Stj.mál Feluskattar vega upp skattalækkun Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Innlent 13.10.2005 15:09 Jóhann var símastrákurinn Samtök vöru og þjónustu hafa upplýst að það hafi verið Jóhann Ársælsson sem hafi svarað spurningum samtakanna um breytingar á virðisuskattskerfinu í mars 2003 fyrir hönd Samfylkingarinnar. Jóhann sagði þá Samfylkunga ekki viljað breyta virðisaukaskattskerfinu og þar með matarskattinum. Innlent 13.10.2005 15:09 Mikilvægur fundur hjá WHO Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir mikla þýðingu hafa fyrir landið að fundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) skuli haldinn hér á landi. Innlent 13.10.2005 15:08 Spilling á Íslandi Stjórnmálaflokkar eru taldir undir mestum áhrifum spillingar hér á landi í árlegri könnun Gallup um afstöðu til spillingar. Innlent 13.10.2005 15:09 Davíð á utanríkisráðherrafundi Utanríkisráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsins lýstu ánægju með ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að endurtaka síðari umferð forsetakosninganna 26. desember. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat fundinn. Innlent 13.10.2005 15:09 Baráttan gegn fátækt í fyrirrúmi Eitt af meginverkefnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) snýr að því að útrýma fátækt og hungri í heiminum. Við upphaf fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík voru kynnt svonefnd þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en WHO er ein stofnana Sameinuðu þjóðanna og vinnur að þeim markmiðum til að stuðla að bættu heilsufari fólks. Innlent 13.10.2005 15:08 Frumkvæðið var okkar "Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga." Innlent 13.10.2005 15:08 Stuðmaður á þing Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekk því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins sem alþingismaður. Innlent 13.10.2005 15:09 Kennt verði alla virka daga Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 15:08 Launamunur upprættur á 2-3 árum? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur mögulegt að uppræta launamun kynjanna hjá hinu opinbera á næstu tveimur til þremur árum. Innlent 13.10.2005 15:08 Engin von um kísilduftsverksmiðju Allar vonir Mývetninga um kísilduftsverksmiðju í stað Kísiliðjunnar eru úr sögunni því norska undirbúningsfélagið að kísilduftsverksmiðjunni var lýst gjaldþrota í Noregi í gær. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á Alþingi í morgun. Innlent 13.10.2005 15:08 Tekjur jöfnunarsjóðs lækka með lækkun skatta Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka varanlega um rúmar 400 milljónir þegar frumvarp til laga um lækkun tekjuskatts og eignarskatts kemur til fullra framkvæmda árið 2007, vegna lækkunar tekjuskatta, afnám eignarskatts og hækkunar persónuaflsáttar. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Innlent 13.10.2005 15:08 Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur. Innlent 13.10.2005 15:08 Skuldir eiga að lækka Í fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert fyrir lækkun skulda borgarsjóðs og engum nýjum langtímalánum. Oddviti sjálfstæðismanna segir helst líta út fyrir að óskhyggja ráði ferðinni í áætlunum borgarinnar. Innlent 13.10.2005 15:08 Gert upp milli útgerða Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýnir á vefsíðu að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra en ekki sjávarútvegsráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 15:08 Mistök í lagasetningu Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ekki sé enn vitað hvað dómur Hæstaréttar um erfðafjárskatt frá því á föstudag hafi áhrif á marga. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sex erfingjar þyrftu ekki að greiða erfðafjárskatt vegna þess að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningu. Innlent 13.10.2005 15:08 Ráðherra rak í rogastans Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar því á bug að hann hafi skipt um skoðun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands eins og haldið var fram í fréttum um helgina. Innlent 13.10.2005 15:08 Vill utandagskrárumræðu um PISA-könnun Niðurstöður PISA-könnunar um námsárangur íslenskra grunnskólabarna kalla á að það verði lyft grettistaki í skólamálum Íslendinga til að koma þjóðinni í fremstu röð í menntamálum. Þetta er mat Björgvins G. Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis. Björgvin hefur óskað eftir utandagskrárumræðu um málið á þinginu. Innlent 13.10.2005 15:08 Hneyksli of vægt orð Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri-grænna, segir að orðið hneyksli sé of vægt til að lýsa niðurskurði á framlögum til Mannréttindaskrifstofu við afgreiðslu fjárlaga um helgina. Innlent 13.10.2005 15:08 Vilja fá veiðileyfagjaldið Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Innlent 13.10.2005 15:08 Áskorun frá Þjóðverjum Þýska mannréttindastofnunin hefur sent Alþingi áskorun þess efnis að ekki verði hætt fjárstuðningi við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Segir meðal annars að þýska mannréttindastofnunin hafi af því þungar áhyggjur að fjárskortur myndi hamla starfi mannréttindaskrifstofunnar. Innlent 13.10.2005 15:07 Einelti á ábyrgð starfsmanna Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu. Innlent 13.10.2005 15:08 Deilt um þingsköp Stjórnarandstæðingar deildu hart á fundarstjórn Birgis Ármannssonar, varaforseta Alþingis í umræðum um Írak í gær. Innlent 13.10.2005 15:08 Óábyrgt að hækka ekki skatta Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Innlent 13.10.2005 15:08 Ráðherra ver íslenska bankakerfið Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. Innlent 13.10.2005 15:08 Sjálfstæði Alþingis verði tryggt Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja mikla áherslu á að sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu verði tryggt við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða í stjórnarskrárnefndinni en nefndinni til fulltingis verður hópur sérfræðinga. Innlent 13.10.2005 15:08 Litlar vangaveltur um breytingar Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Þingmaður Samfylkingar segir að tryggja verði, hér eftir sem hingað til, að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis. Innlent 13.10.2005 15:07 Deilt um Írak Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. Innlent 13.10.2005 15:08 Umhverfisráðuneytið virti ekki lög Úthlutun umhverfisráðherra á fé úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna eftir ársbyrjun 2003 var ekki í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Innlent 13.10.2005 15:08 Alþingi og Íraksmálið Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um. Erlent 13.10.2005 15:08 « ‹ 151 152 153 154 155 156 157 158 159 … 187 ›
Feluskattar vega upp skattalækkun Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Innlent 13.10.2005 15:09
Jóhann var símastrákurinn Samtök vöru og þjónustu hafa upplýst að það hafi verið Jóhann Ársælsson sem hafi svarað spurningum samtakanna um breytingar á virðisuskattskerfinu í mars 2003 fyrir hönd Samfylkingarinnar. Jóhann sagði þá Samfylkunga ekki viljað breyta virðisaukaskattskerfinu og þar með matarskattinum. Innlent 13.10.2005 15:09
Mikilvægur fundur hjá WHO Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir mikla þýðingu hafa fyrir landið að fundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) skuli haldinn hér á landi. Innlent 13.10.2005 15:08
Spilling á Íslandi Stjórnmálaflokkar eru taldir undir mestum áhrifum spillingar hér á landi í árlegri könnun Gallup um afstöðu til spillingar. Innlent 13.10.2005 15:09
Davíð á utanríkisráðherrafundi Utanríkisráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsins lýstu ánægju með ákvörðun úkraínskra stjórnvalda um að endurtaka síðari umferð forsetakosninganna 26. desember. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat fundinn. Innlent 13.10.2005 15:09
Baráttan gegn fátækt í fyrirrúmi Eitt af meginverkefnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) snýr að því að útrýma fátækt og hungri í heiminum. Við upphaf fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík voru kynnt svonefnd þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, en WHO er ein stofnana Sameinuðu þjóðanna og vinnur að þeim markmiðum til að stuðla að bættu heilsufari fólks. Innlent 13.10.2005 15:08
Frumkvæðið var okkar "Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga." Innlent 13.10.2005 15:08
Stuðmaður á þing Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og kvikmyndagerðarmaður lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekk því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskaparheit um að virða stjórnarskrá lýðveldisins sem alþingismaður. Innlent 13.10.2005 15:09
Kennt verði alla virka daga Menntamálaráðherra segir mikilvægt að kennt verði alla virka daga í grunnskólum landsins til að bæta fyrir nær átta vikna hlé sem varð á kennslu meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 15:08
Launamunur upprættur á 2-3 árum? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur mögulegt að uppræta launamun kynjanna hjá hinu opinbera á næstu tveimur til þremur árum. Innlent 13.10.2005 15:08
Engin von um kísilduftsverksmiðju Allar vonir Mývetninga um kísilduftsverksmiðju í stað Kísiliðjunnar eru úr sögunni því norska undirbúningsfélagið að kísilduftsverksmiðjunni var lýst gjaldþrota í Noregi í gær. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, á Alþingi í morgun. Innlent 13.10.2005 15:08
Tekjur jöfnunarsjóðs lækka með lækkun skatta Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka varanlega um rúmar 400 milljónir þegar frumvarp til laga um lækkun tekjuskatts og eignarskatts kemur til fullra framkvæmda árið 2007, vegna lækkunar tekjuskatta, afnám eignarskatts og hækkunar persónuaflsáttar. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Innlent 13.10.2005 15:08
Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur. Innlent 13.10.2005 15:08
Skuldir eiga að lækka Í fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert fyrir lækkun skulda borgarsjóðs og engum nýjum langtímalánum. Oddviti sjálfstæðismanna segir helst líta út fyrir að óskhyggja ráði ferðinni í áætlunum borgarinnar. Innlent 13.10.2005 15:08
Gert upp milli útgerða Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýnir á vefsíðu að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa sé í höndum sveitarfélaganna sjálfra en ekki sjávarútvegsráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 15:08
Mistök í lagasetningu Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ekki sé enn vitað hvað dómur Hæstaréttar um erfðafjárskatt frá því á föstudag hafi áhrif á marga. Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sex erfingjar þyrftu ekki að greiða erfðafjárskatt vegna þess að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningu. Innlent 13.10.2005 15:08
Ráðherra rak í rogastans Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar því á bug að hann hafi skipt um skoðun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands eins og haldið var fram í fréttum um helgina. Innlent 13.10.2005 15:08
Vill utandagskrárumræðu um PISA-könnun Niðurstöður PISA-könnunar um námsárangur íslenskra grunnskólabarna kalla á að það verði lyft grettistaki í skólamálum Íslendinga til að koma þjóðinni í fremstu röð í menntamálum. Þetta er mat Björgvins G. Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis. Björgvin hefur óskað eftir utandagskrárumræðu um málið á þinginu. Innlent 13.10.2005 15:08
Hneyksli of vægt orð Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri-grænna, segir að orðið hneyksli sé of vægt til að lýsa niðurskurði á framlögum til Mannréttindaskrifstofu við afgreiðslu fjárlaga um helgina. Innlent 13.10.2005 15:08
Vilja fá veiðileyfagjaldið Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Innlent 13.10.2005 15:08
Áskorun frá Þjóðverjum Þýska mannréttindastofnunin hefur sent Alþingi áskorun þess efnis að ekki verði hætt fjárstuðningi við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Segir meðal annars að þýska mannréttindastofnunin hafi af því þungar áhyggjur að fjárskortur myndi hamla starfi mannréttindaskrifstofunnar. Innlent 13.10.2005 15:07
Einelti á ábyrgð starfsmanna Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu. Innlent 13.10.2005 15:08
Deilt um þingsköp Stjórnarandstæðingar deildu hart á fundarstjórn Birgis Ármannssonar, varaforseta Alþingis í umræðum um Írak í gær. Innlent 13.10.2005 15:08
Óábyrgt að hækka ekki skatta Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Innlent 13.10.2005 15:08
Ráðherra ver íslenska bankakerfið Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. Innlent 13.10.2005 15:08
Sjálfstæði Alþingis verði tryggt Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja mikla áherslu á að sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu verði tryggt við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða í stjórnarskrárnefndinni en nefndinni til fulltingis verður hópur sérfræðinga. Innlent 13.10.2005 15:08
Litlar vangaveltur um breytingar Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Þingmaður Samfylkingar segir að tryggja verði, hér eftir sem hingað til, að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis. Innlent 13.10.2005 15:07
Deilt um Írak Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. Innlent 13.10.2005 15:08
Umhverfisráðuneytið virti ekki lög Úthlutun umhverfisráðherra á fé úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna eftir ársbyrjun 2003 var ekki í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Innlent 13.10.2005 15:08
Alþingi og Íraksmálið Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um. Erlent 13.10.2005 15:08