Valdís Þóra byrjaði á skramba en er samt í 15. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 18:21 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó. Fall er vonandi fararheill fyrir Valdísi Þóru sem er að reyna að komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 17.til 21. desember. Hún fékk nefnilega skramba á fyrstu holu þegar hún lék þessa par fjögur holu á sex höggum. Valdís Þóra tapaði síðan höggi líka á holu tvö og var því komin þrjú högg yfir par eftir aðeins tvær holur. Hún lét þessa slæmu byrjun þó ekki slá sig útaf laginu. Valdís Þóra lék hinar sextán holurnar á hringnum á einu höggi yfir par þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla. Valdís Þóra spilaði fyrsta hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15. til 20. sæti. Það komast á bilinu 27 til 28 keppendur áfram af fyrsta stiginu inn á lokaúrtökumótið. Aðeins sex kylfingar náðu að spila fyrsta hringinn á pari eða betur og golfvöllurinn í Marokkó er greinilega mjög krefjandi. Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið ef marka má viðtal við hana á heimasíðu Golfsambands Íslands. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð,“ sagði Valdís Þóra. Golf Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó. Fall er vonandi fararheill fyrir Valdísi Þóru sem er að reyna að komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 17.til 21. desember. Hún fékk nefnilega skramba á fyrstu holu þegar hún lék þessa par fjögur holu á sex höggum. Valdís Þóra tapaði síðan höggi líka á holu tvö og var því komin þrjú högg yfir par eftir aðeins tvær holur. Hún lét þessa slæmu byrjun þó ekki slá sig útaf laginu. Valdís Þóra lék hinar sextán holurnar á hringnum á einu höggi yfir par þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla. Valdís Þóra spilaði fyrsta hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15. til 20. sæti. Það komast á bilinu 27 til 28 keppendur áfram af fyrsta stiginu inn á lokaúrtökumótið. Aðeins sex kylfingar náðu að spila fyrsta hringinn á pari eða betur og golfvöllurinn í Marokkó er greinilega mjög krefjandi. Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið ef marka má viðtal við hana á heimasíðu Golfsambands Íslands. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð,“ sagði Valdís Þóra.
Golf Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira