SpaceX ætlar til Mars árið 2018 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 19:38 Einkarekna geimferðafyrirtækið hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að koma geimfari til Mars árið 2018. Mynd/SpaceX Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi.
Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38