Lögreglumál Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Innlent 25.5.2020 21:13 Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 25.5.2020 18:31 Hætta skipulagðri leit að skipverjanum á Vopnafirði Skipulagðri leit lögreglu að skipverjanum Axel Jósefssyni Zarioh hefur verið hætt. Áfram verður þó haldið af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi. Innlent 25.5.2020 13:30 Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Innlent 25.5.2020 10:50 Ekið á 16 ára dreng á vespu Ekið var á 16 ára dreng á vespu í gær þar sem hann reyndi að keyra yfir gangbraut í Hafnarfirði. Innlent 25.5.2020 06:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af á sjöunda hundrað vegna aksturs undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. Innlent 24.5.2020 22:51 Lögregla kölluð til vegna fjúkandi trampólína Alls voru 27 mál bókuð frá klukkan fimm í morgun og til 17 nú síðdegis. Innlent 24.5.2020 18:06 Leit að skipverjanum lokið í dag Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs. Innlent 24.5.2020 17:56 Auglýsa eftir vitnum að líkamsárás á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir mögulegum vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13 í dag. Innlent 24.5.2020 17:32 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. Innlent 24.5.2020 11:23 Leit að skipverjanum heldur áfram í dag Ekki var unnt að leita í gær sökum slæmra veðurskilyrða. Innlent 24.5.2020 10:19 Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Innlent 23.5.2020 10:39 Hávært kynlíf leiddi til lögregluheimsóknar Lögreglan fékk hávaðakvörtun sem henni þótti tilefni til að gera nánari grein fyrir á samfélagsmiðlum. Innlent 23.5.2020 10:22 Sparkaði í lögreglumann Alls sinnti lögregla hundrað málum frá fimm í gær til fimm í morgun. Innlent 23.5.2020 07:24 Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Innlent 22.5.2020 12:01 Enn í varðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun apríl sætir áfram gæsluvarðhaldi til 12. júní næstkomandi. Innlent 22.5.2020 11:46 Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. Innlent 22.5.2020 11:00 Vargurinn í vandræðum vegna svartfuglsveiða við Látrabjarg Snorri Rafnsson Vargur segir öfundarmenn reyna að koma á sig höggi - hann sé með allt sitt á hreinu. Innlent 22.5.2020 08:32 Rann í gegnum hurðina og endaði í bílskúr nágrannans Umferðaróhapp varð í Árbænum á sjötta tímanum í gær þegar mannlaus bíll rann aftur á bak, braust í gegnum bílskúrshurð hjá nágranna og endaði loks inni á bílskúrsgólfi. Innlent 22.5.2020 06:54 Skaut hjólreiðamann í rassinn með loftbyssu Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á áttunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um farþega í bifreið á ferð í Kópavogi sem skotið hafði úr loftbyssu „í sitjanda á reiðhjólamanni“, líkt og það er orðað í dagbók lögreglu. Innlent 22.5.2020 06:42 Leit að skipverjanum hætt í dag Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi. Innlent 21.5.2020 16:01 Átta grunaðir um akstur undir áhrifum í nótt Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í nótt grunaðir um ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum. Innlent 21.5.2020 07:20 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. Innlent 20.5.2020 07:21 Handtekin á ferðinni grunuð um innbrot í Grafarvogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu í bíl í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í gær, grunuð um innbrot og þjófnað. Innlent 20.5.2020 06:55 Leit hefur ekki borið árangur og verður haldið áfram Um 140 menn frá björgunarsveitum af Austur- og norðuausturlandi hafa komið að leitinni í dag auk Landhelgisgæslunni og lögreglunni. Innlent 19.5.2020 18:38 Nota sérútbúinn drónakafbát við leitina Leit að skipverjanum sem talið er hafa fallið útbyrðis af fiskiskipi í Vopnafirði í gær stendur enn yfir. Innlent 19.5.2020 11:59 Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Maðurinn er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Innlent 19.5.2020 10:49 Eldur kviknaði út frá uppþvottavél Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í fjölbýlishúsi í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Innlent 19.5.2020 07:29 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Innlent 18.5.2020 23:37 Leit að skipverjanum stendur enn yfir Sveitir Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði leita enn að skipverjanum sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar fyrr í dag. Innlent 18.5.2020 22:05 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 279 ›
Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Innlent 25.5.2020 21:13
Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 25.5.2020 18:31
Hætta skipulagðri leit að skipverjanum á Vopnafirði Skipulagðri leit lögreglu að skipverjanum Axel Jósefssyni Zarioh hefur verið hætt. Áfram verður þó haldið af hálfu björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði með leit á sjó og í fjöru en dregið úr þunga þeirrar leitar og skipulagi. Innlent 25.5.2020 13:30
Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Innlent 25.5.2020 10:50
Ekið á 16 ára dreng á vespu Ekið var á 16 ára dreng á vespu í gær þar sem hann reyndi að keyra yfir gangbraut í Hafnarfirði. Innlent 25.5.2020 06:29
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af á sjöunda hundrað vegna aksturs undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. Innlent 24.5.2020 22:51
Lögregla kölluð til vegna fjúkandi trampólína Alls voru 27 mál bókuð frá klukkan fimm í morgun og til 17 nú síðdegis. Innlent 24.5.2020 18:06
Leit að skipverjanum lokið í dag Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs. Innlent 24.5.2020 17:56
Auglýsa eftir vitnum að líkamsárás á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir mögulegum vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13 í dag. Innlent 24.5.2020 17:32
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. Innlent 24.5.2020 11:23
Leit að skipverjanum heldur áfram í dag Ekki var unnt að leita í gær sökum slæmra veðurskilyrða. Innlent 24.5.2020 10:19
Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Innlent 23.5.2020 10:39
Hávært kynlíf leiddi til lögregluheimsóknar Lögreglan fékk hávaðakvörtun sem henni þótti tilefni til að gera nánari grein fyrir á samfélagsmiðlum. Innlent 23.5.2020 10:22
Sparkaði í lögreglumann Alls sinnti lögregla hundrað málum frá fimm í gær til fimm í morgun. Innlent 23.5.2020 07:24
Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Innlent 22.5.2020 12:01
Enn í varðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun apríl sætir áfram gæsluvarðhaldi til 12. júní næstkomandi. Innlent 22.5.2020 11:46
Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. Innlent 22.5.2020 11:00
Vargurinn í vandræðum vegna svartfuglsveiða við Látrabjarg Snorri Rafnsson Vargur segir öfundarmenn reyna að koma á sig höggi - hann sé með allt sitt á hreinu. Innlent 22.5.2020 08:32
Rann í gegnum hurðina og endaði í bílskúr nágrannans Umferðaróhapp varð í Árbænum á sjötta tímanum í gær þegar mannlaus bíll rann aftur á bak, braust í gegnum bílskúrshurð hjá nágranna og endaði loks inni á bílskúrsgólfi. Innlent 22.5.2020 06:54
Skaut hjólreiðamann í rassinn með loftbyssu Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á áttunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um farþega í bifreið á ferð í Kópavogi sem skotið hafði úr loftbyssu „í sitjanda á reiðhjólamanni“, líkt og það er orðað í dagbók lögreglu. Innlent 22.5.2020 06:42
Leit að skipverjanum hætt í dag Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi. Innlent 21.5.2020 16:01
Átta grunaðir um akstur undir áhrifum í nótt Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í nótt grunaðir um ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum. Innlent 21.5.2020 07:20
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. Innlent 20.5.2020 07:21
Handtekin á ferðinni grunuð um innbrot í Grafarvogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu í bíl í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í gær, grunuð um innbrot og þjófnað. Innlent 20.5.2020 06:55
Leit hefur ekki borið árangur og verður haldið áfram Um 140 menn frá björgunarsveitum af Austur- og norðuausturlandi hafa komið að leitinni í dag auk Landhelgisgæslunni og lögreglunni. Innlent 19.5.2020 18:38
Nota sérútbúinn drónakafbát við leitina Leit að skipverjanum sem talið er hafa fallið útbyrðis af fiskiskipi í Vopnafirði í gær stendur enn yfir. Innlent 19.5.2020 11:59
Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Maðurinn er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Innlent 19.5.2020 10:49
Eldur kviknaði út frá uppþvottavél Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í fjölbýlishúsi í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Innlent 19.5.2020 07:29
Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Innlent 18.5.2020 23:37
Leit að skipverjanum stendur enn yfir Sveitir Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði leita enn að skipverjanum sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar fyrr í dag. Innlent 18.5.2020 22:05