Bárðarbunga

Fréttamynd

Losar meiri brennistein en öll Evrópa

Eldgosið í Holuhrauni er það gasríkasta á Íslandi í eina til tvær aldir. Talið er að öll lönd Evrópu skili af sér minna magni brennisteins á dag. Hraunið er óvenjulega stórt miðað við hvað gosið hefur staðið stutt.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur

Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 kílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt að víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma.

Innlent
Fréttamynd

Gosbjarmi og norðurljós á Akureyri

Lítilsháttar næturfrost mældist á nokkrum veðurathugunarstöðum á láglendi í nótt, eða á Grímsstöðum á Fjöllum, Brú á Jökuldal og á Staðarhóli, auk nokkurra stöðva á hálendinu.

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um að eldgosið sé í rénun

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Mengunarinnar vart á stórum hluta landsins

Útlit er fyrir þó nokkurri gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Mengunin kemur til með að gera vart við sig á stórum hluta landsins, meðal annars á Blönduósi, Akureyri og Hvammstanga.

Innlent