Lögreglumál Í gæsluvarðhaldi fram að helgi Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. Innlent 14.3.2023 17:42 Fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir byssumanninum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Innlent 14.3.2023 17:05 Fær ekki að áfrýja dómi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að veita Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni leyfi til að áfrýja átta ára fangelsisdómi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst árið 2021. Innlent 14.3.2023 14:03 Hafa ekki tekið ákvörðun um gæsluvarðhald yfir byssumanninum „Það er eiginlega ekkert nýtt. Ég hugsa að það skýrist seinna í dag hvort það verði gerð krafa um gæsluvarðhald,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Innlent 14.3.2023 14:00 Skotmaðurinn handtekinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.3.2023 21:51 Telja sig komna á slóð byssumanns Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður. Innlent 13.3.2023 18:05 Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Innlent 13.3.2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. Innlent 12.3.2023 22:14 Leit að Gunnari Svan heldur áfram án þyrlu gæslunnar Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni, sem ekkert hefur spurst til í um hálfan mánuð, heldur áfram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við leitina, eins og til stóð, vegna bilunar. Innlent 12.3.2023 14:57 Fluttur á slysadeild eftir gamnislag Sex gista fangageymslur eftir erilsama nótt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þeirra er aðili sem grunaður er um að hafa verið að stela símum á skemmtistað í miðbænum. Innlent 12.3.2023 07:37 Lifa við stöðugar árásir, hótanir og áreiti: „Það er ekkert gert“ Kona sem hefur mátt þola stöðugar árásir, ógnir, skemmdarverk, hótanir og áreiti af hálfu fyrrum maka segir kerfið hafa brugðist sér. Þrátt fyrir nálgunarbann og fjölda kæra hefur ekkert verið gert. Hún og kærasti hennar óttast hvað maðurinn tekur upp á næst og telja að lögregla sé að bíða eftir því að einhver verði drepinn. Aðgerðarleysið sé algjört. Innlent 12.3.2023 07:00 Leit að Gunnari Svan bar ekki árangur Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni stóð yfir í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans. Leit bar ekki árangur. Innlent 12.3.2023 00:03 Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. Fréttir 11.3.2023 23:22 Gaf sig á tal við lögreglu og sagðist hafa skallað annan mann og rotað hann Enginn er alvarlega slasaður eftir líkamsárásir næturinnar sem lýst var í dagbók lögreglu sem stórfelldum. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns áttu tvær árásanna sér stað á næturklúbbum í miðborginni en ekkert bendir til þess að þær tengist. Þriðja tilfellið var mögulega slys. Innlent 11.3.2023 11:42 Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt Þrjár stórfelldar líkamsárásir voru á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsvert var um hópasöfnun og slagsmál í miðborginni. Innlent 11.3.2023 07:20 Hótar endurtekið sprengjum, eltir lögmann og hrækir á lögregluþjóna Þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ sem grunaður er um sprengjuhótanir á dögunum ásamt mikinn fjölda annarra brota hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars. Óhætt er að segja að um góðkunningja lögreglu sé að ræða. Innlent 10.3.2023 15:28 Rúta og flutningabíll rákust saman Þjóðvegur 1 um Öxnadal í Hörgársveit er lokaður eftir árekstur rútu og flutningabíls. Innlent 10.3.2023 13:34 Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. Innlent 10.3.2023 12:54 Umfangsmikið útkall vegna manns sem fannst svo á röltinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker. Innlent 10.3.2023 07:18 Leita Gunnars áfram í Eskifirði Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar. Innlent 9.3.2023 21:47 „Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. Innlent 9.3.2023 21:32 Lögreglu tilkynnt um dansandi konu í garði Nokkuð óvenjuleg tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Tilkynnt var um konu sem sögð var dansa og tala út í loftið í garði. Innlent 9.3.2023 17:36 Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. Innlent 9.3.2023 06:36 Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. Innlent 8.3.2023 23:09 Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“ Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum. Innlent 8.3.2023 22:55 Lýst eftir Gunnari Svan Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár. Innlent 8.3.2023 15:44 Gat ekki borgað fyrir gistingu á hóteli og átti ekki í önnur hús að venda Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá hótelstarfsmönnum í borginni í gær vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem var að reyna að greiða fyrir gistingu án árangurs. Innlent 8.3.2023 06:20 Engin formleg leit hafin á Eskifirði Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða. Innlent 6.3.2023 19:02 MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu. Innlent 6.3.2023 13:46 Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Innlent 6.3.2023 13:13 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 275 ›
Í gæsluvarðhaldi fram að helgi Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. Innlent 14.3.2023 17:42
Fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir byssumanninum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Innlent 14.3.2023 17:05
Fær ekki að áfrýja dómi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að veita Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni leyfi til að áfrýja átta ára fangelsisdómi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst árið 2021. Innlent 14.3.2023 14:03
Hafa ekki tekið ákvörðun um gæsluvarðhald yfir byssumanninum „Það er eiginlega ekkert nýtt. Ég hugsa að það skýrist seinna í dag hvort það verði gerð krafa um gæsluvarðhald,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Innlent 14.3.2023 14:00
Skotmaðurinn handtekinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.3.2023 21:51
Telja sig komna á slóð byssumanns Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður. Innlent 13.3.2023 18:05
Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Innlent 13.3.2023 10:09
Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. Innlent 12.3.2023 22:14
Leit að Gunnari Svan heldur áfram án þyrlu gæslunnar Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni, sem ekkert hefur spurst til í um hálfan mánuð, heldur áfram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við leitina, eins og til stóð, vegna bilunar. Innlent 12.3.2023 14:57
Fluttur á slysadeild eftir gamnislag Sex gista fangageymslur eftir erilsama nótt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þeirra er aðili sem grunaður er um að hafa verið að stela símum á skemmtistað í miðbænum. Innlent 12.3.2023 07:37
Lifa við stöðugar árásir, hótanir og áreiti: „Það er ekkert gert“ Kona sem hefur mátt þola stöðugar árásir, ógnir, skemmdarverk, hótanir og áreiti af hálfu fyrrum maka segir kerfið hafa brugðist sér. Þrátt fyrir nálgunarbann og fjölda kæra hefur ekkert verið gert. Hún og kærasti hennar óttast hvað maðurinn tekur upp á næst og telja að lögregla sé að bíða eftir því að einhver verði drepinn. Aðgerðarleysið sé algjört. Innlent 12.3.2023 07:00
Leit að Gunnari Svan bar ekki árangur Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni stóð yfir í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans. Leit bar ekki árangur. Innlent 12.3.2023 00:03
Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. Fréttir 11.3.2023 23:22
Gaf sig á tal við lögreglu og sagðist hafa skallað annan mann og rotað hann Enginn er alvarlega slasaður eftir líkamsárásir næturinnar sem lýst var í dagbók lögreglu sem stórfelldum. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns áttu tvær árásanna sér stað á næturklúbbum í miðborginni en ekkert bendir til þess að þær tengist. Þriðja tilfellið var mögulega slys. Innlent 11.3.2023 11:42
Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt Þrjár stórfelldar líkamsárásir voru á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsvert var um hópasöfnun og slagsmál í miðborginni. Innlent 11.3.2023 07:20
Hótar endurtekið sprengjum, eltir lögmann og hrækir á lögregluþjóna Þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ sem grunaður er um sprengjuhótanir á dögunum ásamt mikinn fjölda annarra brota hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. mars. Óhætt er að segja að um góðkunningja lögreglu sé að ræða. Innlent 10.3.2023 15:28
Rúta og flutningabíll rákust saman Þjóðvegur 1 um Öxnadal í Hörgársveit er lokaður eftir árekstur rútu og flutningabíls. Innlent 10.3.2023 13:34
Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. Innlent 10.3.2023 12:54
Umfangsmikið útkall vegna manns sem fannst svo á röltinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker. Innlent 10.3.2023 07:18
Leita Gunnars áfram í Eskifirði Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar. Innlent 9.3.2023 21:47
„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. Innlent 9.3.2023 21:32
Lögreglu tilkynnt um dansandi konu í garði Nokkuð óvenjuleg tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Tilkynnt var um konu sem sögð var dansa og tala út í loftið í garði. Innlent 9.3.2023 17:36
Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. Innlent 9.3.2023 06:36
Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. Innlent 8.3.2023 23:09
Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“ Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum. Innlent 8.3.2023 22:55
Lýst eftir Gunnari Svan Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár. Innlent 8.3.2023 15:44
Gat ekki borgað fyrir gistingu á hóteli og átti ekki í önnur hús að venda Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá hótelstarfsmönnum í borginni í gær vegna einstaklings í annarlegu ástandi sem var að reyna að greiða fyrir gistingu án árangurs. Innlent 8.3.2023 06:20
Engin formleg leit hafin á Eskifirði Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða. Innlent 6.3.2023 19:02
MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu. Innlent 6.3.2023 13:46
Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Innlent 6.3.2023 13:13