Tiger úr leik á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2019 14:05 Tiger Woods vísir/getty Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Tiger lenti í miklum vandræðum á fyrsta hringnum í gær og var á sjö höggum yfir pari þegar hann steig út á fyrsta teig í morgun. Þar byrjaði hann vel og náði í fugl strax á fyrstu holu. Hringur Tiger í dag var alls ekki alslæmur, hann fékk samtals fjóra fugla en þrjá skolla, þar af tvo á lokasprettinum, og lék því hringinn á einu höggum undir pari. Það var hins vegar langt frá því að vera nógu gott til að vinna upp mistök gærdagsins.Second birdie of the day for @TigerWoods#TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/dxOZX55Wmd — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Hann lenti nokkuð títt á stöðum sem gáfu erfið fuglapútt, of erfið fyrir snilli Woods og því þurfti hann að sætta sig við parið á of mörgum holum. Tiger endaði því á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Niðurskurðarlínan er þegar þetta er skrifað við eitt högg yfir par. Þrátt fyrir að niðurskurðarlínan gæti breyst, þá er hægt að segja með þó nokkurri fullvissu að Tiger sé úr leik. Tiger vann sinn fimmtánda risatitil þegar hann vann Mastersmótið í apríl. Síðan þá hefur hann tekið þátt í takmörkuðum fjölda móta en eitt þeirra var PGA risamótið þar sem hann fór heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Þetta er í fyrsta skipti á þessari öld sem að sigurvegari Mastersmótsins fer sama ár hvorki í gegnum niðurskurðinn á PGA risamótinu né Opna breska.Skorkort Tiger á öðrum hringnum í dagskjáskot Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Tiger lenti í miklum vandræðum á fyrsta hringnum í gær og var á sjö höggum yfir pari þegar hann steig út á fyrsta teig í morgun. Þar byrjaði hann vel og náði í fugl strax á fyrstu holu. Hringur Tiger í dag var alls ekki alslæmur, hann fékk samtals fjóra fugla en þrjá skolla, þar af tvo á lokasprettinum, og lék því hringinn á einu höggum undir pari. Það var hins vegar langt frá því að vera nógu gott til að vinna upp mistök gærdagsins.Second birdie of the day for @TigerWoods#TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/dxOZX55Wmd — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Hann lenti nokkuð títt á stöðum sem gáfu erfið fuglapútt, of erfið fyrir snilli Woods og því þurfti hann að sætta sig við parið á of mörgum holum. Tiger endaði því á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Niðurskurðarlínan er þegar þetta er skrifað við eitt högg yfir par. Þrátt fyrir að niðurskurðarlínan gæti breyst, þá er hægt að segja með þó nokkurri fullvissu að Tiger sé úr leik. Tiger vann sinn fimmtánda risatitil þegar hann vann Mastersmótið í apríl. Síðan þá hefur hann tekið þátt í takmörkuðum fjölda móta en eitt þeirra var PGA risamótið þar sem hann fór heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Þetta er í fyrsta skipti á þessari öld sem að sigurvegari Mastersmótsins fer sama ár hvorki í gegnum niðurskurðinn á PGA risamótinu né Opna breska.Skorkort Tiger á öðrum hringnum í dagskjáskot
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira