Enski boltinn

Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bolton lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12.
Bolton lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12. vísir/getty
Enska fótboltafélagið Bolton Wanderers hefur verið sett í greiðslustöðvun.

Bolton á í miklum fjárhagsvandræðum og skuldar m.a. 1,2 milljónir punda í skatta.

Bolton féll úr ensku B-deildinni í vor og hefur væntanlega leik í C-deildinni með tólf stig í mínus.

Leikmenn Bolton fóru í verkfall undir lok tímabilsins vegna vangoldinna launa og félagið gaf leik gegn Brentford í næstsíðustu umferð B-deildarinnar.

Bolton lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2011-12. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir félagið sem er fallið niður í C-deildina í annað sinn síðan 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×