Íslenski boltinn

Stjarnan bætir enn við sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnukonur eru í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.
Stjörnukonur eru í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/valli
Íslands- og bikarmeistarar halda áfram að bæta við sig mannskap fyrir seinni hluta tímabilsins.

Nú síðast gekk enski varnarmaðurinn Rachel S. Pitman til liðs við Garðabæjarliðið en hún er komin með leikheimild með félaginu.

Pitman, sem er 23 ára, er frá Bristol á Englandi en lék með háskólaliði De Paul í Chicago í Bandaríkjunum 2011-14. Hún hefur spilað einnig spilað með Seattle Sounders í Bandaríkjunum og Arsenal og Watford á Englandi.

Pitman, sem leikur aðallega í stöðu hægri bakvarðar, lék á sínum tíma með öllum yngri landsliðum Englands.

Pitman er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan fær í leikmannaglugganum en áður voru Jaclyn Nicole Softli og Francielle Manoel Alberto komnar. Þær voru báðar í byrjunarliðinu þegar Stjarnan vann 1-3 sigur á Selfossi í gær.

Framundan er stíft prógramm hjá Stjörnunni en liðið leikur sjö leiki á 24 dögum í ágúst; í deild, bikar og forkeppni Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×