Ólafía í 6. sæti eftir frábæra spilamennsku í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 18:15 Ólafía Þórunn er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira