Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 3-1 | FH-ingar komnir í bikarúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2019 21:00 Guðmundur Kristjánsson fagnar af innlifun í leikslok. vísir/bára Fh er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á erkifjendum sínum úr KR í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 3-1 þar sem Steven Lennon, Brandur Hendriksson Olsen og Morten Beck skoruðu mörk heimamanna á meðan hinn ungi Finnur Tómas Pálsson skoraði eina mark KR, hans fyrsta í meistaraflokki. Draumabyrjun er orð sem má nota yfir byrjun FH í dag en liðið fékk vítaspyrnu eftir aðeins átta mínútna leik. Arnþór Ingi Kristinsson var dæmdur brotlegur eftir að hafa farið aðeins í Brand, lítil var snertingin en Helgi Mikael Jónasson benti á punktinn. Lennon tók spyrnuna og skoraði af öryggi þó Beitir Ólafsson hafi farið í rétt horn. Annan leikinn í röð sem KR lendir undir í byrjun leiks en HK skoraði eftir aðeins sex mínútur í leik liðanna á dögunum. Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur voru hins vegar ekki lengi að bregðast við og jafnaði Finnur Tómas metin á 14. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed. Stökk hann hæst allra í teignum og stangaði knöttinn af öllu afli í netið án þess að Daði Freyr Arnarsson kæmi neinum vörnum við í marki FH. Staðan 1-1 og KR-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. Þeim tókst þó ekki að breyta yfirburðunum í mörk en Tobias Thomsen komst næst því þegar hann skallaði frábæra sendingu Arnþórs Inga í stöngina á 28. mínútu. Arnþór þurfti svo að fara meiddur af velli skömmu síðar og við það veiktist lið KR til muna. Á 39. mínútu fengu heimamenn svo aukaspyrnu á vinstri vængnum, rétt fyrir utan vítateig, eftir heimskulegt brot Atla Sigurjónssonar. Brandur tók spyrnuna þéttingsfast á markið og Beitir ákvað að kýla knöttinn frá. Boltinn hrökk aftur til Færeyingsins sem lét skotið ríða af og flaug það í netið. Að því virtist með viðkomu í Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik dró aðeins af KR liðinu sem gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo fyrrum framherji KR, Morten Beck, sem gerði út um leikinn á 72. mínútu með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf Brands af hægri vængnum. Atli fékk besta færi KR til að minnka muninn en eftir góða skyndisókn er hann sloppinn í gegn vinstra megin í vítateignum en skot hans var arfaslakt og fór framhjá markinu. Þá átti Kristján Flóki aukaspyrnu sem fór af þverslánni og yfir í uppbótartíma. Lokatölur eins og áður sagði 3-1 og er ljóst að FH mætir Víking eða Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins laugardaginn 14. september.Kennie Chopart og Brandur Olsen rífast í Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins.vísir/báraAf hverju vann FH? Þeir nýttu færin sín betur en KR í dag. Þá voru þeir öruggir í flestum sínum aðgerðum varnarlega og færanýtingin til fyrirmyndar. Þá tókst þeim að hægja á KR-liðinu og í raun drepa leikinn þegar þess þurfti í síðari hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Brandur var allt í öllu í sóknarleik FH og átti mjög góðan leik enda með mark og í raun tvær stoðsendingar en það var brotið á honum í vítinu í upphafi leiks. Þá var Guðmundur Kristjánsson frábær í miðverðinum hjá FH en það verður að segjast að heimamenn söknuðu Guðmanns Þórissonar ekki mikið í dag en hann er meiddur sem stendur. Það verður því höfuðverkur fyrir Ólaf Kristjánsson að velja miðvarðarpar í úrslitum ef allir eru heilir. Þá var Daði Freyr öruggur í marki FH og Davíð Þór Viðarsson drjúgur inn á miðri miðju liðsins.Hvað gekk illa? Sóknarleikur KR á síðasta þriðjung gekk ekki nægilega vel og þá er liðið að fá á sig alltof mörg mörk miðað við færi andstæðinganna. Annan leikinn í röð skora lið nánast í hvert skipti sem þau komast inn í vítateig KR – allavega í fyrri hálfleik í dag.Hvað gerist næst? FH er komið í bikarúrslit gegn Víkingum eða Breiðablik á meðan KR-ingar hafa lokið leik í ár. KR-ingar mæta Víking á mánudaginn kemur í Pepsi Max deildinni. Degi áður eða á sunnudeginum þá koma Fylkismenn í heimsókn í Kaplakrika.Ólafur var afar ánægður með frammistöðu FH í kvöld.vísir/báraÓlafur: Væri gaman að fá Blikana „Bara sömu hlutir og í Vals leiknum og margt sem hefur verið til staðar í sumar. Öflugur varnarleikur, Guðmundur og Pétur frábærir í miðri vörninni, bakverðirnir mjög sterkir, þéttir á miðjunni, vinnsla fremstu manna góð og við skorum. Við skorum úr færunum sem við fáum. Auðvitað hjálpar það að skora snemma og vera skilvirkir fyrir framan markið,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, um hvað skóp 3-1 sigur liðsins gegn KR í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í kvöld. Ólafur hélt áfram og hrósaði sínu liði. „Svo er það mórallinn, menn eru að tala um að mórallinn hjá FH sé erfiður. Já, það hafa verið erfiðleikar að ná í úrslit miðað við oft áður en mórallinn er frábær og þvílíkir karakterar í þessu liði og gífurleg vinnusemi,“ sagði Ólafur. „Ég er búinn að segja það svo oft áður. Ef þú ferð í bíó þá dæmiru ekki myndina fyrr en að henni er lokið þar sem þú veist ekkert hvernig hún fer og hvort aðaltöffarinn fái aðalskvísuna á ballinu,“ sagði Ólafur varðandi það hvort það væri að rætast úr sumrinu hjá FH eftir allt saman. Að lokum var Ólafur spurður út í það hvort hann vildi Víking eða Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ég var næstum búinn að segja heimaleik,“ sagði Ólafur og hló áður en hann svaraði. „Þetta eru tvö góð lið en ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að fá Blikana.“Rúnar var ekkert sérstaklega ósáttur við frammistöðu sinna manna gegn FH.vísir/báraRúnar: Þeir fengu gefins víti „Mér fannst við vera fínir í dag og ekki sanngjarnt að tapa þessum leik finnst mér. Spiluðum fínan fyrri hálfleik. Þeir fá gefins víti, við jöfnum og brjótum svo klaufalega af okkur og gefum þeim sénsinn að komast í 2-1,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir leik. „Seinni hálfleikurinn er aðeins erfiðari þar sem við erum að reyna jafna og þeir nýta sér það til að komast 3-1 yfir. Ég get samt ekki sagt að ég sé brjálæðingslega ósáttur við leik okkar, í fyrri hálfleik allavega.“ Rúnar var ósammála að það vantaði ryðma í miðju KR liðsins en Arnþór Ingi fór meiddur af velli í dag og þá meiddist Alex Freyr Hilmarsson illa á dögunum en hann hafði verið fastamaður í liðinu fram að því. „Mér finnst það ekki. Arnþór Ingi er búinn að standa sig frábærlega, hann meiðist og Skúli kemur inn á sem var frábær svo ég sé engan mun þar á. Snýst ekki um neinn ryðma, erum í fínu standi með toppleikmenn en vorum bara óheppnir að missa Arnþór út af svona snemma.“ Markmið KR það sem eftir lifir sumars er einfalt. „Það er bara næsti leikur og það er það sem skiptir máli núna,“ sagði Rúnar að lokum.Davíð Þór í baráttu við Pablo Punyed.vísir/báraDavíð Þór: Bæði mjög góð lið en ætlum að vinna þau bæði „Þetta var mjög sætur sigur. Vel spilaður leikur af okkar hálfu og heilt yfir held ég að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði Davíð Þór, fyrirliði FH liðsins, um sigurinn. Aðspurður hvað hefði breyst hjá FH á síðustu dögum en liðið hefur nú lagt Val og KR með aðeins nokkurra daga millibili þá var fátt um svör. „Ég veit það ekki. Við höfum aðeins verið að finna taktinn og þetta er oft ... þetta er frábær spurning sem ég á engin svör við og ég veit ekkert af hverju ég er að reyna svara henni,“ sagði Davíð hlæjandi. FH hefur nú slegið út fjögur Pepsi Max deildar lið á leið sinni í úrslit. „Það er eitt eftir. Við ætluðum okkar í þennan bikarúrslitaleik og erum ánægðir með það þar sem þetta er raunhæfasti möguleiki okkar á titli í sumar þannig að það kemur ekkert annað til greina en að vinna leikinn þann 14. september.“ Að lokum var Davíð spurður hvort liðið hann vildi fá í úrslitum. „Mér er alveg sama. Bæði mjög góð lið en við ætlum að vinna þau bæði, sama hvort það verður.“ Mjólkurbikarinn
Fh er komið í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á erkifjendum sínum úr KR í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 3-1 þar sem Steven Lennon, Brandur Hendriksson Olsen og Morten Beck skoruðu mörk heimamanna á meðan hinn ungi Finnur Tómas Pálsson skoraði eina mark KR, hans fyrsta í meistaraflokki. Draumabyrjun er orð sem má nota yfir byrjun FH í dag en liðið fékk vítaspyrnu eftir aðeins átta mínútna leik. Arnþór Ingi Kristinsson var dæmdur brotlegur eftir að hafa farið aðeins í Brand, lítil var snertingin en Helgi Mikael Jónasson benti á punktinn. Lennon tók spyrnuna og skoraði af öryggi þó Beitir Ólafsson hafi farið í rétt horn. Annan leikinn í röð sem KR lendir undir í byrjun leiks en HK skoraði eftir aðeins sex mínútur í leik liðanna á dögunum. Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur voru hins vegar ekki lengi að bregðast við og jafnaði Finnur Tómas metin á 14. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed. Stökk hann hæst allra í teignum og stangaði knöttinn af öllu afli í netið án þess að Daði Freyr Arnarsson kæmi neinum vörnum við í marki FH. Staðan 1-1 og KR-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum. Þeim tókst þó ekki að breyta yfirburðunum í mörk en Tobias Thomsen komst næst því þegar hann skallaði frábæra sendingu Arnþórs Inga í stöngina á 28. mínútu. Arnþór þurfti svo að fara meiddur af velli skömmu síðar og við það veiktist lið KR til muna. Á 39. mínútu fengu heimamenn svo aukaspyrnu á vinstri vængnum, rétt fyrir utan vítateig, eftir heimskulegt brot Atla Sigurjónssonar. Brandur tók spyrnuna þéttingsfast á markið og Beitir ákvað að kýla knöttinn frá. Boltinn hrökk aftur til Færeyingsins sem lét skotið ríða af og flaug það í netið. Að því virtist með viðkomu í Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik dró aðeins af KR liðinu sem gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo fyrrum framherji KR, Morten Beck, sem gerði út um leikinn á 72. mínútu með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf Brands af hægri vængnum. Atli fékk besta færi KR til að minnka muninn en eftir góða skyndisókn er hann sloppinn í gegn vinstra megin í vítateignum en skot hans var arfaslakt og fór framhjá markinu. Þá átti Kristján Flóki aukaspyrnu sem fór af þverslánni og yfir í uppbótartíma. Lokatölur eins og áður sagði 3-1 og er ljóst að FH mætir Víking eða Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins laugardaginn 14. september.Kennie Chopart og Brandur Olsen rífast í Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins.vísir/báraAf hverju vann FH? Þeir nýttu færin sín betur en KR í dag. Þá voru þeir öruggir í flestum sínum aðgerðum varnarlega og færanýtingin til fyrirmyndar. Þá tókst þeim að hægja á KR-liðinu og í raun drepa leikinn þegar þess þurfti í síðari hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Brandur var allt í öllu í sóknarleik FH og átti mjög góðan leik enda með mark og í raun tvær stoðsendingar en það var brotið á honum í vítinu í upphafi leiks. Þá var Guðmundur Kristjánsson frábær í miðverðinum hjá FH en það verður að segjast að heimamenn söknuðu Guðmanns Þórissonar ekki mikið í dag en hann er meiddur sem stendur. Það verður því höfuðverkur fyrir Ólaf Kristjánsson að velja miðvarðarpar í úrslitum ef allir eru heilir. Þá var Daði Freyr öruggur í marki FH og Davíð Þór Viðarsson drjúgur inn á miðri miðju liðsins.Hvað gekk illa? Sóknarleikur KR á síðasta þriðjung gekk ekki nægilega vel og þá er liðið að fá á sig alltof mörg mörk miðað við færi andstæðinganna. Annan leikinn í röð skora lið nánast í hvert skipti sem þau komast inn í vítateig KR – allavega í fyrri hálfleik í dag.Hvað gerist næst? FH er komið í bikarúrslit gegn Víkingum eða Breiðablik á meðan KR-ingar hafa lokið leik í ár. KR-ingar mæta Víking á mánudaginn kemur í Pepsi Max deildinni. Degi áður eða á sunnudeginum þá koma Fylkismenn í heimsókn í Kaplakrika.Ólafur var afar ánægður með frammistöðu FH í kvöld.vísir/báraÓlafur: Væri gaman að fá Blikana „Bara sömu hlutir og í Vals leiknum og margt sem hefur verið til staðar í sumar. Öflugur varnarleikur, Guðmundur og Pétur frábærir í miðri vörninni, bakverðirnir mjög sterkir, þéttir á miðjunni, vinnsla fremstu manna góð og við skorum. Við skorum úr færunum sem við fáum. Auðvitað hjálpar það að skora snemma og vera skilvirkir fyrir framan markið,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, um hvað skóp 3-1 sigur liðsins gegn KR í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í kvöld. Ólafur hélt áfram og hrósaði sínu liði. „Svo er það mórallinn, menn eru að tala um að mórallinn hjá FH sé erfiður. Já, það hafa verið erfiðleikar að ná í úrslit miðað við oft áður en mórallinn er frábær og þvílíkir karakterar í þessu liði og gífurleg vinnusemi,“ sagði Ólafur. „Ég er búinn að segja það svo oft áður. Ef þú ferð í bíó þá dæmiru ekki myndina fyrr en að henni er lokið þar sem þú veist ekkert hvernig hún fer og hvort aðaltöffarinn fái aðalskvísuna á ballinu,“ sagði Ólafur varðandi það hvort það væri að rætast úr sumrinu hjá FH eftir allt saman. Að lokum var Ólafur spurður út í það hvort hann vildi Víking eða Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ég var næstum búinn að segja heimaleik,“ sagði Ólafur og hló áður en hann svaraði. „Þetta eru tvö góð lið en ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að fá Blikana.“Rúnar var ekkert sérstaklega ósáttur við frammistöðu sinna manna gegn FH.vísir/báraRúnar: Þeir fengu gefins víti „Mér fannst við vera fínir í dag og ekki sanngjarnt að tapa þessum leik finnst mér. Spiluðum fínan fyrri hálfleik. Þeir fá gefins víti, við jöfnum og brjótum svo klaufalega af okkur og gefum þeim sénsinn að komast í 2-1,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir leik. „Seinni hálfleikurinn er aðeins erfiðari þar sem við erum að reyna jafna og þeir nýta sér það til að komast 3-1 yfir. Ég get samt ekki sagt að ég sé brjálæðingslega ósáttur við leik okkar, í fyrri hálfleik allavega.“ Rúnar var ósammála að það vantaði ryðma í miðju KR liðsins en Arnþór Ingi fór meiddur af velli í dag og þá meiddist Alex Freyr Hilmarsson illa á dögunum en hann hafði verið fastamaður í liðinu fram að því. „Mér finnst það ekki. Arnþór Ingi er búinn að standa sig frábærlega, hann meiðist og Skúli kemur inn á sem var frábær svo ég sé engan mun þar á. Snýst ekki um neinn ryðma, erum í fínu standi með toppleikmenn en vorum bara óheppnir að missa Arnþór út af svona snemma.“ Markmið KR það sem eftir lifir sumars er einfalt. „Það er bara næsti leikur og það er það sem skiptir máli núna,“ sagði Rúnar að lokum.Davíð Þór í baráttu við Pablo Punyed.vísir/báraDavíð Þór: Bæði mjög góð lið en ætlum að vinna þau bæði „Þetta var mjög sætur sigur. Vel spilaður leikur af okkar hálfu og heilt yfir held ég að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði Davíð Þór, fyrirliði FH liðsins, um sigurinn. Aðspurður hvað hefði breyst hjá FH á síðustu dögum en liðið hefur nú lagt Val og KR með aðeins nokkurra daga millibili þá var fátt um svör. „Ég veit það ekki. Við höfum aðeins verið að finna taktinn og þetta er oft ... þetta er frábær spurning sem ég á engin svör við og ég veit ekkert af hverju ég er að reyna svara henni,“ sagði Davíð hlæjandi. FH hefur nú slegið út fjögur Pepsi Max deildar lið á leið sinni í úrslit. „Það er eitt eftir. Við ætluðum okkar í þennan bikarúrslitaleik og erum ánægðir með það þar sem þetta er raunhæfasti möguleiki okkar á titli í sumar þannig að það kemur ekkert annað til greina en að vinna leikinn þann 14. september.“ Að lokum var Davíð spurður hvort liðið hann vildi fá í úrslitum. „Mér er alveg sama. Bæði mjög góð lið en við ætlum að vinna þau bæði, sama hvort það verður.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti