Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 18:45 Hallgrímur Mar var besti maður vallarins. vísir/bára KA lyfti sér upp úr fallsæti með 4-2 sigri á Stjörnunni í 16. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Veðrið sótti stórt strik í reikninginn en völlurinn var rennblautur og þungur. Það hafði bein áhrif á annað mark KA-manna sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði. Eyjólfur Héðinsson sendi boltann þá til baka, hann stoppaði í polli, David Cuerva sendi boltann til hliðar á Hallgrím sem skoraði í autt markið. Daníel Laxdal átti erfitt uppdráttar í dag en hann gaf vítaspyrnu snemma leiks og fékk svo rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Á 6. mínútu braut Daníel á Elfari Árna Aðalsteinssyni innan vítateigs og Ívar Orri Kristjánsson benti á punktinn. Hallgrímur tók spyrnuna, Haraldur Björnsson varði en boltinn fór í Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, og þaðan í markið. Átta mínútum síðar skoraði Hallgrímur markið skrautlega og kom KA í 2-0. Þorsteinn Már Ragnarsson minnkaði muninn á 17. mínútu þegar hann slapp í gegn eftir sendingu Baldurs. Stjarnan varð fyrir áföllum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst þurfti Haraldur að fara út af vegna meiðsla og svo fékk Daníel sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Almari Ormarssyni, fyrirliða KA. Á 50. mínútu kom Torfi Tímoteus Gunnarsson KA í 3-1 þegar hann skallaði hornspyrnu Hallgríms í netið. Einum fleiri voru KA-menn sterkari í seinni hálfleik en Stjörnumenn minnkuðu muninn á 64. mínútu þegar Þorsteinn Már skoraði sitt annað mark. Baldur framlengdi þá aukaspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar á Þorstein sem skoraði með góðu skoti. Fjórum mínútum síðar skoraði Elfar Árni fjórða mark KA þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Guðjón Orra Sigurjónsson í marki Stjörnunnar eftir slæm mistök Martins Rauschenberg í vörn Stjörnunnar. KA fékk góð færi til skora fleiri mörk undir lokin en létu fjögur nægja. Lokatölur 4-2, KA-mönnum í vil. KA er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Grindvíkingar geta sent KA-menn aftur niður í fallsæti með sigri á Fylkismönnum annað kvöld. Þetta var fyrsta deildartap Stjörnunnar síðan 18. júní. Liðið er í 4. sæti með 24 stig.Af hverju vann KA? Eftir að hafa spilað leikkerfið 3-4-3 í allt sumar breytti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, út af vananum í dag. KA spilaði 4-2-3-1. Það gaf góða raun. Sóknarleikur heimamanna var beittur. Þeir skoruðu fjögur mörk og þau hefðu getað orðið fleiri. Stjörnumönnum gekk verr að ráða við votan völlinn og gerðu sig seka um klaufaleg mistök í fyrstu tveimur mörkunum og svo aftur í fjórða markinu. KA-menn gripu gæsina þegar hún gafst og áttu sigurinn skilið.Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur skoraði annað mark KA, lagði það þriðja upp og átti svo þátt í sjálfsmarki Baldurs. Hann gat svo sannarlega gengið sáttur af velli. Hallgrímur hefur skorað níu mörk í sumar og er næstmarkahæstur í deildinni á eftir Hilmari Árna. Elfar Árni var óþreytandi sem fremsti maður KA, skoraði eitt mark og fiskaði víti. Ívar Örn Árnason átti mjög góðan leik í stöðu vinstri bakvarðar og Torfi Tímoteus stóð fyrir sínu og skilaði marki. Þorsteinn Már var langbesti leikmaður Stjörnunnar. Hann skoraði sín fyrstu deildarmörk í sumar og var mjög ógnandi.Hvað gekk illa? Reynslumiklir leikmenn Stjörnunnar gerðu sig seka um ótrúleg mistök í leiknum, þ.á.m. Daníel, Eyjólfur og Rauschenberg sem hefur vægast sagt verið slakur í sumar.Hvað gerist næst? KA fer til Eyja í næstu umferð og mæta þar botnliði ÍBV sem hefur tapað níu leikjum í röð. KA-menn verða að vinna þann leik. Sunnudaginn 25. ágúst fá þeir svo topplið KR-inga heim. Eftir viku mætir Stjarnan ÍA á heimavelli. Mánudaginn 26. ágúst sækja Stjörnumenn svo Valsmenn heim.Óli Stefán hrósaði baráttuanda sinna manna.vísir/báraÓli Stefán: Þurftum að svara fyrir okkur „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu.Rúnar Páll var hvorki sáttur með sína menn né Greifavöllinn.vísir/báraRúnar Páll: Völlurinn ekki boðlegur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að sínir menn hefðu gert sig seka um slæm mistök í leiknum gegn KA. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Við gáfum þeim fyrstu þrjú mörkin. Þetta er svekkelsi. Aðstæðurnar buðu ekki upp á fallegan fótbolta,“ sagði Rúnar Páll. „Öll mörkin voru frekar ódýr sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við lögðum okkur fram og börðumst en það gekk ekki að koma til baka. KA-menn voru harðir og yfir í baráttunni.“ Eins og áður hefur komið fram voru aðstæður slæmar. Rúnar Páll segir að þær hafi vart verið boðlegar. „Við aðlöguðumst aðstæðum ekki vel. Þetta er ekki boði. Að bjóða upp á svona árið 2019. Þess vegna erum við gervigrasmennirnir hlynntir því. Það er allt í lagi að spila í roki og rigningu en völlurinn var ekki boðlegur sem sást í mörkunum. Þetta voru lélegar aðstæður og við vorum ekki nógu klókir,“ sagði Rúnar Páll. „En ég tek neitt af KA-mönnum. Þeir gerðu þetta vel og settu pressu á okkur. Við getum engum öðrum um kennt en sjálfum okkur. Við töpuðum bara á eigin mistökum.“ Pepsi Max-deild karla
KA lyfti sér upp úr fallsæti með 4-2 sigri á Stjörnunni í 16. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Veðrið sótti stórt strik í reikninginn en völlurinn var rennblautur og þungur. Það hafði bein áhrif á annað mark KA-manna sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði. Eyjólfur Héðinsson sendi boltann þá til baka, hann stoppaði í polli, David Cuerva sendi boltann til hliðar á Hallgrím sem skoraði í autt markið. Daníel Laxdal átti erfitt uppdráttar í dag en hann gaf vítaspyrnu snemma leiks og fékk svo rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Á 6. mínútu braut Daníel á Elfari Árna Aðalsteinssyni innan vítateigs og Ívar Orri Kristjánsson benti á punktinn. Hallgrímur tók spyrnuna, Haraldur Björnsson varði en boltinn fór í Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, og þaðan í markið. Átta mínútum síðar skoraði Hallgrímur markið skrautlega og kom KA í 2-0. Þorsteinn Már Ragnarsson minnkaði muninn á 17. mínútu þegar hann slapp í gegn eftir sendingu Baldurs. Stjarnan varð fyrir áföllum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst þurfti Haraldur að fara út af vegna meiðsla og svo fékk Daníel sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Almari Ormarssyni, fyrirliða KA. Á 50. mínútu kom Torfi Tímoteus Gunnarsson KA í 3-1 þegar hann skallaði hornspyrnu Hallgríms í netið. Einum fleiri voru KA-menn sterkari í seinni hálfleik en Stjörnumenn minnkuðu muninn á 64. mínútu þegar Þorsteinn Már skoraði sitt annað mark. Baldur framlengdi þá aukaspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar á Þorstein sem skoraði með góðu skoti. Fjórum mínútum síðar skoraði Elfar Árni fjórða mark KA þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Guðjón Orra Sigurjónsson í marki Stjörnunnar eftir slæm mistök Martins Rauschenberg í vörn Stjörnunnar. KA fékk góð færi til skora fleiri mörk undir lokin en létu fjögur nægja. Lokatölur 4-2, KA-mönnum í vil. KA er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Grindvíkingar geta sent KA-menn aftur niður í fallsæti með sigri á Fylkismönnum annað kvöld. Þetta var fyrsta deildartap Stjörnunnar síðan 18. júní. Liðið er í 4. sæti með 24 stig.Af hverju vann KA? Eftir að hafa spilað leikkerfið 3-4-3 í allt sumar breytti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, út af vananum í dag. KA spilaði 4-2-3-1. Það gaf góða raun. Sóknarleikur heimamanna var beittur. Þeir skoruðu fjögur mörk og þau hefðu getað orðið fleiri. Stjörnumönnum gekk verr að ráða við votan völlinn og gerðu sig seka um klaufaleg mistök í fyrstu tveimur mörkunum og svo aftur í fjórða markinu. KA-menn gripu gæsina þegar hún gafst og áttu sigurinn skilið.Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur skoraði annað mark KA, lagði það þriðja upp og átti svo þátt í sjálfsmarki Baldurs. Hann gat svo sannarlega gengið sáttur af velli. Hallgrímur hefur skorað níu mörk í sumar og er næstmarkahæstur í deildinni á eftir Hilmari Árna. Elfar Árni var óþreytandi sem fremsti maður KA, skoraði eitt mark og fiskaði víti. Ívar Örn Árnason átti mjög góðan leik í stöðu vinstri bakvarðar og Torfi Tímoteus stóð fyrir sínu og skilaði marki. Þorsteinn Már var langbesti leikmaður Stjörnunnar. Hann skoraði sín fyrstu deildarmörk í sumar og var mjög ógnandi.Hvað gekk illa? Reynslumiklir leikmenn Stjörnunnar gerðu sig seka um ótrúleg mistök í leiknum, þ.á.m. Daníel, Eyjólfur og Rauschenberg sem hefur vægast sagt verið slakur í sumar.Hvað gerist næst? KA fer til Eyja í næstu umferð og mæta þar botnliði ÍBV sem hefur tapað níu leikjum í röð. KA-menn verða að vinna þann leik. Sunnudaginn 25. ágúst fá þeir svo topplið KR-inga heim. Eftir viku mætir Stjarnan ÍA á heimavelli. Mánudaginn 26. ágúst sækja Stjörnumenn svo Valsmenn heim.Óli Stefán hrósaði baráttuanda sinna manna.vísir/báraÓli Stefán: Þurftum að svara fyrir okkur „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu.Rúnar Páll var hvorki sáttur með sína menn né Greifavöllinn.vísir/báraRúnar Páll: Völlurinn ekki boðlegur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að sínir menn hefðu gert sig seka um slæm mistök í leiknum gegn KA. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Við gáfum þeim fyrstu þrjú mörkin. Þetta er svekkelsi. Aðstæðurnar buðu ekki upp á fallegan fótbolta,“ sagði Rúnar Páll. „Öll mörkin voru frekar ódýr sem er ekki vanalegt hjá okkur. Við lögðum okkur fram og börðumst en það gekk ekki að koma til baka. KA-menn voru harðir og yfir í baráttunni.“ Eins og áður hefur komið fram voru aðstæður slæmar. Rúnar Páll segir að þær hafi vart verið boðlegar. „Við aðlöguðumst aðstæðum ekki vel. Þetta er ekki boði. Að bjóða upp á svona árið 2019. Þess vegna erum við gervigrasmennirnir hlynntir því. Það er allt í lagi að spila í roki og rigningu en völlurinn var ekki boðlegur sem sást í mörkunum. Þetta voru lélegar aðstæður og við vorum ekki nógu klókir,“ sagði Rúnar Páll. „En ég tek neitt af KA-mönnum. Þeir gerðu þetta vel og settu pressu á okkur. Við getum engum öðrum um kennt en sjálfum okkur. Við töpuðum bara á eigin mistökum.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti