Stj.mál Bæjarstjóri Hornafjarðar lenti í 3. sæti í prófkjöri D-listans Albert Eymundssyni, sitjandi bæjarstjóra á Hornafirði, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum í gær eftir því sem fram kemur á vefsíðunni hornafjörður.is. Það var Halldóra Bergljót Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem bar sigur úr býtum en hún atti kappi við Albert um fyrsta sætið á listanum. Innlent 9.4.2006 09:52 Vill fleiri málaflokka til sveitarfélaganna Samfylkingin vill að öldrunarþjónusta, heilsugæsla, málefni fatlaðra, löggæsla og framhaldsskólinn flytjist til sveitarfélaganna sem séu mun betur fallin til þess að annast þjónustu við íbúa en ríkið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var á Nordica-hótelinu í dag. Innlent 8.4.2006 17:25 Verðbólguskeið framundan á Íslandi? Formaður Samfylkingarinnar segir að framundan sé verðbólguskeið á Íslandi sem muni standa lengi. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki ætla að takast á við þá vandasömu hagstjórn sem framundan sé. Innlent 8.4.2006 16:00 Hljótum að stefna að öryggissamfélagi með Evrópu Ísland hlýtur að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundi Samfylkingar á Hótel Nordica í dag. Innlent 8.4.2006 14:53 Engin lagaúrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun. Innlent 8.4.2006 11:59 Kosið um sameiningu tveggja hreppa á Norðausturlandi Kosið verður um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps á Norðausturlandi í dag. Hugmyndin vaknaði meðal sveitarstjórnarmanna í hreppunum eftir sameiningarkosningar í haust þar sem íbúar í báðum sveitarfélögum samþykktu sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Innlent 8.4.2006 10:05 A-listinn vill ekki einkavæða Keflavíkurflugvöll A-listinn í Reykjanesbæ telur ekki koma til greina að einkavæða Keflavíkurflugvöll né Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Þetta segir í tilkynningu frá listanum. Þar segir einnig að að Keflavíkurflugvöllur sé ein af meginstoðum atvinnulífs á Suðurnesjum og því séu hugmyndir um einkavæðingu flugvallarins mjög varhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess atvinnuástands sem nú skapist við brotthvarf varnarliðsins. Innlent 7.4.2006 22:01 Hafa áhyggjur af þorskstofninum Stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af stöðu þorsksins og gagnrýndu kvótakerfið harðlega við upphaf þingfundar í morgun. Sjávarútvegsráðherra sagði fréttir af togararalli Hafrannsóknastofnunar ekki góðar en hvatti menn til að bíða lokaniðurstaðna. Innlent 6.4.2006 12:04 Um 64% Akureyringa vilja nýjan meirihluta í bæjarstjórn Rúmlega 64% Akureyringa vilja fá nýjan meirihluta í bæjarstjórn samkvæmt niðurstöðum í nýlegri Gallup könnun. Fréttavefurinn Dagur greinir frá niðurstöðum könnunarinnar en í henni var spurt um ánægju með meiri- eða minnihluta í bæjar- og sveitafélögum víða um land. Innlent 6.4.2006 07:10 Málsókn gegn Norðmönnum eina leiðin Málsókn gegn Norðmönnum virðist eina leiðin til að binda endi á ofríki þeirra við Svalbarða sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Ekki er þó ljóst hvenær af málsókn verður. Innlent 5.4.2006 16:50 Hart deilt á utanríkisráðherra Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir. Innlent 5.4.2006 15:58 Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Innlent 5.4.2006 13:06 Saddam aftur fyrir rétt Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, mætti aftur fyrir rétt í morgun. Hann sakaði innanríkisráðuneyti Íraks um að hafa myrt og pyntað þúsundir manna. Verið er að yfirheyra Saddam um morð á sjía-múslinum á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 5.4.2006 08:41 Enn rætt um RÚV-frumvarp á þingi Önnur umræða um frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið stendur enn á Alþingi en hún hófst um klukkan eitt í dag. Fimm manns hafa tekið til máls frá því að umræðan hófst en skömmu fyrir klukkan tíu voru tólf á mælendaskrá og því líklegt að þingfundur standi að minnsta kosti til miðnættis. Umræðunni lýkur þó varla í kvöld. Innlent 4.4.2006 22:25 Frumvarp um Ríkisútvarpið tryggir ekki starfsfrið Stjórnarandstaðan segir frumvarp um Ríkisútvarpið ekki tryggja starfsfrið sem stofnuninni sé nauðsynlegur. Varhugavert sé að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en slíkt leiði oft til sölu fyrirtækja. Innlent 4.4.2006 20:13 Fundað með heilbrigðisráðherra vegna umönnunarstarfa Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. Starfsmennirnir hafa boðað setuverkfall í lok þessarar viku vegna óánægju með kjör sín, en þeir vilja sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Innlent 4.4.2006 16:58 Fyrsta sérhæfða geðdeildin fyrir aldraða Geðdeild fyrir aldraða verður sett á laggirnar á Landakotsspítala, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er meðal aðgerða sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag sem ætlaðar eru til að bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða hér á landi. Innlent 4.4.2006 16:51 Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Innlent 3.4.2006 23:54 Ítrekaði að taka bæri upp atvinnuveiðar Sjávarútvegsráðherra ítrekaði í dag þá skoðun sína að taka bæri upp hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði Íslendinga í samkeppni við hrefnuna um nytjastofna við landið og að hvalveiðar væru forsenda þess að hægt væri að byggja upp stofnana. Innlent 3.4.2006 23:49 Óttast ekki andstöðu við frumvarpið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið. Innlent 3.4.2006 16:58 Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu. Innlent 3.4.2006 15:54 Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið. Innlent 3.4.2006 12:19 Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. Innlent 3.4.2006 12:02 Forseta Litháen afhent trúnaðarbréf Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti þann 23. mars Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki. Innlent 3.4.2006 09:58 Rúmlega árslaun í hærri vaxtagreiðslur Vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs að undanförnu hafa í för með sér að lántakendur þurfa að greiða rúmlega einum árslaunum meira í vexti á lánstímanum en fyrir fáeinum mánuðum síðan, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Innlent 3.4.2006 09:30 Nefnd sex ráðuneyta um Vatnsmýri Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að samræma hugmyndir um framtíðarstaðsetningu háskóla- og rannsóknastofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæði. Meðal stofnana sem gætu fengið aðstöðu í Vatnsmýrinni eru Matvælarannsóknir og rannsóknahluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Innlent 3.4.2006 09:02 Deildi hart á gagnrýnendur innan flokks Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík. Innlent 31.3.2006 21:56 Sjálfstæðisflokkur fengi meirihluta í borginni Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri nú samkvæmt skoðanakönnun Gallup en fylgi flokksins minnkar þó talsvert frá síðustu könnun. Innlent 31.3.2006 19:06 Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Innlent 30.3.2006 17:29 Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema. Innlent 30.3.2006 00:04 « ‹ 37 38 39 40 41 42 43 44 45 … 187 ›
Bæjarstjóri Hornafjarðar lenti í 3. sæti í prófkjöri D-listans Albert Eymundssyni, sitjandi bæjarstjóra á Hornafirði, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum í gær eftir því sem fram kemur á vefsíðunni hornafjörður.is. Það var Halldóra Bergljót Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem bar sigur úr býtum en hún atti kappi við Albert um fyrsta sætið á listanum. Innlent 9.4.2006 09:52
Vill fleiri málaflokka til sveitarfélaganna Samfylkingin vill að öldrunarþjónusta, heilsugæsla, málefni fatlaðra, löggæsla og framhaldsskólinn flytjist til sveitarfélaganna sem séu mun betur fallin til þess að annast þjónustu við íbúa en ríkið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var á Nordica-hótelinu í dag. Innlent 8.4.2006 17:25
Verðbólguskeið framundan á Íslandi? Formaður Samfylkingarinnar segir að framundan sé verðbólguskeið á Íslandi sem muni standa lengi. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki ætla að takast á við þá vandasömu hagstjórn sem framundan sé. Innlent 8.4.2006 16:00
Hljótum að stefna að öryggissamfélagi með Evrópu Ísland hlýtur að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundi Samfylkingar á Hótel Nordica í dag. Innlent 8.4.2006 14:53
Engin lagaúrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun. Innlent 8.4.2006 11:59
Kosið um sameiningu tveggja hreppa á Norðausturlandi Kosið verður um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps á Norðausturlandi í dag. Hugmyndin vaknaði meðal sveitarstjórnarmanna í hreppunum eftir sameiningarkosningar í haust þar sem íbúar í báðum sveitarfélögum samþykktu sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Innlent 8.4.2006 10:05
A-listinn vill ekki einkavæða Keflavíkurflugvöll A-listinn í Reykjanesbæ telur ekki koma til greina að einkavæða Keflavíkurflugvöll né Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Þetta segir í tilkynningu frá listanum. Þar segir einnig að að Keflavíkurflugvöllur sé ein af meginstoðum atvinnulífs á Suðurnesjum og því séu hugmyndir um einkavæðingu flugvallarins mjög varhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess atvinnuástands sem nú skapist við brotthvarf varnarliðsins. Innlent 7.4.2006 22:01
Hafa áhyggjur af þorskstofninum Stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af stöðu þorsksins og gagnrýndu kvótakerfið harðlega við upphaf þingfundar í morgun. Sjávarútvegsráðherra sagði fréttir af togararalli Hafrannsóknastofnunar ekki góðar en hvatti menn til að bíða lokaniðurstaðna. Innlent 6.4.2006 12:04
Um 64% Akureyringa vilja nýjan meirihluta í bæjarstjórn Rúmlega 64% Akureyringa vilja fá nýjan meirihluta í bæjarstjórn samkvæmt niðurstöðum í nýlegri Gallup könnun. Fréttavefurinn Dagur greinir frá niðurstöðum könnunarinnar en í henni var spurt um ánægju með meiri- eða minnihluta í bæjar- og sveitafélögum víða um land. Innlent 6.4.2006 07:10
Málsókn gegn Norðmönnum eina leiðin Málsókn gegn Norðmönnum virðist eina leiðin til að binda endi á ofríki þeirra við Svalbarða sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Ekki er þó ljóst hvenær af málsókn verður. Innlent 5.4.2006 16:50
Hart deilt á utanríkisráðherra Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir. Innlent 5.4.2006 15:58
Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Innlent 5.4.2006 13:06
Saddam aftur fyrir rétt Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, mætti aftur fyrir rétt í morgun. Hann sakaði innanríkisráðuneyti Íraks um að hafa myrt og pyntað þúsundir manna. Verið er að yfirheyra Saddam um morð á sjía-múslinum á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 5.4.2006 08:41
Enn rætt um RÚV-frumvarp á þingi Önnur umræða um frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið stendur enn á Alþingi en hún hófst um klukkan eitt í dag. Fimm manns hafa tekið til máls frá því að umræðan hófst en skömmu fyrir klukkan tíu voru tólf á mælendaskrá og því líklegt að þingfundur standi að minnsta kosti til miðnættis. Umræðunni lýkur þó varla í kvöld. Innlent 4.4.2006 22:25
Frumvarp um Ríkisútvarpið tryggir ekki starfsfrið Stjórnarandstaðan segir frumvarp um Ríkisútvarpið ekki tryggja starfsfrið sem stofnuninni sé nauðsynlegur. Varhugavert sé að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag, en slíkt leiði oft til sölu fyrirtækja. Innlent 4.4.2006 20:13
Fundað með heilbrigðisráðherra vegna umönnunarstarfa Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. Starfsmennirnir hafa boðað setuverkfall í lok þessarar viku vegna óánægju með kjör sín, en þeir vilja sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Innlent 4.4.2006 16:58
Fyrsta sérhæfða geðdeildin fyrir aldraða Geðdeild fyrir aldraða verður sett á laggirnar á Landakotsspítala, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þetta er meðal aðgerða sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag sem ætlaðar eru til að bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða hér á landi. Innlent 4.4.2006 16:51
Kannar hvort breyta þurfi jarðalögum vegna uppkaupa Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að kanna hvort breyta þurfi jarðalögum og taka upp einhvers konar ábúðarskyldu til þess að koma í veg fyrir að efnamenn kaupi upp jarðir úti á landi sem dragi hugsanlega úr möguleikum bænda til búskapar. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Innlent 3.4.2006 23:54
Ítrekaði að taka bæri upp atvinnuveiðar Sjávarútvegsráðherra ítrekaði í dag þá skoðun sína að taka bæri upp hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagði Íslendinga í samkeppni við hrefnuna um nytjastofna við landið og að hvalveiðar væru forsenda þess að hægt væri að byggja upp stofnana. Innlent 3.4.2006 23:49
Óttast ekki andstöðu við frumvarpið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið. Innlent 3.4.2006 16:58
Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu. Innlent 3.4.2006 15:54
Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið. Innlent 3.4.2006 12:19
Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. Innlent 3.4.2006 12:02
Forseta Litháen afhent trúnaðarbréf Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti þann 23. mars Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki. Innlent 3.4.2006 09:58
Rúmlega árslaun í hærri vaxtagreiðslur Vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs að undanförnu hafa í för með sér að lántakendur þurfa að greiða rúmlega einum árslaunum meira í vexti á lánstímanum en fyrir fáeinum mánuðum síðan, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Innlent 3.4.2006 09:30
Nefnd sex ráðuneyta um Vatnsmýri Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að samræma hugmyndir um framtíðarstaðsetningu háskóla- og rannsóknastofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæði. Meðal stofnana sem gætu fengið aðstöðu í Vatnsmýrinni eru Matvælarannsóknir og rannsóknahluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Innlent 3.4.2006 09:02
Deildi hart á gagnrýnendur innan flokks Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík. Innlent 31.3.2006 21:56
Sjálfstæðisflokkur fengi meirihluta í borginni Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri nú samkvæmt skoðanakönnun Gallup en fylgi flokksins minnkar þó talsvert frá síðustu könnun. Innlent 31.3.2006 19:06
Ekki tímabært að afnema verðtryggingu lána Stefna ber að því til lengri tíma litið að afnema verðtryggingu lána hér á landi en það er ekki hægt nú vegna þeirra sveiflna sem eru í þjóðfélaginu. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við utandagskrárumræðu um aukningu á skuldum þjóðarbúsins í dag. Innlent 30.3.2006 17:29
Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema. Innlent 30.3.2006 00:04