Birkir átti þátt í dramatísku sigurmarki Basel | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2016 22:00 Erik Lamela fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Tottenham, Basel og Valencia eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA en rússneska liðið Krasnodar er úr leik. Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel sem vann St. Etienne, 2-1, og komst áfram á útivallamarkareglunni en St. Etienne vann fyrri leikinn á heimavelli, 3-2. Sigurinn var þó dramatískur þar sem að St. Etienne jafnaði leikinn á 88. mínútu eftir að Basel komst yfir snemma í leiknum með marki Luca Zuffi, beint úr aukaspyrnu. Staðan var þá orðin 4-3 fyrir Frakkana, samanlagt. Svissneska liðið náði þó að komast áfram með glæsilegu sigurmarki sem Birkir átti stóran þátt í. Hann gaf sendingu frá vinstri kantinum inn í teig en boltinn var þá skallaður niður fyrir Zoff sem skoraði við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Bæði lið misstu þar að auki mann af velli með rautt spjald með skömmu millibili undir lok leiksins.Sjá einnig: United áfram eftir að hafa lent undir gegn Mitdjylland | Sjáðu mörkinSjá einnig: Vítaspyrnumark Milner dugði og Liverpool komst áfram | Sjáðu markiðLamela fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/GettyTottenham lenti ekki í vandræðum með Fiorentina á heimavelli sínum og vann 3-0 sigur og þar með 4-1 samanlagt. Ryan Mason og Erik Lamela komu Tottenham í 2-0 forystu í kvöld en þriðja markið var sjálfsmark fyrirliðans Gonzalo Rodriguez. FC Krasnodar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Sparta Prag í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitunum í kvöld. Sparta Prag vann rimmuna þar með samanlagt 4-0. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í vörn Krasnodar í kvöld. Þá unnu lærisveinar Gary Neville í Valencia 4-0 stórsigur á Rapíd Vín og þar með 10-0 samanlagt.Úrslit kvöldsins:Liverpool - Augsburg 1-0 (1-0 samanlagt)Manchester United - Midtjylland 5-1 (6-3)Tottenham - Fiorentina 3-0 (4-1) Lokomotiv Moskva - Fenerbahce 1-1 (1-3) Rapíd Vín - Valencia 0-4 (0-10)Bayer Leverkusen - Sporting 3-1 (4-1) Schalke - Shakhtar Donetsk 0-3 (0-3) Krasnodar - Sparta Prag 0-3 (0-4)Lazio - Galatasaray 3-1 (4-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1)Basel - St. Etienne 2-1 (4-4) Porto - Dortmund 0-1 (0-3) Molde - Sevilla 1-0 (1-3) Napoli - Villarreal 1-1 (1-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1) Olympiakos - Anderlecht (1-2, framlenging í gangi) Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Tottenham, Basel og Valencia eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA en rússneska liðið Krasnodar er úr leik. Dregið verður í 16-liða úrslitin á morgun. Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Basel sem vann St. Etienne, 2-1, og komst áfram á útivallamarkareglunni en St. Etienne vann fyrri leikinn á heimavelli, 3-2. Sigurinn var þó dramatískur þar sem að St. Etienne jafnaði leikinn á 88. mínútu eftir að Basel komst yfir snemma í leiknum með marki Luca Zuffi, beint úr aukaspyrnu. Staðan var þá orðin 4-3 fyrir Frakkana, samanlagt. Svissneska liðið náði þó að komast áfram með glæsilegu sigurmarki sem Birkir átti stóran þátt í. Hann gaf sendingu frá vinstri kantinum inn í teig en boltinn var þá skallaður niður fyrir Zoff sem skoraði við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Bæði lið misstu þar að auki mann af velli með rautt spjald með skömmu millibili undir lok leiksins.Sjá einnig: United áfram eftir að hafa lent undir gegn Mitdjylland | Sjáðu mörkinSjá einnig: Vítaspyrnumark Milner dugði og Liverpool komst áfram | Sjáðu markiðLamela fagnar marki sínu í kvöld.Vísir/GettyTottenham lenti ekki í vandræðum með Fiorentina á heimavelli sínum og vann 3-0 sigur og þar með 4-1 samanlagt. Ryan Mason og Erik Lamela komu Tottenham í 2-0 forystu í kvöld en þriðja markið var sjálfsmark fyrirliðans Gonzalo Rodriguez. FC Krasnodar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Sparta Prag í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitunum í kvöld. Sparta Prag vann rimmuna þar með samanlagt 4-0. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í vörn Krasnodar í kvöld. Þá unnu lærisveinar Gary Neville í Valencia 4-0 stórsigur á Rapíd Vín og þar með 10-0 samanlagt.Úrslit kvöldsins:Liverpool - Augsburg 1-0 (1-0 samanlagt)Manchester United - Midtjylland 5-1 (6-3)Tottenham - Fiorentina 3-0 (4-1) Lokomotiv Moskva - Fenerbahce 1-1 (1-3) Rapíd Vín - Valencia 0-4 (0-10)Bayer Leverkusen - Sporting 3-1 (4-1) Schalke - Shakhtar Donetsk 0-3 (0-3) Krasnodar - Sparta Prag 0-3 (0-4)Lazio - Galatasaray 3-1 (4-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1)Basel - St. Etienne 2-1 (4-4) Porto - Dortmund 0-1 (0-3) Molde - Sevilla 1-0 (1-3) Napoli - Villarreal 1-1 (1-2)Athletic Bilbao - Marseille 1-1 (2-1) Olympiakos - Anderlecht (1-2, framlenging í gangi)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira