Zinedine Zidane hefur áhyggjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:00 Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, fylgist með á æfingu liðsins. Vísir/Getty Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli. Zinedine Zidane segist hafa áhyggjur af þessu og að þetta vissulega angri hann. Nýi vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy er sá síðasti til að meiðast en hann meiddist á kálfa. Áður hafði Marco Asensio slitið krossband í leik á móti Arsenal og Brahim Diaz tognaði aftan í læri. Meiðsli Marco Asensio eru langalvarlegust en hann verður væntanlega frá í níu mánuði.Ojo, Zidane, preocupado por las lesiones que está sufriendo su plantilla https://t.co/MhwTxHZNn3 — MARCA (@marca) July 25, 2019 „Þessi meiðsli leikmanna minna angra mig og ég hef ányggjur af þessu. Meiðsli Ferland eru ekki eins alvarleg og hjá Asensio en hann getur ekki verið með okkur á næstunni. Svona hlutir gerast samt á undirbúningstímabilinu,“ sagði Zinedine Zidane við blaðamann Marca. Zidane vill ekki segja neitt um hvort meiðsli Marco Asensio breyti hans plönum með Real Madrid liðið. „Ég er ekki að hugsa um það hver komi í staðinn fyrir Marco. Við erum eyðilögð vegna meiðsla Marco en við erum að undirbúa þá leikmenn sem við höfum fyrir tímabilið. Svo snúum við aftur til Madrid,“ sagði Zinedine. Real Madrid er líka að missa aðra leikmenn. Dani Ceballos er farinn á lán til Arsenal og James Rodríguez verður væntanlega seldur til Napoli á Ítalíu. Zidane getur samt ekki kvartað mikið enda búinn að kaupa leikmenn fyrir meira en 300 milljónir evra í sumar. Þar á meðal eru menn eins og Eder Militao, Luka Jovic og að sjálfsögðu Eden Hazard Zidane var að sjálfsögðu spurður út í Gareth Bale sem hann hafði áður lýst yfir að væri á förum frá félaginu. Franski stjórinn var ekkert tilbúinn að segja um það hvort langur meiðslalisti kalli á að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Real Madrid spilar næsta leik sinn í Bandaríkjaferðinni á morgun laugardag þegar liðið spilar við nágranna sína Atletico Madrid í New Jersey. Nú er bara að vona þeirra vegna að fleiri leikmenn meiðist ekki í þeim leik.Real Madrid's Ferland Mendy joins growing injury listhttps://t.co/oOwr7sLnKy — AS English (@English_AS) July 25, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira