr skurðinum til þess að Daniela gæti komið aftur inná en það munar oft um minna í svona leikjum. Lokatölur 80-73, sanngjarn Hauka sigur. Af hverju unnu Haukar? Haukar snéru leiknum í öðrum leikhluta með glæsilegu 11-0 áhlaupi og unnu hann síðan með frábærum þriðja leikhluta. Vörnin í þessum þriðja leikhluta var stórkostleg en Keflavík skoruðu bara 6 stig. Haukar voru tilbúnari að leggja sig fram í vörninni og það voru margar að leggja í púkkið sóknarlega. Hverjar stóðu upp úr? Lovísa Björt Henningsdóttir var stórkostleg í þessum leik. Sóknarlega nýtti hún sín skot mjög vel ásamt því að skapa fyrir liðsfélaga sína. Varnarlega lokaði hún teignum á köflum og barðist frábærlega eftir fráköstum. Jannetje Guijt hitti frábærlega úr skotunum sínum í dag. Hennar 18 stig úr einungis 13 sóknum voru virkilega mikilvæg í leik kvöldsins. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði bara 7 stig í kvöld en hún átti samt frábæran leik. Þetta er leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram í vörn og er tilbúin að stinga sér eftir lausum bolta. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var best í liði Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 20 stig úr einungis 13 sóknum auk þess að spila ágæta vörn en varnarleikur Keflavíkur var almennt nokkuð slakur í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur í þriðja leikhluta var virkilega slakur. 6 stig segir ekki einu sinni alla söguna þar sem þær voru svo oft að tapa boltanum að þær voru stundum að gefa stig hinu megin. Allt hjá Haukum á þessum furðulega 5 mínútna kafla í fjórða leikhluta þar sem þær misstu næstum því leikinn frá sér. Jonni: Hún gat ekki rassgat sóknarlega „Þetta var frekar svekkjandi,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur að leik loknum. En frammistaða Keflavíkur á köflum í kvöld var ekki í lagi. Keflavík töpuðu 23 boltum í leiknum. Jonni var ekki tilbúinn að kenna því um hann var langt frá því að vera sáttur með varnarleikinn. „Það hefur alveg gerst en það er í sjálfu sér ekki það sem tapaði þessum leik fyrir okkur í dag. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn og það er það sem tapar þessum leik.” Eftir að lenda 20 stigum undir á tímapunkti í 4. leikhluta náðu Keflavík að minnka muninn niður í 6 stig. „Við fórum að spila betri vörn, við spiluðum ömurlegan leik í þrjá leikhluta. Eða í rúmlega þrjá leikhluta.” „Við skoruðum 73 stig í þessum leik. Það skilaði okkur sigri hérna síðast að skora 62 stig ef ég man rétt. Að skora 73 stig en tapa samt með 7 stigum er bara ekki nógu gott og það segir okkur að við séum ekki að spila nógu góða vörn,” sagði Jonni um hvernig leikur kvöldsins tapaðist. Daniela Wallen Morillo erlendi leikmaður Keflavíkur fór útaf með nokkrar mínútur eftir og kom ekki aftur inná. Maður verður að spyrja sig hvort það hefði mögulega getað breytt leiknum að hafa hana inná undir lok leiksins. „Það bara blæddi það mikið úr henni að það var ekki hægt að setja hana aftur inná. Þannig eru reglurnar bara, hún fékk stóran skurð á vörina þannig að hún gat ekkert komið aftur inná. Ekki það að hún gat ekki rassgat sóknarlega í dag, þannig að ég veit ekki af hverju ég hefði átt að nota hana. Ólöf Helga: Náðum að klára góðan sigur „Við stóðum okkur mjög vel í þriðja leikhluta. Hann er oft góður hjá okkur. Við þurfum að vanda okkur betur í að halda einbeitingunni og klára út leikina. Við náðum að klára góðan sigur á Keflavík sem er alltaf erfitt svo ég er mjög ánægð,” sagði Ólöf Helga Pálsdóttir Woods þjálfari Hauka um frábæran þriðja leikhlutann sem skóp sigurinn í kvöld. Keflavík voru nálægt því að koma tilbaka eftir að Haukar náðu 20 stiga forystu í fjórða leikhluta. Ólöf reyndi aðeins að kryfja þær fimm mínútur fyrir okkur. „Við misstum alla einbeitingu í vörninni. Við vorum ekki að fara eftir þeim varnaratriðum sem við ætluðum að gera. Þær hættu að hreyfa boltann jafn vel og þá hægðist á sóknarleiknum okkar. Þá urðum við óþolinmóðar og hættum að finna réttu svæðin og skotin.” Það veltu því eflaust einhverjir fyrir sér af hverju Randi Brown erlendi leikmaður Hauka fór útaf í miðjum fjórða leikhluta. Hún reyndist vera smá meidd en hún ætti að vera 100% í næsta leik sagði Ólöf eftir viðtalið. „Ég þurfti líka að taka Randi útaf. Hún meiddist aðeins á æfingu í gær og er meidd í öxlinni. Hún var ekki alveg á sínu besta formi í dag en sem betur fer þá stigu stelpurnar upp.” Í viðtalinu fyrir leik kom Ólöf inná að Haukar þyrftu framlag frá meira en einum leikmanni til að ná í sigur í kvöld. Það heppnaðist heldur betur en það voru 4 stelpur sem náðu tveggja stafa tölu í stigum. „Það sterkasta við okkur er hvað ég er með marga góða leikmenn sem geta stigið upp. Þegar við gerum það þá erum við óstöðvandi en við þurfum að vinna í því að verða stöðugri.” Lovísa: Alltaf gott að vinna Keflavík „Jú það er alltaf gott að vinna Keflavík. Það er líka eina liðið í deildinni sem við áttum eftir að vinna svo þetta var mjög gott,” sagði Lovísa Björt Henningsdóttir leikmaður Hauka eftir leik um hvernig er að vinna Keflavík. Lovísa setti sitt mark á leikinn strax í byrjun þegar hún skoraði fyrstu 6 stig Hauka með tveimur þristum. Haukar hafa ekki endilega verið að byrja leiki vel í ár svo þetta var mikilvægt fyrir liðið. „Við erum allar góðir skotmenn. Við höfum ekki endilega byrjað flesta leiki vel svo það var aðallega gott að byrja leikinn vel. Svo það setti okkur vel inn í leikinn já.” „Eins og sést á töflunni vorum við allar að leggja okkur fram. Þetta er ekki bara ein manneskja sem vinnur leikinn, við erum bestar þegar við vinnum allar saman. Við fengum gott frá öllum í kvöld svo þetta var bara góður liðssigur,” sagði Lovísa um hvernig liðsheildin vann sigurinn fyrir Hauka í kvöld. Haukar voru nálægt því að kasta frá sér unnum leik í lokinn en náðu að halda út. „Þetta var aldrei stressandi fannst mér en við vorum orðnar alveg vel slæmar undir lokin. Við þurftum alveg að hysja upp um okkur, við vorum alveg með þetta þrátt fyrir að við höfum gert nokkur mistök.” Sigrún Björg Ólafsdóttir setti niður þrist eftir að Keflavík minnkaði muninn í fyrsta skipti niður í 6 stig í fjórða leikhluta. Þessi þristur stöðvaði blæðinguna og var gríðarlega mikilvægur í að tryggja sigur Hauka í kvöld. „Þetta var mjög stór þristur. Hann gerði allt mikið þægilegra. Þetta var orðið frekar óþægilegt hvað munurinn var orðinn lítill. Sigrún negldi niður þristinum svo þetta var mjög fallegt.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum