Stangveiði

Fréttamynd

Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru

Til bókar hafa verið færðir um 340 laxar á aðalsvæðinu, og því ætti Hítará ásamt Grjótá og Tálma að vera í um 400 laxa veiði ef allt er talið. Verður það að teljast með ágætum því enn lifir góður mánuður af veiðitímanum og útlit fyrir ágætis útkomu í sumar.

Veiði
Fréttamynd

Dr. Jónas: Njótið dagsins þó laxinn sé tregur og fáliðaður

Þetta var stórlax sem reyndist vera 85 cm og á lítilli einhendu stjórnar hann öllu til að byrja með. Þarna er stórgrýti og hraunnibbur um allan hyl og erfitt um vik. En einhvern veginn tókst mér að lempa hann upp í hyl og landa honum. Þá sá ég að hann hafði gleypt túpuna en tálknin voru óskemmd þannig að auðvelt var að sleppa honum.

Veiði
Fréttamynd

Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust

Nú – um miðjan ágúst – er svo komið að heildar aflatölur úr lykilánum okkar 25 eru þær lægstu síðan við byrjuðum að skrá þessa vikuveiði. Sumaraflinn hingað til er aðeins 14.309 laxar, móti 15.871, sem var árið 2007 og er næstminnsta veiðin,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum í stuttu skeyti sem fylgir veiðitölum Landssambands veiðifélaga þessa vikuna.

Veiði
Fréttamynd

Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá

Þrír yngstu bræðurnir höfðu aldrei veitt lax áður, en reynt í a.m.k. tvö ár. Að lokinni fyrstu vaktinni í Langá, hafði Fred 10 ára sett í lax og landað, í Hólmatagli, veiðistað númer 80. Harry 16 ára setti í lax, en missti, setti í annan lax sem hann svo landaði, í Álfgerðarholtskvörn, veiðistað númer 25. Það var svo á næst síðustu vaktinni sem hann landaði öðrum laxi, eftir að hafa misst eina sjö yfir þessa daga.

Veiði
Fréttamynd

Farið að sjatna í Norðurá

Rennsli í Norðurá er nú helmingi minna en það var á laugardaginn þegar flóðin voru í hámarki. Meira veiddist um helgina en alla síðustu viku.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Laxárdal: Stórurriðamok á þurrflugu!

Á heimasíðu SVFR segir frá því að hver stórurriðinn á fætur öðrum hefur glatt veiðimenn í Laxá í Laxárdal undanfarna daga – og flestir taka þurrflugur! Mikill fjöldi urriða á bilinu 5-7 pund hafa látið glepjast af þurrflugum veiðimanna og segir að óvenju mikið sé um stórfisk þetta sumarið.

Veiði
Fréttamynd

Hörgá: Ógleymanlegt augnablik

Það má með sanni segja að Guðrún Kristófersdóttir hafi náð að fanga augnablikið þegar hún náði stórbrotinni ljósmynd af stökkvandi sjóbleikju á svæði 5a í Hörgá fyrir skemmstu. Veiðivísir fékk góðfúslegt leyfi til að birta myndina sem sýnir margt af því besta við að standa á bakka veiðivatns á Íslandi.

Veiði
Fréttamynd

Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis

Hópur netaveiðirétthafa í Ölfusá og Hvítá mælist til þess að netabændur á svæðinu taki net sín upp það sem eftir lifir sumars eða dragi úr sókn. Ástæðan er lítil veiði á stöng í hliðarám og fjölmargir óvissuþættir um ástand laxastofna

Veiði
Fréttamynd

Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá

Þær fréttir berast nú frá Norðurá að eftir margra vikna þrautagöngu hafa rigningar síðustu daga skilað ánni frábæru veiðivatni. Loksins, loksins myndi einhver segja en Veiðivísir telur sig geta fært rök fyrir því að vatnið í Norðurá hafi ekki verið meira síðan opnunardaginn 5. júní!!

Veiði
Fréttamynd

Tilboð í Langá komandi rigningarhelgi

Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður nú tilboð á veiðileyfum í Langá um helgina. Vonast er eftir hækkandi sól í veiðinni með rigningum sem spáð er næstu daga.

Veiði
Fréttamynd

Vatnsáin vatnslítil; Kropp í Gufuá

Kunnugur segja að Vatnsáin hafi ekki var jafn vatnslítil í tugi ára. Nokkuð mikið er af fiski á neðstu svæðunum í Gufuá og veiðin hefur róast í Búðardalsá.

Veiði
Fréttamynd

Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni

Hraunsfjörðurinn sýður af bleikju þessa dagana og verða veiðimenn vitni að því hvar stórar bleikjutorfur fara um vatnið. Það fer hins vegar tvennum sögum af veiðinni þar á bæ; sumir greina frá því að þrátt fyrir mikið magn af bleikju sé hún grátlega treg til að taka agn veiðimanna en svo eru aðrir sem þvert á móti veiða vel.

Veiði
Fréttamynd

Metdagur í Eystri Rangá

Metdagur var í Eystri Rangá í gær þegar 98 laxar komu á land. Veiðin í Ytri Rangá er einnig mjög góð.

Veiði
Fréttamynd

Hróarslækur tekur við sér

Veiðin í Hróarslæk virðist loks komin almennilega í gang. Fram kemur á agn.is að þar hafi y-tveggja daga holl veitt 24 laxa um verslunarmannahelgina.

Veiði
Fréttamynd

19 laxa dagur í Jöklu

Myndin sem fylgir fréttinni er af nýjum veiðistað ofan Steinboga, en með opnun laxastigans í byrjun mánaðar opnaðist fyrir nýtt veiðisvæði sem gefur mikla möguleika í framtíðinni. Veiðistaðurinn hlaut nafnið Hólaflúð og þar veiddust 9 laxar þann 4. ágúst. Þar lág einnig mikið af laxi og skömmu eftir að myndin var tekin veiddist 62 sentímetra lax. Fréttin er kannski sú að hann var grálúsugur, þrátt fyrir að Hólaflúð sé um 45 kílómetra frá sjó!

Veiði
Fréttamynd

51 lax og 17 bleikjur í Andakílsá

Veiði í Andakílsá hefur verið fremur döpur það sem af er sumri. Í gær höfðu veiðst 17 bleikjur í ánni og 51 lax. Þetta kemur fram á vef SVFR.

Veiði