Liverpool og Manchester United mætast í Evrópudeildinni | Sjáið allan dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 12:15 Jürgen Klopp og Louis van Gaal geta mæst í 16 liða úrslitunum. vísir/getty Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira