Mið-Austurlönd

Fréttamynd

Kobani við það að falla

Vígamenn ISIS samtakanna í Sýrlandi eru sagðir við það að ná borginni Kobani á sitt vald sem er talið hafa gríðarlega hernaðarlega þýðingu í för með sér. Borgin er rétt við landamæri Tyrklands þar sem Kúrdar eru fjölmennir og nái ISIS menn völdum í borginni er óttast um líf íbúanna sem taldir eru villutrúar af ofstækismönnunum.

Erlent
Fréttamynd

ESB telur að 3000 Evrópubúar berjist með ISIS

Evrópusambandinu telst til að fjöldi evrópskra ríkisborgara sem berjist núna með hinu íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi telji nú um þrjúþúsund manns. Þetta kemur fram í Gilles de Kerchove sem fer með hryðjuverkamál innan sambandsins í samtali við BBC.

Erlent
Fréttamynd

Baráttan við ISIS mun vara í nokkur ár

Talsmaður Bandaríkjahers segir ljóst að baráttan við hið Íslamska ríki, samtökin sem nú stjórna stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi með harðri hendi, muni taka nokkur ár. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttastofa BBC tók við aðmírálinn John Kirby en hann fullyrðir þó að loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á búðir samtakanna í Írak og í Sýrlandi hafi haft mikil áhrif.

Erlent
Fréttamynd

Frakki í höndum vígamanna

Frönskum ríkisborgara hefur verið rænt í Alsír af herskáum íslamistum sem sagðir eru hafa tengsl við hið íslamska ríki í Írak og Sýrlandi. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Frakka en myndbandi hefur verið dreift þar sem maðurinn sést í höndum vígamanna.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald

Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið

Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum.

Innlent
Fréttamynd

Vara við blóðbaði í Amerli

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar lofa kristnum Írökum hæli

Sveitir IS ráða yfir stórum hluta Norður-Íraks og hafa skipað kristnum íbúum á svæðinu að gangast við íslamstrú, borga sérstakan skatt eða láta lífið.

Erlent
Fréttamynd

Þrýstingur eykst um að friður komist á

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í 30 manns féllu í Bagdad

Hátt í 30 létust í sprengjutilræðum í Bagdad höfuðborg Íraks í gær. Þetta eru mannskæðustu árásir í borginni frá því uppreisnarmenn Súnníta, undir forystu öfgasamtakanna ISIS, lögðu undir sig stór svæði í í norðurhluta landsins í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Blendin viðbrögð við stofnun Kalífadæmis

Samtökin Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, ISIS, lýstu því yfir í gær að þau hafi stofnað kalífadæmi á landi sem tilheyrir Sýrlandi og Írak. Í kjölfarið lýstu samtökin því yfir að þau hafi skipt um nafn, og muni hér eftir heita Islamska ríkið.

Erlent