Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2017 14:30 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék lokadaginn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á stórmóti í fyrsta sinn lauk hún leik á mótinu á 216 höggum eða þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir hún 48. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en það áttu enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik. Ólafía sem hóf leik á 10. teig í dag átti slæman kafla á brautum 14-16. þegar hún tapaði fjórum höggum eftir að hafa verið einu höggi undir pari þar áður. Henni tókst hinsvegar að laga það á seinni hluta vallarins og koma í hús á parinu en hún fékk alls 5 fugla, 3 skolla og einn skramba á hringnum. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á þremur höggum yfir pari en hún byrjaði lokadaginn vel. Fékk hún fugl á þriðju braut og var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Þá kom erfiður kafli hjá Ólafíu, þrípútt á fimmtu holu kom henni aftur á parið. Á næstu holu var millimeters munur hvort fjórða höggið væri gott eða slæmt og því miður fyrir hana var það slæmt sem skilaði henni skolla.Ólafía púttar á flöt í Frakklandi í dagVísir/ÞorsteinnÞetta virtist eitthvað fara í taugarnar á okkar konu sem fékk skramba á næstu braut, par 3 holu sem hún setti boltann í sandglompu og sló þaðan yfir flötina. Tvípútt þýddi svo að hún var skyndilega á þremur höggum yfir pari á deginum. Fugl á átjándu holu, erfiðustu holu vallarins, eftir frábær innáhögg þýddi að hún lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari. Fékk hún skolla á annarri braut, aftur þrípúttaði hún á erfiðri flöt og var hún aftur á þremur höggum yfir pari á deginum og alls sex höggum yfir pari. Þá kom besti kafli dagsins hjá Ólafíu sem fékk fugl á þriðju, sjöttu og sjöundu braut, þrjá fugla á fimm holum sem kom henni aftur á parið. Á sjöttu braut setti hún niður erfitt vipp undan tré við hlið flatarinnar og á næstu braut bjargaði hún sér úr skógi við hlið brautarinnar og frábært innáhögg gaf henni fugl. Eftir gott innáhögg á áttundu rétt missti hún af fugli eftir tveggja metra pútt en á lokaholunni setti hún niður fyrir pari.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék lokadaginn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á stórmóti í fyrsta sinn lauk hún leik á mótinu á 216 höggum eða þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir hún 48. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en það áttu enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik. Ólafía sem hóf leik á 10. teig í dag átti slæman kafla á brautum 14-16. þegar hún tapaði fjórum höggum eftir að hafa verið einu höggi undir pari þar áður. Henni tókst hinsvegar að laga það á seinni hluta vallarins og koma í hús á parinu en hún fékk alls 5 fugla, 3 skolla og einn skramba á hringnum. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á þremur höggum yfir pari en hún byrjaði lokadaginn vel. Fékk hún fugl á þriðju braut og var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Þá kom erfiður kafli hjá Ólafíu, þrípútt á fimmtu holu kom henni aftur á parið. Á næstu holu var millimeters munur hvort fjórða höggið væri gott eða slæmt og því miður fyrir hana var það slæmt sem skilaði henni skolla.Ólafía púttar á flöt í Frakklandi í dagVísir/ÞorsteinnÞetta virtist eitthvað fara í taugarnar á okkar konu sem fékk skramba á næstu braut, par 3 holu sem hún setti boltann í sandglompu og sló þaðan yfir flötina. Tvípútt þýddi svo að hún var skyndilega á þremur höggum yfir pari á deginum. Fugl á átjándu holu, erfiðustu holu vallarins, eftir frábær innáhögg þýddi að hún lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari. Fékk hún skolla á annarri braut, aftur þrípúttaði hún á erfiðri flöt og var hún aftur á þremur höggum yfir pari á deginum og alls sex höggum yfir pari. Þá kom besti kafli dagsins hjá Ólafíu sem fékk fugl á þriðju, sjöttu og sjöundu braut, þrjá fugla á fimm holum sem kom henni aftur á parið. Á sjöttu braut setti hún niður erfitt vipp undan tré við hlið flatarinnar og á næstu braut bjargaði hún sér úr skógi við hlið brautarinnar og frábært innáhögg gaf henni fugl. Eftir gott innáhögg á áttundu rétt missti hún af fugli eftir tveggja metra pútt en á lokaholunni setti hún niður fyrir pari.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira