Fótbolti

Jón Dagur skoraði og Glódís á toppinn í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur í leiknum í kvöld.
Jón Dagur í leiknum í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt annað mark fyrir AGF er hann skoraði í 2-1 tapi gegn Lyngby á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jón Dagur gekk í raðir Árósar-liðsins fyrir leiktíðina og hefur byrjað tímabilið vel. Hann kom AGF yfir á níundu mínútu í kvöld og þannig var staðan í leikhlé.

Jesper Christjansen jafnaði hins vegar metin fyrir Lyngby á 68. mínútu og þremur mínútum síðar var það Frederik Gytkjær sem tryggði nýliðum Lyngby 2-1 sigur.

AGF er því einungis með eitt stig af tólf mögulegum og vonbrigðarbyrjun hjá þessu stóra félagi en nýliðar Lyngby eru með sex stig í níunda sæti.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 3-0 sigur á Djurgården á útivelli. Rosengård er á toppnum með 24 stig en Djurgården í tíunda sætinu með níu stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×