Dagur í lífi Dagur í lífi Nönnu: Mikill aðdáandi to-do lista Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Henni finnst best að byrja daginn á að svitna og fátt notalegra en að elda kvöldmat heima á kvöldin. Hádeginu ver hún helst með vinum og leggur á ráðin. Frítíminn 20.3.2022 15:34 Dagur í lífi Margrétar Bjarna: Félagslynd og fjölskyldurækin náttugla Margrét Bjarnadóttir hlaut fimmta sætið í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leggur stund á lögfræðinám. Hún er matreiðslumaður að mennt en maðurinn hennar er þó duglegri við eldamennskuna heimavið. Margrét er ekki morgunmanneskja sem kann að skýrast af því að hún segist alltaf fara of seint að sofa. Frítíminn 13.3.2022 13:02 Dagur í lífi Sigþrúðar: Morgunhani sem vill að fjölskyldan borði saman Sigþrúður Ármann er atvinnurekandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún vaknar eldsnemma til að hreyfa sig og á það til að sofna í leikhúsum og saumaklúbbum, enda kvöldsvæf með eindæmum. Hún segir enga tvo daga eins hjá sér og vill helst að aðrir eldi kvöldmatinn, því eldamennska er ekki hennar sterkasta hlið. Frítíminn 6.3.2022 17:01 Dagur í lífi Þorbjargar: Líður best þegar fólkið mitt er heima Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er að eigin sögn innipúki og að kvöldin fari í að horfa á einhverjar (misvandaðar) sjónvarpsseríur. Frítíminn 27.2.2022 17:05 Dagur í lífi Rósu: Þéttir dagar og engir tveir eins Rósa Kristinsdóttir er yfirlögfræðingur og regluvörður Akta, sjóðastýringarfélags. Hún segir dagana einkar fjölbreytta en vill helst ekki sleppa morgunbollanum með vinkonunum og auglýsir eftir fleiri stöðum sem opna eldsnemma. Hún segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist baðkar. Innherji 20.2.2022 13:31 Dagur í lífi Helgu Völu: Fjölskyldukona og forfallinn körfuboltaunnandi Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar elskar að vera í kringum fólk en er líka dálítið prívat að eigin sögn. Hún er mikil fjölskyldukona og finnst starf sitt einstaklega skemmtilegt. Hún segir körfuboltann vera drottningu íþróttanna og hraður leikurinn henti hennar öra eðli einkar vel. Frítíminn 13.2.2022 13:02 Dagur í lífi Sigmars: „Ekkert betra en fyrsti bolli dagsins" Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nýja starfið á þinginu gjörólíkt gamla starfinu á RÚV. Fundarharkan sé talsvert meiri. Hann segir frúnna með mikið keppnisskap og ekki sætta sig við að tapa á spilakvöldum fjölskyldunnar. Innherji 6.2.2022 13:32 Dagur í lífi Diljár: Fjölbreyttir dagar og með spikfeitan reikning í minningarbankanum Diljá Ámundadóttir borgarfulltrúi Viðreisnar byrjar dagana snemma á því að dansa með dóttur sinni, Lunu. Frítíminn 30.1.2022 14:00 Dagur í lífi Öglu Eirar: Fjölbreyttir dagar en fastur liður að tuða yfir sóttvarnaraðgerðum Agla Eir Vilhjálmsdóttir er yfirlögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Hún vill breyta klukkunni, tuðar yfir sóttvarnaraðgerðum daglega og fer í sund til þess að upplifa kyrrð og ró. Dagarnir hjá Viðskiptaráði eru fjölbreyttir og blessunarlega fær félagsveran Agla að hitta mikið af fólki í vinnunni. Frítíminn 23.1.2022 13:00 Dagur í lífi Þórdísar Lóu: „Líður oftast eins og Rocky Balboa" Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Viðreisnar, segir uppáhalds árstímann vera háveturinn. Frítíminn 16.1.2022 14:00 Dagur í lífi Kristjáns á Osushi: „Alltaf stressaður yfir því að hrísgrjónin klárist" Kristján Þorsteinsson er annar eigandi tveggja veitingastaða Osushi í Tryggvagötu og í Hafnarfirði. Hann segir hrísgrjón spila undarlega stóra rullu í lífi sínu og segir draum sinn hafa ræst þegar Brauð og Co opnaði bílalúgu. Frítíminn 9.1.2022 12:30 Dagur í lífi Hönnu Katrínar: Fær mikla orku út úr því að umgangast vinina Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Hún er oftast síðust fjölskyldumeðlima út úr húsinu á morgnana. Hún er dugleg að stunda íþróttir þó hún segi nú orðið fari meira fyrir áhorfi en beinni þátttöku. Frítíminn 2.1.2022 17:00 Dagur í lífi Ásdísar Kristjáns: Hefðbundin og allt að því óþolandi A-týpa Ásdís Kristjánsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún og fjölskyldan eru A-týpur, að hundinum undanskildum. Hún verður pirruð í umferðinni á morgnana en er blessunarlega ein í bílnum þennan morguninn þegar önugheitin eru sem mest. Mánudagsfiskurinn fellur ekki í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Frítíminn 26.12.2021 18:00 Dagur í lífi Heiðu Bjargar: Langar að vera morgunhressa týpan en hefur lýst sig sigraða Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, á unglinga sem þarf ekki lengur að smyrja nesti fyrir, sem hún álítur mikinn lúxus. Hún segist ekki vera morgunhress og ef dagsverkin eru ekki skráð í dagatalið í símanum er hætt við því að hlutir gleymist. Frítíminn 19.12.2021 11:10 Dagur í lífi Davíðs: Morgunhúðrútínan, fréttatímarnir og sannar glæpasögur Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Hann er með flókna morgunhúðrútínu, horfir á alla fréttatímana og lætur Eldum rétt ákveða hvað er í kvöldmatinn. Frítíminn 12.12.2021 13:01 Dagur í lífi Hildar Björnsdóttur: Fjölbreyttum dögum lýkur með því að svæfa útsmogin börn Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lifir fjölbreyttu lífi stjórnmálamannsins. Hún er einstaklega matsár og tekur engar áhættur með hádegismatinn. Hún leyfir kvöldsvæfum unnusta sínum alltaf að velja sjónvarpsefnið, því hann sofnar eftir þrjár mínútur og hún tekur þá yfir dagskrárvaldið. Frítíminn 5.12.2021 13:04 Dagur í lífi Áslaugar Huldu: „Töff að vera meðlimur í kraftlyftingadeild" Áslaug Hulda Jónsdóttir er einn eigenda Pure North Recycling. Hún er bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, auk þess sem hún á sæti í stjórn Gildis. Áslaug Hulda fer helst lítið úr Garðabænum. Frítíminn 28.11.2021 10:00 Dagur í lífi Magnúsar Berg: „Engar afsakanir í boði“ Magnús Berg Magnússon er forstjóri danska hönnunarfyrirtækisins NORR11. Hann vaknar á bakaratíma til að fara út að hlaupa og segir danska samstarfsmenn dæma hart fyrir bruðlið sem það er að kaupa kaffi þegar það er hægt að fá það frítt á skrifstofunni. Innherji 19.11.2021 13:16
Dagur í lífi Nönnu: Mikill aðdáandi to-do lista Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Henni finnst best að byrja daginn á að svitna og fátt notalegra en að elda kvöldmat heima á kvöldin. Hádeginu ver hún helst með vinum og leggur á ráðin. Frítíminn 20.3.2022 15:34
Dagur í lífi Margrétar Bjarna: Félagslynd og fjölskyldurækin náttugla Margrét Bjarnadóttir hlaut fimmta sætið í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leggur stund á lögfræðinám. Hún er matreiðslumaður að mennt en maðurinn hennar er þó duglegri við eldamennskuna heimavið. Margrét er ekki morgunmanneskja sem kann að skýrast af því að hún segist alltaf fara of seint að sofa. Frítíminn 13.3.2022 13:02
Dagur í lífi Sigþrúðar: Morgunhani sem vill að fjölskyldan borði saman Sigþrúður Ármann er atvinnurekandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún vaknar eldsnemma til að hreyfa sig og á það til að sofna í leikhúsum og saumaklúbbum, enda kvöldsvæf með eindæmum. Hún segir enga tvo daga eins hjá sér og vill helst að aðrir eldi kvöldmatinn, því eldamennska er ekki hennar sterkasta hlið. Frítíminn 6.3.2022 17:01
Dagur í lífi Þorbjargar: Líður best þegar fólkið mitt er heima Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er að eigin sögn innipúki og að kvöldin fari í að horfa á einhverjar (misvandaðar) sjónvarpsseríur. Frítíminn 27.2.2022 17:05
Dagur í lífi Rósu: Þéttir dagar og engir tveir eins Rósa Kristinsdóttir er yfirlögfræðingur og regluvörður Akta, sjóðastýringarfélags. Hún segir dagana einkar fjölbreytta en vill helst ekki sleppa morgunbollanum með vinkonunum og auglýsir eftir fleiri stöðum sem opna eldsnemma. Hún segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist baðkar. Innherji 20.2.2022 13:31
Dagur í lífi Helgu Völu: Fjölskyldukona og forfallinn körfuboltaunnandi Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar elskar að vera í kringum fólk en er líka dálítið prívat að eigin sögn. Hún er mikil fjölskyldukona og finnst starf sitt einstaklega skemmtilegt. Hún segir körfuboltann vera drottningu íþróttanna og hraður leikurinn henti hennar öra eðli einkar vel. Frítíminn 13.2.2022 13:02
Dagur í lífi Sigmars: „Ekkert betra en fyrsti bolli dagsins" Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nýja starfið á þinginu gjörólíkt gamla starfinu á RÚV. Fundarharkan sé talsvert meiri. Hann segir frúnna með mikið keppnisskap og ekki sætta sig við að tapa á spilakvöldum fjölskyldunnar. Innherji 6.2.2022 13:32
Dagur í lífi Diljár: Fjölbreyttir dagar og með spikfeitan reikning í minningarbankanum Diljá Ámundadóttir borgarfulltrúi Viðreisnar byrjar dagana snemma á því að dansa með dóttur sinni, Lunu. Frítíminn 30.1.2022 14:00
Dagur í lífi Öglu Eirar: Fjölbreyttir dagar en fastur liður að tuða yfir sóttvarnaraðgerðum Agla Eir Vilhjálmsdóttir er yfirlögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Hún vill breyta klukkunni, tuðar yfir sóttvarnaraðgerðum daglega og fer í sund til þess að upplifa kyrrð og ró. Dagarnir hjá Viðskiptaráði eru fjölbreyttir og blessunarlega fær félagsveran Agla að hitta mikið af fólki í vinnunni. Frítíminn 23.1.2022 13:00
Dagur í lífi Þórdísar Lóu: „Líður oftast eins og Rocky Balboa" Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Viðreisnar, segir uppáhalds árstímann vera háveturinn. Frítíminn 16.1.2022 14:00
Dagur í lífi Kristjáns á Osushi: „Alltaf stressaður yfir því að hrísgrjónin klárist" Kristján Þorsteinsson er annar eigandi tveggja veitingastaða Osushi í Tryggvagötu og í Hafnarfirði. Hann segir hrísgrjón spila undarlega stóra rullu í lífi sínu og segir draum sinn hafa ræst þegar Brauð og Co opnaði bílalúgu. Frítíminn 9.1.2022 12:30
Dagur í lífi Hönnu Katrínar: Fær mikla orku út úr því að umgangast vinina Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Hún er oftast síðust fjölskyldumeðlima út úr húsinu á morgnana. Hún er dugleg að stunda íþróttir þó hún segi nú orðið fari meira fyrir áhorfi en beinni þátttöku. Frítíminn 2.1.2022 17:00
Dagur í lífi Ásdísar Kristjáns: Hefðbundin og allt að því óþolandi A-týpa Ásdís Kristjánsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún og fjölskyldan eru A-týpur, að hundinum undanskildum. Hún verður pirruð í umferðinni á morgnana en er blessunarlega ein í bílnum þennan morguninn þegar önugheitin eru sem mest. Mánudagsfiskurinn fellur ekki í kramið hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Frítíminn 26.12.2021 18:00
Dagur í lífi Heiðu Bjargar: Langar að vera morgunhressa týpan en hefur lýst sig sigraða Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, á unglinga sem þarf ekki lengur að smyrja nesti fyrir, sem hún álítur mikinn lúxus. Hún segist ekki vera morgunhress og ef dagsverkin eru ekki skráð í dagatalið í símanum er hætt við því að hlutir gleymist. Frítíminn 19.12.2021 11:10
Dagur í lífi Davíðs: Morgunhúðrútínan, fréttatímarnir og sannar glæpasögur Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Hann er með flókna morgunhúðrútínu, horfir á alla fréttatímana og lætur Eldum rétt ákveða hvað er í kvöldmatinn. Frítíminn 12.12.2021 13:01
Dagur í lífi Hildar Björnsdóttur: Fjölbreyttum dögum lýkur með því að svæfa útsmogin börn Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lifir fjölbreyttu lífi stjórnmálamannsins. Hún er einstaklega matsár og tekur engar áhættur með hádegismatinn. Hún leyfir kvöldsvæfum unnusta sínum alltaf að velja sjónvarpsefnið, því hann sofnar eftir þrjár mínútur og hún tekur þá yfir dagskrárvaldið. Frítíminn 5.12.2021 13:04
Dagur í lífi Áslaugar Huldu: „Töff að vera meðlimur í kraftlyftingadeild" Áslaug Hulda Jónsdóttir er einn eigenda Pure North Recycling. Hún er bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, auk þess sem hún á sæti í stjórn Gildis. Áslaug Hulda fer helst lítið úr Garðabænum. Frítíminn 28.11.2021 10:00
Dagur í lífi Magnúsar Berg: „Engar afsakanir í boði“ Magnús Berg Magnússon er forstjóri danska hönnunarfyrirtækisins NORR11. Hann vaknar á bakaratíma til að fara út að hlaupa og segir danska samstarfsmenn dæma hart fyrir bruðlið sem það er að kaupa kaffi þegar það er hægt að fá það frítt á skrifstofunni. Innherji 19.11.2021 13:16
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti