Lögreglumál

Fréttamynd

Grunaður morðingi á­fram bak við lás og slá

Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu

Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir.

Innlent
Fréttamynd

Lifir greni­tréð í Ölfus­á af krapastífluna?

Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan fylgist vel með á­standinu í Ölfus­á

Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir eftir vitnum á Sel­tjarnar­nesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin.

Innlent
Fréttamynd

Leita ein­stak­lings sem grunaður er um líkams­á­rás

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur.

Innlent
Fréttamynd

„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“

Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í póst­kössum og blaða­gámi

Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast inn með exi

Maður var handtekinn í nótt eða gærkvöldi eftir að hann reyndi að brjótast inn í hús með exi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir með falin fíkni­efni á leið til Ísa­fjarðar

Síðdegis á miðvikudaginn handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo ferðalanga sem voru á leið frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í bílnum fundust vandlega falin fíkniefni í nokkru magni.

Innlent
Fréttamynd

Engin kæra borist vegna upptakanna

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

Æfing lög­reglu og fíkni­efna­mál ollu mis­skilningi

Lögreglan á Vestfjörðum var við valdbeitingaræfingar við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar á miðvikudag, sama dag og fíkniefnamál kom upp í bænum. Misskilningur milli blaðamanns og lögreglustjóra varð til þess að sá síðarnefndi neitaði að tjá sig um æfinguna.

Innlent
Fréttamynd

Að­hafast ekkert vegna leyni­upp­takanna

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Svik og prettir reyndust falsfréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í nótt vegna einstaklinga sem voru sakaðir um að hafa komið sér í gistingu á hóteli í póstnúmerinu 104 „með svikum og prettum“.

Innlent
Fréttamynd

Sauð upp úr í morgunumferðinni

Lögreglan var kölluð til í hverfi 108 í morgun vegna ágreinings tveggja ökumanna sem létu skapið hlaupa með sig í gönur í morgunumferðinni. Lögreglumenn ræddu við báða aðila og stilltu til friðar.

Innlent
Fréttamynd

Komin með skýra mynd af and­láti móðurinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Diego heilan á húfi í heima­húsi

Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað

Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott

Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott.

Innlent