Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fagnar eftir leik. vísir/anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira