Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. apríl 2016 10:30 Ingibjörg Elsa Turchi frá Stelpur rokka! er ein af þeim sem stendur fyrir söfnunni. Vísir/Ernir. Í tilefni 5 ára afmælishátíðar Stelpur rokka! erum við í samstarfi við samtökin Sól í Tógó að safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir sem verða haldnar í Tógó í ágúst. Þessar rokkbúðir eru á vegum tógóískra tónlistakvenna og þær verða með svipuðu sniði og þær búðir sem hafa verið haldnar hér á landi,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi, sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka!, um þetta söfnunarverkefni sem samtökin eru að ráðst í. „í Tógó er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum. Við óskum sérstaklega eftir trommusettum, rafmagnsgíturum og bössum, rafmagnshljómborðum, gítar- og bassamögnurum og míkrófónum. Þau þurfa að auðvitað að vera nothæf. Við erum einnig í samstarfi við Tónastöðina með móttöku á hljóðfærunum, þangað getur fólk komið með hljóðfærin.“ Samtökin Stelpur rokka! eru femínískt sjálfboðaliðastarf sem leitast við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Samtökin halda sumarbúðir þar sem ungum stelpum er kennt á hljóðfæri, þær mynda hljómsveitir, frægar tónlistarkonur mæta og fræða stelpurnar um tónlistarbransann og jafnréttismál eru rædd. Samtökin vilja kollvarpa staðalímyndum á konum sem koma fram í popptónlist og annars staðar þar sem konur birtast ekki sem skapandi gerendur heldur sem kynferðisleg viðföng. Einnig hefur hlutfall kvenna verið heldur lágt á tónlistarhátíðum hér á landi og sem skráðra höfunda í STEFi, svo fátt eitt sé nefnt. Þennan halla vilja Stelpur rokka! rétta við og sömuleiðis stuðla að betra tónlistarlífi með því að virkja ungar stelpur í listsköpun. Samtökin héldu í fyrsta sinn rokksumarbúðir árið 2012 og hafa gert á hverju ári síðan þá. Búðirnar hafa verið haldnar á Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ og samtökin hafa farið á ráðstefnur víða í Evrópu og Ameríku og átt í samstarfi við önnur svipuð samtök utan úr heimi, til dæmis Girls Rock Camp Alliance og hjálpað við stofnun rokkbúða í Póllandi. Sól í Tógó eru samtök Íslendinga sem hafa verið að leggja mannúðarstarfi systur Victorine, eða Victó, í Aného og Gliji í Tógó lið, þá aðallega með stuðningi við uppbyggingu á munaðarleysingjaheimili sem Victorine heldur úti þar í landi. Árið 2007 voru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson að ættleiða dóttur sína í Tógó þar sem þau kynntust þessu mannúðarstarfi og lögðu því lítillega lið. Þegar þau svo sneru aftur til Íslands fóru þau að kynna starf Victó fyrir fólki og úr urðu samtökin Sól í Tógó. Allar götur síðan hafa þau stutt við uppbyggingu samfélagsins í Gliji og staðið þar fyrir byggingu á húsum fleiru og stefna á enn frekari umbætur í heilsugæslu, byggingu á skóla og leikskóla og bæta alls konar félagsstarf á svæðinu. Söfnunin fer fram dagana 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni Skipholti 50D. Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Í tilefni 5 ára afmælishátíðar Stelpur rokka! erum við í samstarfi við samtökin Sól í Tógó að safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir sem verða haldnar í Tógó í ágúst. Þessar rokkbúðir eru á vegum tógóískra tónlistakvenna og þær verða með svipuðu sniði og þær búðir sem hafa verið haldnar hér á landi,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi, sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka!, um þetta söfnunarverkefni sem samtökin eru að ráðst í. „í Tógó er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum. Við óskum sérstaklega eftir trommusettum, rafmagnsgíturum og bössum, rafmagnshljómborðum, gítar- og bassamögnurum og míkrófónum. Þau þurfa að auðvitað að vera nothæf. Við erum einnig í samstarfi við Tónastöðina með móttöku á hljóðfærunum, þangað getur fólk komið með hljóðfærin.“ Samtökin Stelpur rokka! eru femínískt sjálfboðaliðastarf sem leitast við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Samtökin halda sumarbúðir þar sem ungum stelpum er kennt á hljóðfæri, þær mynda hljómsveitir, frægar tónlistarkonur mæta og fræða stelpurnar um tónlistarbransann og jafnréttismál eru rædd. Samtökin vilja kollvarpa staðalímyndum á konum sem koma fram í popptónlist og annars staðar þar sem konur birtast ekki sem skapandi gerendur heldur sem kynferðisleg viðföng. Einnig hefur hlutfall kvenna verið heldur lágt á tónlistarhátíðum hér á landi og sem skráðra höfunda í STEFi, svo fátt eitt sé nefnt. Þennan halla vilja Stelpur rokka! rétta við og sömuleiðis stuðla að betra tónlistarlífi með því að virkja ungar stelpur í listsköpun. Samtökin héldu í fyrsta sinn rokksumarbúðir árið 2012 og hafa gert á hverju ári síðan þá. Búðirnar hafa verið haldnar á Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ og samtökin hafa farið á ráðstefnur víða í Evrópu og Ameríku og átt í samstarfi við önnur svipuð samtök utan úr heimi, til dæmis Girls Rock Camp Alliance og hjálpað við stofnun rokkbúða í Póllandi. Sól í Tógó eru samtök Íslendinga sem hafa verið að leggja mannúðarstarfi systur Victorine, eða Victó, í Aného og Gliji í Tógó lið, þá aðallega með stuðningi við uppbyggingu á munaðarleysingjaheimili sem Victorine heldur úti þar í landi. Árið 2007 voru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson að ættleiða dóttur sína í Tógó þar sem þau kynntust þessu mannúðarstarfi og lögðu því lítillega lið. Þegar þau svo sneru aftur til Íslands fóru þau að kynna starf Victó fyrir fólki og úr urðu samtökin Sól í Tógó. Allar götur síðan hafa þau stutt við uppbyggingu samfélagsins í Gliji og staðið þar fyrir byggingu á húsum fleiru og stefna á enn frekari umbætur í heilsugæslu, byggingu á skóla og leikskóla og bæta alls konar félagsstarf á svæðinu. Söfnunin fer fram dagana 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni Skipholti 50D.
Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira