Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Guðmundur Steinarsson í Keflavík skrifar 7. janúar 2017 19:15 Það var hart barist á Sunnubrautinni í dag. Vísir/Daníel Þór Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira