Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2017 22:29 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk 10,8 milljónir fyrir árangur sinn á Indy Women In Tech-mótinu á LPGA-mótaröðinni í gær og meira en tvöfaldaði heildarverðlaunfé sitt í ár. Árangurinn þýðir að Ólafía er svo gott sem örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári en hún er nú komin upp í 67. sæti peningalistans en 100 efstu kylfingarnir endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía var í 106. sæti peningalistans fyrir mótið í Indiana um helgina og hoppaði því upp um 39 sæti með árangri sínum á móti helgarinnar.Staða Ólafíu á peningalistanum.80 tekjuhæstu kylfingarnir ár hvert komast í efsta þrep forgangslistans á mótaröðinni og er árangur Ólafíu í dag ekki síst mikilvægur í því ljósi. Hún á því góðan möguleika á keppa á öllum þeim mótum sem hún kýs að taka þátt í á næstu leiktíð ef hún heldur sér á meðal 80 efstu. Sjá einnig: Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía fékk 103 þúsund dollara fyrir árangurinn í dag en var áður búin að fá samtals 72 þúsund dollara. Hún hefur því aflað alls 175 þúsund dollara á tímabilinu, jafnvirði 18,5 milljóna króna.Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils. Ólafía Þórunn mun nú halda með fullt sjálfstraust inn í Evian Championship mótið sem hefst í næstu viku en það er síðasta risamót ársins. Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur risamótum til þessa. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk 10,8 milljónir fyrir árangur sinn á Indy Women In Tech-mótinu á LPGA-mótaröðinni í gær og meira en tvöfaldaði heildarverðlaunfé sitt í ár. Árangurinn þýðir að Ólafía er svo gott sem örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári en hún er nú komin upp í 67. sæti peningalistans en 100 efstu kylfingarnir endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía var í 106. sæti peningalistans fyrir mótið í Indiana um helgina og hoppaði því upp um 39 sæti með árangri sínum á móti helgarinnar.Staða Ólafíu á peningalistanum.80 tekjuhæstu kylfingarnir ár hvert komast í efsta þrep forgangslistans á mótaröðinni og er árangur Ólafíu í dag ekki síst mikilvægur í því ljósi. Hún á því góðan möguleika á keppa á öllum þeim mótum sem hún kýs að taka þátt í á næstu leiktíð ef hún heldur sér á meðal 80 efstu. Sjá einnig: Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía fékk 103 þúsund dollara fyrir árangurinn í dag en var áður búin að fá samtals 72 þúsund dollara. Hún hefur því aflað alls 175 þúsund dollara á tímabilinu, jafnvirði 18,5 milljóna króna.Hér má sjá upplýsingar um forgangslista LPGA-mótaraðarinnar [hlekkur á PDF-skjal] í ár en þar kemur fram að efsti flokkur á listanum eru 80 tekjuhæstu kylfingar síðusta tímabils. Ólafía Þórunn mun nú halda með fullt sjálfstraust inn í Evian Championship mótið sem hefst í næstu viku en það er síðasta risamót ársins. Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur risamótum til þessa.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira