Sviku milljónir af Landsbankanum

Fréttamynd

Fleiri grunaðir en þeir sem voru hand­teknir

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið.

Innlent
Fréttamynd

Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur ekki getað keypt vörur í fimm daga eftir að hafa selt sakborningi í umtöluðu sakamáli Nissan Patrol jeppa á snjódaginn mikla í síðustu viku. Hann þurfi að halda fjölskyldu sinni uppi og borga reikninga. Hann veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif á viðbrögð lögreglu að hann sé frá sama landi og einn sakborninga.

Innlent
Fréttamynd

Engir sér­fræðingar að verki og sá yngsti um tví­tugt

Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir

Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stálu hundruðum milljóna hjá Lands­bankanum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu.

Viðskipti innlent