14 pör hjá Ólafíu í dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2017 21:00 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira