Ólafía í 6. sæti eftir frábæra spilamennsku í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 18:15 Ólafía Þórunn er efsti Evrópubúinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einstaklega vel á öðrum degi Opna skoska meistaramótsins í golfi sem fer fram á North Ayrshire í Skotlandi. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er í 6. sæti. Hún er jafnframt efsti Evrópubúinn á mótinu.mynd/skjáskot af vef lpgaÓlafía lék hringinn í gær á einu höggi yfir pari. Hún byrjaði svo á því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum í dag. Ólafía lét það ekki á sig fá, fékk par, fugl og loks örn á næstu þremur holum. Hún fékk svo einn fugl til viðbótar á fyrri níu holunum. Ólafía byrjaði seinni níu holurnar á því að fá tvö pör. Síðan komu tveir skollar en Ólafía núllaði þá út með tveimur fuglum í röð. Hún lék svo síðustu þrjár holurnar á parinu og hélt 6. sætinu. Eftir gærdaginn var Ólafía í 37.-54. sæti. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum er með forystu en hún er samtals á fimm höggum undir pari. Fylgst var með gangi mála í dag í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira