Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Árni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 20:30 vísir/bára Leikur FH og Fylkis sem fram fór í Kaplakrika fyrr í dag fór mjög hægt af stað. Bæði lið þreifuðu á hvort öðrum og spiluðu vel sín á milli en þegar var komið að því að koma sér í færi eða skjóta á markið vantaði upp á gæði hjá báðum liðum ásat því að liðin spiluðu ekki nógu hratt á milli sín til að brjóta upp varnir andstæðingsins. Þegar tæpar 35 mínútur voru liðnar af leiknum kom svo loksins fyrsta skot leiksins sem rataði á rammann og úr varð að leikurinn varð hraðari og ákafari það sem eftir lifði af hálfleiknum. Ekkert mark kom þó en þróun leiksins gaf góð fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var hin besta skemmtun. Fylkismenn komust yfir eftir fimm mínútna leik þegar Daði Ólafsson tók hornspyrnu sem rataði á kollinn á Ólafi Inga Skúlasyni sem stangaði knöttinn heim af miklum krafti. FH sá þá að þeir þurftu að herða róðurinn hjá sér og náðu ágætis tökum á leiknum en Fylkismenn vörðust vel. Á 62. mínútu brast stíflan þó þegar Brandur Olsen þrumaði knettinum framhjá Stefáni Loga í markinu, sem hefði mögulega getað gert betur, þannig að boltinn söng í fjærhorninu en skotið var af mjög löngu færi og utarlega á vellinum. Stórgott mark og jafnvægi komið aftur á. Á 73. mínútu skaut Hjörtur Logi Valgarðsson í stöngina og margur FH-ingurinn hlaut að hugsa að þetta væri einn af þessum dögum en heimamenn voru meira með boltann en inn vildi botlinn ekki. Tveimur mínútum seinna varði Daði Freyr Arnarsson virkilega vel þegar Valdimar Þór Ingimundarson var kominn einn á móti honum og Fylkismenn hugsuðu örugglega að þetta væri einn af þessum dögum einnig. FH reyndi og reyndi en Fylkismenn spiluðu mjög góðan varnarleik. Heimamenn komu boltanum svo í netið á 90. mínútu og aftur var Brandur Olsen á ferðinni og nú skaut hann í nærhornið og aftur hefði Stefán Logi mögulega getað gert betur en líklega sá hann ekki boltann nógu vel. Þar með var það staðfest að þetta varð einn af þessum dögum fyrir Fylkismenn og heldur gengi þeirra áfram að vera upp og niður. Það hitnaði heldur betur í kolunum í lokin þegar Morten Beck Andresen fékk réttilega rautt spjald. Steig hann á andlit Ólafs Inga Skúlasonar eftir að hann hafði brotið á honum við hliðarlínuna. Menn urðu reiðir, skiljanlega, og fengu nokkrir gult spjald fyrir kjaftbrúk en þar við sat.Afhverju vann FH? Þjálfari heimamanna hefur talað um þrautseigju sinna manna og seiglu og er það nákvæmlega það sem er að skila stigunum í hús fyrir FH-inga þessa dagana. Þeir leggja ekki árar í bát þó að á móti blási ásamt því að þeir eiga leikmenn sem búa yfir miklum gæðum sem geta klárað leiki. Eins og Brandur Olsen sýndi í dag.Hvað gekk illa? Þessi leikur var mjög vel spilaður en á löngum köflum vantaði herslumuninn í sendingum til að búa til færin og svo gæði í skotin til að nýta færin. Það verður þó að segja að Fylksimenn sýndu á köflum fantagóðann varnarleik.Bestir á vellinum? Brandur Olsen fær nafnbótina maður leiksins. Hann skoraði bæði mörk FH og tryggði þeim sigurinn. Hann átti einnig þátt í álitlegustu sóknum þeirra og sýnir það að mikil ógn stafar af honum þegar hann er kominn í skotfæri. Ólafur Ingi Skúlason stóð vaktina í vörninni hjá sínum mönnum með mikilli prýði og leiddi varnarlínuna sem stóð sig mjög vel á löngum köflum. Hann skoraði einnig mark fyrir sína menn en mögulega hefðu hans menn í vörninni átt að loka betur á Brand til að sigla allavega stigi upp í Árbæ.Hvað gerist næst? FH fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð og það gæti orðið örlaga leikur í baráttunni um annað sætið og jafnvel meira. FH-ingar eru á góðu róli og virðast vera búnir að finna formúluna fyrir sig og má búast við því að stuðningsmenn séu bjartsýnir fyrir framhaldið. Fylkir er ekki alveg laus við falldrauginn og taka á móti HK í von um að kveða hann niður. HK er heitasta lið deildarinnar en sé tekið mið af jójó gengi Fylkis þá er það kannski ágætt að liðið hafi tapað í dag. Þó ég hugsa að stuðningsmenn þeirra hugsi það ekki þannig. Ólafur Kristjánsson: Helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á mót Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Helgi Sig: Erum hundsvekktirÞjálfari Fylkis var að vonum ósáttur með úrslitin en hans menn fengu kjaftshögg þegar Brandur Olsen skoraði sigurmark fyrir FH á 90. mínútu. „Þetta er bara hundfúlt. Það voru allir að leggja sig 100% fram og frábært að sjá liðið og því miður þá náðu við engu út úr leiknum í dag og erum hundsvekktir“. Helgi var beðinn um að veita sína sýn á atvikið undir lok leiks þegar Morten Beck traðkaði á Ólafi Inga og uppskar réttilega rautt spjald. „Ég sá ekkert hvað gerðist. Ég treysti dómaranum bara til að dæma þetta, hann hlýtur að hafa séð eitthvað og gefið FH-ingnum rautt spjald. Fyrst og fremst er maður svekktur að sjá hvað menn lögðu sig mikið fram og ekki fengið neitt. Við fengum tækifæri til að komast fyrir í stöðunni 1-1 en náum því ekki en fáum eitt á móti í lokin og það er hundfúlt. Við svekkjum okkur á því í dag en svo er það bara nýr dagur á morgun“. Fylkir er ekki alveg laus við fallbaráttuna en Helgi talaði um að þetta væri barátta áfram. „Við tökum bara einn dag í einu og reynum að berjast í öllum leikjum til að vinna þá og erum ekkert að spá í því hvað önnur lið eru að gera. Við þurfum að vinna okkar leiki, við náðum því ekki í dag og þá er það bara næsti leikur sem skiptir máli“. Pepsi Max-deild karla
Leikur FH og Fylkis sem fram fór í Kaplakrika fyrr í dag fór mjög hægt af stað. Bæði lið þreifuðu á hvort öðrum og spiluðu vel sín á milli en þegar var komið að því að koma sér í færi eða skjóta á markið vantaði upp á gæði hjá báðum liðum ásat því að liðin spiluðu ekki nógu hratt á milli sín til að brjóta upp varnir andstæðingsins. Þegar tæpar 35 mínútur voru liðnar af leiknum kom svo loksins fyrsta skot leiksins sem rataði á rammann og úr varð að leikurinn varð hraðari og ákafari það sem eftir lifði af hálfleiknum. Ekkert mark kom þó en þróun leiksins gaf góð fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var hin besta skemmtun. Fylkismenn komust yfir eftir fimm mínútna leik þegar Daði Ólafsson tók hornspyrnu sem rataði á kollinn á Ólafi Inga Skúlasyni sem stangaði knöttinn heim af miklum krafti. FH sá þá að þeir þurftu að herða róðurinn hjá sér og náðu ágætis tökum á leiknum en Fylkismenn vörðust vel. Á 62. mínútu brast stíflan þó þegar Brandur Olsen þrumaði knettinum framhjá Stefáni Loga í markinu, sem hefði mögulega getað gert betur, þannig að boltinn söng í fjærhorninu en skotið var af mjög löngu færi og utarlega á vellinum. Stórgott mark og jafnvægi komið aftur á. Á 73. mínútu skaut Hjörtur Logi Valgarðsson í stöngina og margur FH-ingurinn hlaut að hugsa að þetta væri einn af þessum dögum en heimamenn voru meira með boltann en inn vildi botlinn ekki. Tveimur mínútum seinna varði Daði Freyr Arnarsson virkilega vel þegar Valdimar Þór Ingimundarson var kominn einn á móti honum og Fylkismenn hugsuðu örugglega að þetta væri einn af þessum dögum einnig. FH reyndi og reyndi en Fylkismenn spiluðu mjög góðan varnarleik. Heimamenn komu boltanum svo í netið á 90. mínútu og aftur var Brandur Olsen á ferðinni og nú skaut hann í nærhornið og aftur hefði Stefán Logi mögulega getað gert betur en líklega sá hann ekki boltann nógu vel. Þar með var það staðfest að þetta varð einn af þessum dögum fyrir Fylkismenn og heldur gengi þeirra áfram að vera upp og niður. Það hitnaði heldur betur í kolunum í lokin þegar Morten Beck Andresen fékk réttilega rautt spjald. Steig hann á andlit Ólafs Inga Skúlasonar eftir að hann hafði brotið á honum við hliðarlínuna. Menn urðu reiðir, skiljanlega, og fengu nokkrir gult spjald fyrir kjaftbrúk en þar við sat.Afhverju vann FH? Þjálfari heimamanna hefur talað um þrautseigju sinna manna og seiglu og er það nákvæmlega það sem er að skila stigunum í hús fyrir FH-inga þessa dagana. Þeir leggja ekki árar í bát þó að á móti blási ásamt því að þeir eiga leikmenn sem búa yfir miklum gæðum sem geta klárað leiki. Eins og Brandur Olsen sýndi í dag.Hvað gekk illa? Þessi leikur var mjög vel spilaður en á löngum köflum vantaði herslumuninn í sendingum til að búa til færin og svo gæði í skotin til að nýta færin. Það verður þó að segja að Fylksimenn sýndu á köflum fantagóðann varnarleik.Bestir á vellinum? Brandur Olsen fær nafnbótina maður leiksins. Hann skoraði bæði mörk FH og tryggði þeim sigurinn. Hann átti einnig þátt í álitlegustu sóknum þeirra og sýnir það að mikil ógn stafar af honum þegar hann er kominn í skotfæri. Ólafur Ingi Skúlason stóð vaktina í vörninni hjá sínum mönnum með mikilli prýði og leiddi varnarlínuna sem stóð sig mjög vel á löngum köflum. Hann skoraði einnig mark fyrir sína menn en mögulega hefðu hans menn í vörninni átt að loka betur á Brand til að sigla allavega stigi upp í Árbæ.Hvað gerist næst? FH fær Breiðablik í heimsókn í næstu umferð og það gæti orðið örlaga leikur í baráttunni um annað sætið og jafnvel meira. FH-ingar eru á góðu róli og virðast vera búnir að finna formúluna fyrir sig og má búast við því að stuðningsmenn séu bjartsýnir fyrir framhaldið. Fylkir er ekki alveg laus við falldrauginn og taka á móti HK í von um að kveða hann niður. HK er heitasta lið deildarinnar en sé tekið mið af jójó gengi Fylkis þá er það kannski ágætt að liðið hafi tapað í dag. Þó ég hugsa að stuðningsmenn þeirra hugsi það ekki þannig. Ólafur Kristjánsson: Helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á mót Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Helgi Sig: Erum hundsvekktirÞjálfari Fylkis var að vonum ósáttur með úrslitin en hans menn fengu kjaftshögg þegar Brandur Olsen skoraði sigurmark fyrir FH á 90. mínútu. „Þetta er bara hundfúlt. Það voru allir að leggja sig 100% fram og frábært að sjá liðið og því miður þá náðu við engu út úr leiknum í dag og erum hundsvekktir“. Helgi var beðinn um að veita sína sýn á atvikið undir lok leiks þegar Morten Beck traðkaði á Ólafi Inga og uppskar réttilega rautt spjald. „Ég sá ekkert hvað gerðist. Ég treysti dómaranum bara til að dæma þetta, hann hlýtur að hafa séð eitthvað og gefið FH-ingnum rautt spjald. Fyrst og fremst er maður svekktur að sjá hvað menn lögðu sig mikið fram og ekki fengið neitt. Við fengum tækifæri til að komast fyrir í stöðunni 1-1 en náum því ekki en fáum eitt á móti í lokin og það er hundfúlt. Við svekkjum okkur á því í dag en svo er það bara nýr dagur á morgun“. Fylkir er ekki alveg laus við fallbaráttuna en Helgi talaði um að þetta væri barátta áfram. „Við tökum bara einn dag í einu og reynum að berjast í öllum leikjum til að vinna þá og erum ekkert að spá í því hvað önnur lið eru að gera. Við þurfum að vinna okkar leiki, við náðum því ekki í dag og þá er það bara næsti leikur sem skiptir máli“.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti