Fanney Birna Jónsdóttir

Fréttamynd

Landamæravörður

Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilbrigðisský

Hvað svo sem mönnum finnst um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ljóst að áskoranir hvað varðar fjármögnun heilbrigðiskerfisins til framtíðar eru á næsta leiti. Hvorki ríkisrekið heilbrigðiskerfi né einkarekið er að fara að leysa þann vanda. Við þurfum kerfi sem tekur mið af því besta sem bæði kerfi hafa upp á að bjóða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Karlaklúbbur

Ein kona er skipaður dómari við Hæstarétt. Þar starfa tíu skipaðir dómarar; níu karlar. Frá upphafi hafa fjórar konur fengið dómaraskipun á móti 49 karlmönnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þak og stakkur

Frá hruni hefur það verið árleg frétt að færri feður taki fæðingarorlof en áður. Um fimmtungur feðra barna fæddra árið 2014 ákváðu að taka ekki fæðingarorlof. "Um leið og farið var að grípa til lagabreytinga og lækka greiðslur þá gerist þetta, skýr tenging er þar á milli,“ segir Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að þar sem feður nýti sér ekki mánuðina í núverandi ástandi séu þeir ekki að fara að nýta fleiri mánuði í lengdu fæðingarorlofi, því sé brýnt að hækka hámarksgreiðslur. Leó telur einnig slæmt ef mæður tækju áfram allt orlofið yrði það lengt, og yrðu þannig meiri eftirbátar á vinnumarkaði en nú.

Fastir pennar
Fréttamynd

Illa útfærð barátta

Borgarstjórn Reykjavíkur vakti vægast sagt mikla athygli í síðustu viku með kveðjugjöf sinni til Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þegar ákveðið var að samþykkja viðskiptabann á Ísrael af hálfu borgarinnar. Samþykktin var að sögn gerð í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum en sá hængur var á að borgarfulltrúarnir vissu í raun ekkert hvað þeir voru að gera og höfðu ekki hugmynd um hvaða vörur ætti að sniðganga eftir samþykktina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Maturinn vegur þyngst

Íslenska ríkið heldur uppi viðskiptahindrunum með tollum á ýmsar innfluttar vörur án þess að verið sé að vernda nokkra íslenska framleiðslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Slumpað á þörfina

Vert er að spyrja hvernig sú fjárhæð er fengin út sem ákveðið er að úthluta eins mikilvægri stofnun og æðsta handhafa ákæruvalds landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf

Formaður velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhelmsdóttir, segir aumingjavæðingu í gangi hjá borginni. Þetta eru stór orð komandi frá manneskju sem hefur helgað sig velferðarmálum á sínum pólitíska ferli sem spannar yfir áratug í borgarpólitíkinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lægra gjald öllum til góðs

Nokkur óvissa hefur verið á undanförnum mánuðum í rekstrarumhverfi fyrirtækja vegna kjarasamningagerðar sem stóð yfir stærstan hluta fyrri parts þessa árs og stendur sums staðar enn yfir. Töluverð hækkun hefur orðið á launakostnaði fyrirtækjanna vegna þessara samninga, eðli málsins samkvæmt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að viðurkenna vandann

Staðreyndin er sú að hvergi er að finna hóp kvenna sem þolað hefur meira ofbeldi en einmitt þær konur sem leita sér meðferðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betur má ef duga skal

Þrátt fyrir afskekkta legu og smæð þá megum við aldrei hugsa eða haga okkur eins og það sem gerist annars staðar í heiminum komi okkur ekki við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rauður dagur austanhafs

Gærdagurinn var rauður víða um heim í gær. Hlutabréf hríðlækkuðu í verði og í Kína hefur Shanghai Composite-vísitalan ekki litið jafn illa út síðan árið 2007. Vísitalan hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent og fjölmiðlar ytra kölluðu daginn "The Great Fall of China“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tónlistartjón

Barátta þessara skóla gengur svo illa að þeir sjá vart fyrir sér að lifa af. Hvort heldur sem borgin eða ráðuneytið veldur er ljóst að svona vinnubrögð hjá stjórnvöldum eru ólíðandi. Enginn rekstur getur lifað af sem á sífellt von á fjármunum sem síðan aldrei berast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leiðin að markmiðinu

Heimsþing mannréttindasamtakanna Amnesty International samþykkti í vikunni umdeilda tillögu um að refsingum yrði aflétt af iðju vændisfólks, annarra en barna og fórnarlamba mansals eða annarrar nauðungar. Fréttir af tillögunni bárust almenningi nokkru fyrir þingið sjálft og allt varð vitlaust. Ekki síður erlendis en hér á landi. Margir hafa lýst því yfir að þeir muni láta af stuðningi sínum við samtökin vegna þessarar samþykktar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sníðum hnökrana af

Slagirnir, sem lítið ber á, gleymast eða komast ekki upp á yfirborðið en eru ekki síður mikilvægir en þeir sem nú þegar hafa unnist.

Fastir pennar
Fréttamynd

#Þöggun

Hefur lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í alvöru skilið skilaboð samfélagsins síðustu misseri með þeim hætti að verið sé að kalla eftir minni umræðu og upplýsingum um kynferðisbrot?

Fastir pennar
Fréttamynd

Tölvan segir nei

Árlega greina fréttamiðlar frá því að Tryggingastofnun ríkisins þurfi að greiða eða rukka lífeyrisþega vegna of- eða vangreiddra bóta á árinu. Í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að 87 prósent öryrkja og ellilífeyrisþega hefðu fengið ýmist van- eða ofgreiddar bætur á síðasta ári og að 6.500 manns skuldi stofnuninni meira en 100 þúsund krónur eftir endurútreikninga. Á mánudag var svo greint frá því að hluti öryrkja skuldaði yfir eina milljón króna vegna ofgreidds lífeyris.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjölmenningarlandið Ísland

Fréttablaðið birti á mánudag sláandi frétt þar sem fram kom að unglingar foreldra af erlendum uppruna standa í raun höllum fæti í samfélaginu. Þeir eru líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og kannabisefna heldur en jafnaldrar þeirra af íslenskum uppruna og eru líklegri til að líta þessi vímuefni jákvæðum augum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kvennakvótinn

Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Barátta við öfgar

Leiðin til að losna við skoðanir og pólitískar hugsjónir sem einkennast af mannhatri er hvorki að banna þær né þagga þær niður. Leiðin er einmitt að sýna þær, berskjaldaðar, og afhjúpa þær fyrir það sem þær eru; fordómar og fáfræði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fimmtíu eru fáir

Stjórnvöld tilkynntu í gær að ákveðið hafi verið að taka á móti 50 flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Flóttafólkið sem um ræðir kemur frá Sýrlandi, Erítreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir komu þeirra þegar hafinn. Áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili; frá og með október næstkomandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börn eiga rétt á vernd og umönnun

Börn eiga samkvæmt lögum rétt á vernd og umönnun. Löggjafinn leitaðist með setningu barnaverndarlaga við að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður nauðsynlega aðstoð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fagnaðar- eða áhyggjuefni?

Ný rannsókn Háskólans á Akureyri sýnir að mun fleiri íslenskir unglingar en áður vilja búa erlendis í framtíðinni. Auk þess búast fleiri ungmenni við að sú verði raunin. Óformleg rannsókn Fréttablaðsins í dag er í takt við niðurstöður háskólans, þar sem meirihluti viðmælenda segist hafa mikinn áhuga á því að flytjast búferlum og oft og tíðum mennta sig utan landsteinanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin borgar

Landsbankinn hyggst reisa nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Byggingin mun hýsa alla miðlæga starfsemi bankans og gera áætlanir ráð fyrir að rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Netleysi er refsing

Tilgangur fangelsa er að þar séu fullnustaðir refsidómar dæmdra manna. Afplánun þeirra má nálgast út frá tveimur pólum, refsistefnu og betrunarstefnu. Í frumvarpi með lögum um fullnustu refsinga kemur fram að það sé meginmarkmið með fangelsun

Fastir pennar
Fréttamynd

Sameina þarf kjaraviðræður

Samtök atvinnulífsins kölluðu eftir því í Fréttablaðinu í gær að verkalýðshreyfingin sameini sig í þeim kjaraviðræðum sem í gangi eru þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni, sem ríkt hefur á milli aðila, með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjármálaráðherra hefur áður kallað eftir þjóðarsátt.

Fastir pennar