Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1 | Skagamenn negldu síðasta naglann í kistu Eyjamanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2019 18:15 Tryggvi Hrafn skoraði annað mark Skagamanna úr vítaspyrnu. vísir/bára Það er ljóst að ÍBV mun leika í Inkasso deildinni að ári. Eftir 2-1 tap á Akranesi í dag á liðið ekki lengur tölfræðilega möguleika á að halda sér upp í Pepsi Max deildinni en þetta hefur legið í loftinu ansi lengi í sumar. Varnartröllið Einar Logi Einarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við marki úr vítaspyrnu áður en fyrrum Skagamaðurinn Gary Martin minnkaði muninn þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 2-1 ÍA í vil og Eyjamenn fallnir eftir 10 ára veru í efstu deild. Það var ljóst strax í upphafi að hér voru tvö lið sem höfðu ekki landað þremur stigum í þónokkurn tíma en leikurinn var einstaklega gæðalítill framan af. Gestirnir fengu reyndar óvænt færi til að komast yfir snemma leiks en Benjamin Prah voru mislagðir fætur og rötuðu skot hans því ekki á markið. Hinum megin var Viktor Jónsson atkvæðamestur en hann átti skot í þverslána í fyrri hálfleik sem og Halldór Geir Pálsson varði tvívegis vel frá honum úr ákjósanlegum færum. Það var svo undir lok leiks sem heimamönnum tókst að brjóta ísinn. Brotið var á Tryggva Hrafni Haraldssyni aðeins fyrir utan teig vinstra megin. Hann tók spyrnuna sjálfur inn á teig þar sem Viktor skallaði fyrir markið og Einar Logi Einarssn potaði knettinum yfir línuna. Virtist sem boltinn færi í Einar án þess að hann vissi af því en hann fagnaði markinu vel og innilega. Síðari hálfleikurinn var svart/hvítur. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 2-0 með marki úr vítaspyrnu þegar rúmur klukkutími var liðinn. Brotið var á Gonzalo Zamorano innan vítateigs og Tryggvi Hrafn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þeir voru svo áfram með yfirhöndina og hefði átt að komast í 3-0 þegar Zamrano setti knöttinn yfir línuna eftir skalla Tryggva en sá fyrrnefndi dæmdur rangstæður, eðlilega. Það virtist sem knötturinn væri á leið yfir línuna og því einstaklega vitlaus ákvörðun. Gary Martin minnkaði muninn á 77. mínútu með frábæru marki sem fékk engar undirtektir og eftir það voru ÍBV sterkari aðilinn en náðu þó ekki að jafna leikinn. Fór það því svo að ÍA landaði sínum fyrsta sigri síðan 6. júlí. Sigurinn fleytir ÍA aftur upp í efri hluta deildarinnar, allavega um stundarsakir en liðið er nú með 25 stig líkt og HK. Þá er ÍBV, líkt og áður hefur komið fram, fallið eftir 10 ára veru í efstu deild. Þá eru þeir annað liðið á tveimur árum sem fellur í ágústmánuði en Keflavík féll 26. ágúst á síðustu leiktíð.Af hverju vann ÍA? Af því þeir eru með betra knattspyrnulið heldur en ÍBV. Svo einfalt er það.Hverjir stóðu upp úr? Einar Logi var eins og klettur í vörn heimamanna ásamt því að skora fyrsta mark leiksins. Tryggvi Hrafn var öflugur og átti þátt í fyrra marki ÍA ásamt því að skora það seinna. Viktor átti einnig fínan leik í fremstu línu hjá ÍA án þess að skora. Gary Martin var duglegur að vanda í fremstu línu ÍBV og skoraði fallegt mark á sínum gamla heimavelli.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV gekk vægast sagt brösuglega en ef frá eru talin færin sem þeir fengu í upphafi leiks þá sköpuðu þeir sér lítið sem ekki neitt. Það hefur reynst þeim þrautin þyngri að skora mörk í sumar og það var svo sannarlega saga þessa leiks. Þá sköpuðu heimamenn sér engan urmul af færum en þó nægilega mörk til að tryggja sér öll þrjú stigin.Hvað gerist næst? Skagamenn heimsækja forna fjendur í Vesturbæ Reykjavíkur í hinum eina sanna KRÍA leik sumarsins. Þá koma ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í heimsókn til Vestmannaeyja. Báðir leikir á sunnudeginum eftir viku.Jóhannes Karl var ánægður eftir langþráðan sigur Skagamanna.vísir/daníelJóhannes Karl: Held að aðrir hafi spáð meira í því en við „Það er alltaf jafn gaman að vinna leiki. Við erum búnir að bíða aðeins eftir þessu en ég held að aðrir hafi spáð meira í því en við. Við erum að vinna statt og stöðugt í okkar hlutum en sigurtilfinningin er alltaf góð,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson að loknum sigri sinna manna í dag. „Þetta hefur verið frekar slungið tímabil hjá okkur og eflaust mörgum liðum í deildinni. Einn sigurleikur breytir ansi miklu þannig að væntingar fara upp og niður ansi hratt og tilfinningar í takt við það. Svo við höfum reynt að einblína ekki of mikið á það og taka frekar einn leik í einu og það er KR úti í Vesturbænum fyrir okkur í næsta leik. Taflan er endanleg þegar mótið er búið og við ætlum að reyna stríða KR-ingum í næsta leik og við sjáum hvaða stigafjölda við fáum þegar tímabilinu er lokið,“ sagði Jóhannes um að vera kominn aftur í efri hluta deildarinnar. Að lokum var hann spurður út í leik dagsins og hvort hans leikmenn hefðu orðið full stressaðir þegar Gary Martin minnkaði muninn. „Já ég er alveg sammála þér, það kom óöryggi í okkur eftir að Gary skorar upp úr þurru í raun og veru. Við vorum búnir að vera með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og hefðum átt að skora mark númer þrjú og fjögur áður en þeir skoruðu.“Jeffs veit ekki hvort hann verður þjálfari ÍBV á næsta ári.vísir/daníelJeffs: Þeir fengu gefins víti „Bara svekktur, að tapa fótboltaleik er alltaf svekkjandi og mér fannst við eiga ágætis leik í dag. Byrjuðum leikinn vel en gáfum þessi tvö mörk fannst mér. Þetta var aldrei aukaspyrna í fyrra markinu en hann [Þorvaldur Árnason, dómari] var búinn að dæma aukaspyrnu og við verðum bara að klára varnarvinnuna og hreinsa boltann, við gerum það ekki. Í mark númer tvö var gefins víti. En strákarnir háldu áfram allan tímann, náðu að skora eitt mark og setja pressu á ÍA undir lokin en þetta var ekki nóg í dag,“ sagði svekktur Ian Jeffs eftir leik. Nú er endanlega ljóst að Eyjamenn leika í Inkasso deildinni að ári. „Ég held þetta verði eins og það hefur verið núna síðustu 4-5 leiki. Við erum ekki búnir að pæla of mikið í þessu en vissum alveg að við værum í erfiðri stöðu. Við reynum að taka einn leik í einu og vorum ekki að pæla í neinu nema næsta verkefni. Strákarnir sýndu það í dag að þeir væru tilbúnir að berjast og gefa allt í þetta en ef þú ert að gefa mörk og ekki að skora nægilega mörg þá taparðu fótboltaleikjum. Það er bara þannig,“ sagði Jeffs að lokum aðspurður um hvernig stemningin í hópnum væri fyrir komandi leikjum. Að lokum var Jeffs spurður út í framtíðina. „Við klárum þessa fjóra leiki sem eru eftir og erum ekki að hugsa neitt lengra en það. Félagið er að skoða hvernig er hægt að gera hlutina betur og læra af mistökunum sem við gerðum í sumar. Ég get lært af þessu og ég held að leikmenn geti það líka,“ sagði Jeffs að lokum.Einar Logi er kominn með þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar.vísir/daníelEinar Logi: Fulla ferð áfram „Mjög vel, við erum sáttir að hafa klárað þetta með þremur stigum í dag. Við gerðum þetta aðeins erfiðara fyrir okkur en við þurftum en erum allir mjög sáttir,“ sagði annar af markaskorurum Skagamanna í dag. Einar Logi skoraði fyrra mark ÍA eftir mikinn barning í teignum og úr blaðamannastúkunni var í raun ómögulegt að sjá hver skoraði. „Ég sá lausan bolta í teignum og gerði allt sem ég gat til að komast í hann en ég var ekki viss um að ég hefði skorað fyrr en ég sá strákana fagna en það dugði.“ Pepsi Max-deild karla
Það er ljóst að ÍBV mun leika í Inkasso deildinni að ári. Eftir 2-1 tap á Akranesi í dag á liðið ekki lengur tölfræðilega möguleika á að halda sér upp í Pepsi Max deildinni en þetta hefur legið í loftinu ansi lengi í sumar. Varnartröllið Einar Logi Einarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við marki úr vítaspyrnu áður en fyrrum Skagamaðurinn Gary Martin minnkaði muninn þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 2-1 ÍA í vil og Eyjamenn fallnir eftir 10 ára veru í efstu deild. Það var ljóst strax í upphafi að hér voru tvö lið sem höfðu ekki landað þremur stigum í þónokkurn tíma en leikurinn var einstaklega gæðalítill framan af. Gestirnir fengu reyndar óvænt færi til að komast yfir snemma leiks en Benjamin Prah voru mislagðir fætur og rötuðu skot hans því ekki á markið. Hinum megin var Viktor Jónsson atkvæðamestur en hann átti skot í þverslána í fyrri hálfleik sem og Halldór Geir Pálsson varði tvívegis vel frá honum úr ákjósanlegum færum. Það var svo undir lok leiks sem heimamönnum tókst að brjóta ísinn. Brotið var á Tryggva Hrafni Haraldssyni aðeins fyrir utan teig vinstra megin. Hann tók spyrnuna sjálfur inn á teig þar sem Viktor skallaði fyrir markið og Einar Logi Einarssn potaði knettinum yfir línuna. Virtist sem boltinn færi í Einar án þess að hann vissi af því en hann fagnaði markinu vel og innilega. Síðari hálfleikurinn var svart/hvítur. Heimamenn byrjuðu mun betur og komust í 2-0 með marki úr vítaspyrnu þegar rúmur klukkutími var liðinn. Brotið var á Gonzalo Zamorano innan vítateigs og Tryggvi Hrafn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þeir voru svo áfram með yfirhöndina og hefði átt að komast í 3-0 þegar Zamrano setti knöttinn yfir línuna eftir skalla Tryggva en sá fyrrnefndi dæmdur rangstæður, eðlilega. Það virtist sem knötturinn væri á leið yfir línuna og því einstaklega vitlaus ákvörðun. Gary Martin minnkaði muninn á 77. mínútu með frábæru marki sem fékk engar undirtektir og eftir það voru ÍBV sterkari aðilinn en náðu þó ekki að jafna leikinn. Fór það því svo að ÍA landaði sínum fyrsta sigri síðan 6. júlí. Sigurinn fleytir ÍA aftur upp í efri hluta deildarinnar, allavega um stundarsakir en liðið er nú með 25 stig líkt og HK. Þá er ÍBV, líkt og áður hefur komið fram, fallið eftir 10 ára veru í efstu deild. Þá eru þeir annað liðið á tveimur árum sem fellur í ágústmánuði en Keflavík féll 26. ágúst á síðustu leiktíð.Af hverju vann ÍA? Af því þeir eru með betra knattspyrnulið heldur en ÍBV. Svo einfalt er það.Hverjir stóðu upp úr? Einar Logi var eins og klettur í vörn heimamanna ásamt því að skora fyrsta mark leiksins. Tryggvi Hrafn var öflugur og átti þátt í fyrra marki ÍA ásamt því að skora það seinna. Viktor átti einnig fínan leik í fremstu línu hjá ÍA án þess að skora. Gary Martin var duglegur að vanda í fremstu línu ÍBV og skoraði fallegt mark á sínum gamla heimavelli.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV gekk vægast sagt brösuglega en ef frá eru talin færin sem þeir fengu í upphafi leiks þá sköpuðu þeir sér lítið sem ekki neitt. Það hefur reynst þeim þrautin þyngri að skora mörk í sumar og það var svo sannarlega saga þessa leiks. Þá sköpuðu heimamenn sér engan urmul af færum en þó nægilega mörk til að tryggja sér öll þrjú stigin.Hvað gerist næst? Skagamenn heimsækja forna fjendur í Vesturbæ Reykjavíkur í hinum eina sanna KRÍA leik sumarsins. Þá koma ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í heimsókn til Vestmannaeyja. Báðir leikir á sunnudeginum eftir viku.Jóhannes Karl var ánægður eftir langþráðan sigur Skagamanna.vísir/daníelJóhannes Karl: Held að aðrir hafi spáð meira í því en við „Það er alltaf jafn gaman að vinna leiki. Við erum búnir að bíða aðeins eftir þessu en ég held að aðrir hafi spáð meira í því en við. Við erum að vinna statt og stöðugt í okkar hlutum en sigurtilfinningin er alltaf góð,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson að loknum sigri sinna manna í dag. „Þetta hefur verið frekar slungið tímabil hjá okkur og eflaust mörgum liðum í deildinni. Einn sigurleikur breytir ansi miklu þannig að væntingar fara upp og niður ansi hratt og tilfinningar í takt við það. Svo við höfum reynt að einblína ekki of mikið á það og taka frekar einn leik í einu og það er KR úti í Vesturbænum fyrir okkur í næsta leik. Taflan er endanleg þegar mótið er búið og við ætlum að reyna stríða KR-ingum í næsta leik og við sjáum hvaða stigafjölda við fáum þegar tímabilinu er lokið,“ sagði Jóhannes um að vera kominn aftur í efri hluta deildarinnar. Að lokum var hann spurður út í leik dagsins og hvort hans leikmenn hefðu orðið full stressaðir þegar Gary Martin minnkaði muninn. „Já ég er alveg sammála þér, það kom óöryggi í okkur eftir að Gary skorar upp úr þurru í raun og veru. Við vorum búnir að vera með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og hefðum átt að skora mark númer þrjú og fjögur áður en þeir skoruðu.“Jeffs veit ekki hvort hann verður þjálfari ÍBV á næsta ári.vísir/daníelJeffs: Þeir fengu gefins víti „Bara svekktur, að tapa fótboltaleik er alltaf svekkjandi og mér fannst við eiga ágætis leik í dag. Byrjuðum leikinn vel en gáfum þessi tvö mörk fannst mér. Þetta var aldrei aukaspyrna í fyrra markinu en hann [Þorvaldur Árnason, dómari] var búinn að dæma aukaspyrnu og við verðum bara að klára varnarvinnuna og hreinsa boltann, við gerum það ekki. Í mark númer tvö var gefins víti. En strákarnir háldu áfram allan tímann, náðu að skora eitt mark og setja pressu á ÍA undir lokin en þetta var ekki nóg í dag,“ sagði svekktur Ian Jeffs eftir leik. Nú er endanlega ljóst að Eyjamenn leika í Inkasso deildinni að ári. „Ég held þetta verði eins og það hefur verið núna síðustu 4-5 leiki. Við erum ekki búnir að pæla of mikið í þessu en vissum alveg að við værum í erfiðri stöðu. Við reynum að taka einn leik í einu og vorum ekki að pæla í neinu nema næsta verkefni. Strákarnir sýndu það í dag að þeir væru tilbúnir að berjast og gefa allt í þetta en ef þú ert að gefa mörk og ekki að skora nægilega mörg þá taparðu fótboltaleikjum. Það er bara þannig,“ sagði Jeffs að lokum aðspurður um hvernig stemningin í hópnum væri fyrir komandi leikjum. Að lokum var Jeffs spurður út í framtíðina. „Við klárum þessa fjóra leiki sem eru eftir og erum ekki að hugsa neitt lengra en það. Félagið er að skoða hvernig er hægt að gera hlutina betur og læra af mistökunum sem við gerðum í sumar. Ég get lært af þessu og ég held að leikmenn geti það líka,“ sagði Jeffs að lokum.Einar Logi er kominn með þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar.vísir/daníelEinar Logi: Fulla ferð áfram „Mjög vel, við erum sáttir að hafa klárað þetta með þremur stigum í dag. Við gerðum þetta aðeins erfiðara fyrir okkur en við þurftum en erum allir mjög sáttir,“ sagði annar af markaskorurum Skagamanna í dag. Einar Logi skoraði fyrra mark ÍA eftir mikinn barning í teignum og úr blaðamannastúkunni var í raun ómögulegt að sjá hver skoraði. „Ég sá lausan bolta í teignum og gerði allt sem ég gat til að komast í hann en ég var ekki viss um að ég hefði skorað fyrr en ég sá strákana fagna en það dugði.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti